Fréttablaðið - 07.10.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 07.10.2010, Síða 22
22 7. október 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓRS tjórnlagaþings sem sett verður í febrúar og starfa á í tvo til fjóra mánuði bíða mörg snúin verkefni. Hlutverk þess er að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og á það að hafa niðurstöður þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn verður 6. nóvember til hliðsjónar við verkið. Þessi endurskoðun stjórnarskrárinnar er hluti af þeim lýðræð- isumbótum sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að ráðast í eftir hrun bankanna. Almenningi er ætlað að annast verkið, alþingis- mönnum er beinlínis meinuð seta á stjórnlagaþinginu. Það breytir því hins vegar ekki að stjórnarskránni verður ekki breytt nema með ákvörðun Alþingis. Þarf tvöfalt samþykki til, með kosningum á milli. Í ljósi þess að þingið ákvað að það ætti ekki sjálft aðkomu að stjórnlagaþinginu er sérstakt að þingið í heild eða einstaka þingmenn skuli leggja til breyt- ingar á stjórnarskrá í aðdrag- anda stjórnlagaþings. Síðast var það gert með formlegum hætti í ályktun Atlanefndarinnar en hún var samþykkt með 63 atkvæðum. Í henni er í fyrsta lagi mælt fyrir um almenna endurskoðun stjórnarskrárinnar (sem þingið hafði reyndar löngu ákveðið og þurfti ekki nýja samþykkt til) og í öðru lagi er mælt fyrir um endurskoðun laga sem eiga sér stoð í stjórnarskránni. Á það við um lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm. Í þingumræðunum um landsdómsákærurnar kom ítrekað fram hjá fjölmörgum þingmönnum að málið væri byggt á úreltum lögum sem þyrfti að færa til nútímahorfs. Meðal annars ítrekaði forsætis- ráðherrann þá kunnu skoðun sína að meta bæri kosti og galla þess að afleggja landsdóm. Það verður ekki gert nema með breytingu á stjórnarskrá. Í ljósi þess að öll stjórnarskráin er undir í störfum stjórnlaga- þings bendir allt til þess að um leið og réttað er fyrir landsdómi í fyrsta sinn fari fram ítarlegt mat þar til kjörins þings á tillögum um að leggja beri þann sama landsdóm niður. Alls ekki er útilokað – allt eins bara nokkuð líklegt – að stjórn- lagaþing komist að þeirri niðurstöðu að landsdómsfyrirkomulagið sé úrelt og að betur fari á að fela almennum dómstólum að fjalla um meint embættisbrot ráðherra. Ástæðulaust sé að mál ráðherra fari í annan farveg en annarra. Ástæðulaust sé að Alþingi hafi ákæruvald. Ástæðulaust sé að halda vakandi efasemdum um að mannréttindi séu að fullu virt í málshöfðunum gegn ráðherrum. Dæmið sanni að pólitík og saksókn sé hættuleg blanda, jafnvel skaðleg samfélaginu. Stjórnlagaþing gæti því lagt til við Alþingi að leggja beri lands- dóm niður á sama tíma og mál Geirs Haarde er þar til meðferðar. Það yrðu í meira lagi sérkennileg skilaboð inn í þinghaldið. Verður ákveðið að afleggja landsdóm í miðjum fyrstu landsdómsréttarhöldunum? Stjórnlagaþings- og landsdómssull SKOÐUN Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Mótmælin á Austurvelli sýna mikla örvænt- ingu, reiði og hræðslu við framtíðina. Vand- inn er gífurlegur. