Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 10
10 7. október 2010 FIMMTUDAGUR ALLT FARIÐ Kyle Whitmer frá Pedro í Ohio í rústum heimilis síns sem varð eldi að bráð aðfaranótt mánudags. Fimm létust í brunanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EVRÓPUMÁL Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameigin- legrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningar- húsinu á þriðjudag. Full trúar Íslands og ESB telja að einna erfið ast verði að ná samkomu- lagi um sjávarútvegsmál í aðildar- viðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildar viðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþing- maður minnti á ályktun Evrópu- þingsins þar sem segir að Íslend- ingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra sagði að sjávar- útvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveið- ar til umhverfismála, eins og full- trúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýt- ingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknar- ferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sér- lausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiði- stefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is Ísland og ESB munu helst deila um fisk Mikið var rætt um sjávarútvegsmál og hvalveiðar á fundi sameiginlegrar nefndar Alþingis og Evrópuþingsins. Utanríkisráðherra mótmælir því að hvalveiðar séu flokkaðar sem umhverfismál og kallar eftir sérlausnum. ÚR ÞJÓÐMENNINGARHÚSI Í gegnum sameiginlegu þingnefndina eiga þingmenn Íslands og Evrópuþingsins að geta rætt beint við stofnanir ESB og við ríkisstjórn Íslands um hvaðeina sem viðkemur aðildarferli Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Hópuppsagnir í septembermánuði í ár eru tölu- vert færri en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í morgun- korni Greiningar Íslandsbanka í gær. Þá var 87 manns sagt upp störfum í slíkum uppsögnum, en í ár var 21 sagt upp í einni hóp- uppsögn. Greiningardeildin segir hafa verið heldur minna um hópupp- sagnir framan af þessu ári en í fyrra. Í ár hefur 515 verið sagt upp í 22 hópuppsögnum, á móti 1.454 í 43 uppsögnum í fyrra. Ekki mun þó hægt að slá því föstu að uppsagnahrinan sé að baki. „Má hér nefna að sú hætta er fyrir hendi að seinkunin sem hefur orðið á endurskipulagn- ingu skulda margra fyrirtækja, og hefur þá jafnvel tímabundið komið í veg fyrir að mörg þeirra hafi farið í þrot án þess að staða þeirra hafi í raun breyst til hins betra,“ segir í umfjöllun Grein- ingar. Þá hafi einnig tímabundið verið komið í veg fyrir að mörg þeirra hafi ráðist í frekari upp- sagnir. - óká Í LAUGARDALNUM Greining Íslands- banka segir að seinkun á endurskipu- lagningu skulda fyrirtækja auki á óvissu á vinnumarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hópuppsagnir eru færri það sem af er ári en voru á sama tíma í fyrra: Óvíst um lok uppsagnahrinu VIÐSKIPTI Slitameðferð ALMC, sem áður hét fjárfestingarbank- inn Straumur, lauk í fyrradag. Ný stjórn tók þá til starfa og tekur hún við af skilanefnd sem stýrt hefur bankanum frá því FME greip inn í rekstur- inn. Óttar Páls- son, forstjóri félagsins, á sæti í nýju stjórn- inni. Kröfuhafar Straums eignuð- ust bankann fyrir mánuði. Frétta- blaðið greindi frá því í kjölfar yfirtökunnar að kröfuhafar hefðu verið ánægðir með slitameðferð- ina. Litu þeir til þess að svipuðu skapalóni yrði beitt við uppgjör á Glitni og Kaupþingi. - jab Slitameðferð Straums lokið: Uppgjörið tók eitt og hálft ár ÓTTAR PÁLSSON Málþing um skipulagsþróun Skipulagsfræðinga Íslands efnir til málþings um stöðu og þróun skipu- lagsmála á Íslandi í dag klukkan 10 í sal Þjóðarbókhlöðunnar, 2. hæð. Málþingið er opið. SKIPULAGSMÁL Opinn borgarafundur Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi standa fyrir opnum borgarafundi í Stapa í Reykjanesbæ klukkan 16.30 í dag. Er tilgangur fundarins að hvetja til samstöðu og að þrýsta á um úrbætur í atvinnumálum. REYKJANES Umhverfisverðlaunin 2010 Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefn- ingum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2010. Tilgangur þeirra er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöð- um eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. FERÐAMÁL DÓMSMÁL Karlmaður sem grun- aður er um að hafa ráðist á konu í Hveragerði í lok síðasta mánað- ar og slasað hana alvarlega hefur undirgengist lífsýnatöku eftir úrskurð Héraðsdómur Suðurlands þar að lútandi. Þá hafa fjarskiptafyrirtæki verið skylduð til þess að afhenda lögreglunni upplýsingar um sím- hringingar og SMS-skilaboð úr þremur farsímum sem maðurinn hafði undir höndum. Hann hafði áður neitað lífsýnatöku og aðgangi að upplýsingum. - jss Úrskurður vegna árásar: Gekkst undir lífsýnatöku SVEITARFÉLAGSMÁL Fjöldi stöðugilda sveitarfélaga fækkaði um 190 eða úr 19.430 í 19.240 milli áranna 2009 og 2010. Þetta þýðir um 1% samdrátt í vinnuafli sveitarfélag- anna frá fyrra ári. Greint er frá þessu á vefsíðu Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Þar segir að þegar fjallað sé um stöðugildi sé átt við fjölda starfa miðað við 100 prósenta starfshlut- fall. Fjöldi starfsmanna hjá sveit- arfélögum séu töluvert fleiri en fjöldi stöðugilda gefi til kynna þar sem margir séu í hlutastarfi. Mælingin er gerð í apríl ár hvert og nær til bæði A-hluta og B-hluta sveitarfélaga. Helsta ástæða fyrir fækkun stöðugilda er án efa nauðsynleg hagræðing hjá sveitarfélögum til að bregðast við versnandi fjár- hagsumhverfi þeirra. Almennt hafa sveitarfélög reynt að halda óbreyttu þjónustu- og starfs- mannastigi þrátt fyrir erfiðar kringumstæður í efnahagsmálum og skýrist fækkun stöðugilda frek- ar af því að ekki er endurráðið í stöður frekar en að um uppsagnir sé að ræða. Fjöldi stöðugilda hjá ríkinu hefur einnig fækkað á sama tíma. Þannig hefur fjöldi stöðugilda hjá hinu opinbera fækkað um 800 milli 2009 og 2010. Samband íslenskra sveitarfélaga birtir tölur um fjölda starfa hjá sveitarfélögum: Stöðugildum fækkar um 190 BORGARSTARFSMENN Alls eru 19.240 stöðugildi hjá sveitarfélögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.