Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 10

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 10
10 7. október 2010 FIMMTUDAGUR ALLT FARIÐ Kyle Whitmer frá Pedro í Ohio í rústum heimilis síns sem varð eldi að bráð aðfaranótt mánudags. Fimm létust í brunanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EVRÓPUMÁL Mikið var rætt um sjávarútvegsmál á fundi sameigin- legrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins í Þjóðmenningar- húsinu á þriðjudag. Full trúar Íslands og ESB telja að einna erfið ast verði að ná samkomu- lagi um sjávarútvegsmál í aðildar- viðræðum. Timo Summa, sendiherra og fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB á Íslandi, sagði að umhverfis- og sjávarútvegsmál yrðu erfið í aðildar viðræðum Íslands. „Reynsla Íslands gæti haft góð áhrif á umræður um sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB,“ sagði hann hins vegar og tók fram að ESB gerði sér grein fyrir andstöðu marga Íslendinga við aðild. Cristian Dan Preda Evrópuþing- maður minnti á ályktun Evrópu- þingsins þar sem segir að Íslend- ingar ættu að hætta hvalveiðum. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra sagði að sjávar- útvegsmál yrðu það sem annað hvort gerði samninga mögulega, eða gerði út af við þá. Hann væri ósammála því að flokka hvalveið- ar til umhverfismála, eins og full- trúar ESB gerðu. „Á Íslandi höfum við flokkað hvalveiðar undir sjálfbæra nýt- ingu sjávar,“ sagði Össur; Ísland væri þekkt fyrir að stýra þessum auðlindum sínum án þess að ganga um of á þær. Íslendingar myndu ekki stuðla að því að hvalir yrðu útdauðir frekar en annað. Össur minnti á að í umsóknar- ferli annarra ríkja hefði ESB oft lagað sig að sértækum þörfum umsóknarríkja og minntist á sér- lausn fósturjarðar sendiherrans, Finnlands, í landbúnaði. Þar hefði fólk gert sér grein fyrir því að sameiginlega landbúnaðarstefnan hefði ekki verið gerð með finnskan landbúnað í huga og búið til nýtt hugtak: heimskautalandbúnað. „Og ég held að við munum þurfa álíka lausnir í sjávarútvegi,“ sagði Össur: tal Íslendinga um fullveldi snerist gjarnan í reynd um stjórn yfir fiskimiðunum. Þá sagðist Evrópuþingmaðurinn Pat Gallagher, annar formanna sameiginlegu þingnefndarinnar, vera þeirrar skoðunar að það ætti að vera sérstakur kafli um lítil eyríki í sameiginlegri fiskveiði- stefnu ESB og að stuðla þyrfti að því að skip lönduðu í heimaríkinu, til að skapa þar atvinnu. klemens@frettabladid.is Ísland og ESB munu helst deila um fisk Mikið var rætt um sjávarútvegsmál og hvalveiðar á fundi sameiginlegrar nefndar Alþingis og Evrópuþingsins. Utanríkisráðherra mótmælir því að hvalveiðar séu flokkaðar sem umhverfismál og kallar eftir sérlausnum. ÚR ÞJÓÐMENNINGARHÚSI Í gegnum sameiginlegu þingnefndina eiga þingmenn Íslands og Evrópuþingsins að geta rætt beint við stofnanir ESB og við ríkisstjórn Íslands um hvaðeina sem viðkemur aðildarferli Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Hópuppsagnir í septembermánuði í ár eru tölu- vert færri en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í morgun- korni Greiningar Íslandsbanka í gær. Þá var 87 manns sagt upp störfum í slíkum uppsögnum, en í ár var 21 sagt upp í einni hóp- uppsögn. Greiningardeildin segir hafa verið heldur minna um hópupp- sagnir framan af þessu ári en í fyrra. Í ár hefur 515 verið sagt upp í 22 hópuppsögnum, á móti 1.454 í 43 uppsögnum í fyrra. Ekki mun þó hægt að slá því föstu að uppsagnahrinan sé að baki. „Má hér nefna að sú hætta er fyrir hendi að seinkunin sem hefur orðið á endurskipulagn- ingu skulda margra fyrirtækja, og hefur þá jafnvel tímabundið komið í veg fyrir að mörg þeirra hafi farið í þrot án