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrir tækjum, gjaldþrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Enginn, ég endurtek, enginn stjórnmálamaður leikur sér að því að leggja til 30-40 milljarða króna niðurskurð á velferðarkerfinu. Eng- inn stjórnmálamaður vill sjá nokkra fjöl- skyldu missa heimili sitt á uppboði. Enginn stjórnmálamaður vill sjá íslenskt atvinnulíf í þeim lamasessi sem það er í dag. Þetta er þó sá ömurlegi veruleiki sem við höfum staðið frammi fyrir síðan í október 2008. Síðustu daga hafa fjölmargir tölvupóstar borist til þingmanna. Margir lýsa yfir vantrú sinni á að þingmenn geti yfir höfuð starfað saman. Stjórnvöld standa í einu horninu, stjórnarandstaðan í öðru, hags- munasamtök atvinnurekenda og launþega í því þriðja og lífeyrissjóðirnir í því fjórða, allir með boxhanskana á lofti. Í miðjunni stendur svo almenningur og á honum dynja höggin úr öllum áttum. Því hafa mjög blendnar tilfinningar bærst í mínu brjósti. Ein af spurningunum sem ég hef spurt mig er hvernig stjórn- málamenn Íslendingar vilja. Viljum við stjórnmálamenn sem segja það hreint út að engin kanína sé í hattinum og að engar töfralausnir séu til? Eða viljum við stjórn- málamenn sem segja okkur það sem við viljum heyra? Það er sannfæring mín að það séu til lausnir en þær eru ekki einfaldar. Almenn skuldaleiðrétting er ekki einföld, en hún er framkvæmanleg. Réttlátur niðurskurður í velferðarkerfinu er ekki einfaldur en hann er framkvæmanlegur. Endurreisn atvinnu- lífsins er ekki einföld en hún er framkvæm- anleg. Sanngjörn skipting byrðanna er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Í ályktun þingmannanefndarinnar voru þingmenn hvattir til að sýna heiðarleika, hugrekki og festu. Það viljum við fram- sóknarmenn gera. Við viljum að tekið verði á skuldavanda heimila og fyrir tækja af festu. Dreifa verður byrðunum og allir verða að axla ábyrgð á vandanum af hug- rekki. Ekki bara skuldarar, ekki bara líf- eyrisþegar, ekki bara atvinnurekendur og ekki bara launþegar. Heldur við öll. Skilaboð okkar framsóknarmanna eru því skýr. Við viljum samvinnu um almenn- ar aðgerðir í þágu heimilanna og endur- reisn atvinnulífsins. Við erum reiðubúin til samvinnu við hvern þann sem vill takast á við það mikla verkefni með okkur. Samvinna um skuldavanda og atvinnu Mótmælin Eygló Harðardóttir alþingismaður Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Kitlar bragðlaukana Rangur nefndarfundur? Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingis- maður Samfylkingarinnar, sendi frá sér tilkynningu á sunnudagskvöld um að kalla þyrfti heilbrigðisnefnd Alþingis saman til fundar „vegna hugmynda um verulegan niður skurð á framlögum rík- isins til reksturs heilbrigðis- stofnana víða um land“. Fundur í heilbrigðisnefnd þingsins var haldinn í gær og þar voru fjárlögin á dagskrá. Eins og venja er fjalla fag- nefndir um fjárlögin þegar þau eru að renna sína slóð gegnum þingið. Samkvæmt vef Alþingis er Sig- mundur Ernir ekki lengur einn af nefndarmönnum í heilbrigðisnefnd. Hann er hins vegar einn þeirra sex þingmanna sem mynda meiri- hluta í ellefu manna fjár- laganefnd og þannig í góðri aðstöðu til að hafa mikil áhrif á afdrif málsins í nefndinni. Óháður varaformaður „Við erum ekki hluti af neinu stjórn- málaafli, sagði Ásta Hafberg, sem var að undirbúa mótmæli á Austurvelli í gær, þegar mbl.is tók hana tali. Samkvæmt heimasíðu Frjálslynda flokksins er hún enn skráð varafor- maður þess flokks og sem slík kom hún fram í DV fyrir fáum dögum. En í gær hafði varaformaður Frjálslynda flokksins þetta að segja: „Við ættum að leggja flokkun- um í smá tíma og leyfa þeim að endur- skipuleggja sig í friði.“ peturg@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.