þess að staða þeirra hafi í raun breyst til hins betra,“ segir í umfjöllun Grein- ingar. Þá hafi einnig tímabundið verið komið í veg fyrir að mörg þeirra hafi ráðist í frekari upp- sagnir. - óká Í LAUGARDALNUM Greining Íslands- banka segir að seinkun á endurskipu- lagningu skulda fyrirtækja auki á óvissu á vinnumarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hópuppsagnir eru færri það sem af er ári en voru á sama tíma í fyrra: Óvíst um lok uppsagnahrinu VIÐSKIPTI Slitameðferð ALMC, sem áður hét fjárfestingarbank- inn Straumur, lauk í fyrradag. Ný stjórn tók þá til starfa og tekur hún við af skilanefnd sem stýrt hefur bankanum frá því FME greip inn í rekstur- inn. Óttar Páls- son, forstjóri félagsins, á sæti í nýju stjórn- inni. Kröfuhafar Straums eignuð- ust bankann fyrir mánuði. Frétta- blaðið greindi frá því í kjölfar yfirtökunnar að kröfuhafar hefðu verið ánægðir með slitameðferð- ina. Litu þeir til þess að svipuðu skapalóni yrði beitt við uppgjör á Glitni og Kaupþingi. - jab Slitameðferð Straums lokið: Uppgjörið tók eitt og hálft ár ÓTTAR PÁLSSON Málþing um skipulagsþróun Skipulagsfræðinga Íslands efnir til málþings um stöðu og þróun skipu- lagsmála á Íslandi í dag klukkan 10 í sal Þjóðarbókhlöðunnar, 2. hæð. Málþingið er opið. SKIPULAGSMÁL Opinn borgarafundur Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi standa fyrir opnum borgarafundi í Stapa í Reykjanesbæ klukkan 16.30 í dag. Er tilgangur fundarins að hvetja til samstöðu og að þrýsta á um úrbætur í atvinnumálum. REYKJANES Umhverfisverðlaunin 2010 Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefn- ingum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2010. Tilgangur þeirra er að beina athyglinni að þeim ferðamannastöð- um eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. FERÐAMÁL DÓMSMÁL Karlmaður sem grun- aður er um að hafa ráðist á konu í Hveragerði í lok síðasta mánað- ar og slasað hana alvarlega hefur undirgengist lífsýnatöku eftir úrskurð Héraðsdómur Suðurlands þar að lútandi. Þá hafa fjarskiptafyrirtæki verið skylduð til þess að afhenda lögreglunni upplýsingar um sím- hringingar og SMS-skilaboð úr þremur farsímum sem maðurinn hafði undir höndum. Hann hafði áður neitað lífsýnatöku og aðgangi að upplýsingum. - jss Úrskurður vegna árásar: Gekkst undir lífsýnatöku SVEITARFÉLAGSMÁL Fjöldi stöðugilda sveitarfélaga fækkaði um 190 eða úr 19.430 í 19.240 milli áranna 2009 og 2010. Þetta þýðir um 1% samdrátt í vinnuafli sveitarfélag- anna frá fyrra ári. Greint er frá þessu á vefsíðu Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Þar segir að þegar fjallað sé um stöðugildi sé átt við fjölda starfa miðað við 100 prósenta starfshlut- fall. Fjöldi starfsmanna hjá sveit- arfélögum séu töluvert fleiri en fjöldi stöðugilda gefi til kynna þar sem margir séu í hlutastarfi. Mælingin er gerð í apríl ár hvert og nær til bæði A-hluta og B-hluta sveitarfélaga. Helsta ástæða fyrir fækkun stöðugilda er án efa nauðsynleg hagræðing hjá sveitarfélögum til að bregðast við versnandi fjár- hagsumhverfi þeirra. Almennt hafa sveitarfélög reynt að halda óbreyttu þjónustu- og starfs- mannastigi þrátt fyrir erfiðar kringumstæður í efnahagsmálum og skýrist fækkun stöðugilda frek- ar af því að ekki er endurráðið í stöður frekar en að um uppsagnir sé að ræða. Fjöldi stöðugilda hjá ríkinu hefur einnig fækkað á sama tíma. Þannig hefur fjöldi stöðugilda hjá hinu opinbera fækkað um 800 milli 2009 og 2010. Samband íslenskra sveitarfélaga birtir tölur um fjölda starfa hjá sveitarfélögum: Stöðugildum fækkar um 190 BORGARSTARFSMENN Alls eru 19.240 stöðugildi hjá sveitarfélögunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.