Fréttablaðið - 07.10.2010, Síða 11

Fréttablaðið - 07.10.2010, Síða 11
FIMMTUDAGUR 7. október 2010 11 SAMFÉLAGSMÁL Ríflega 21 millj- ón króna safnaðist í landssöfnun Rauða kross Íslands sem haldin var síðastliðinn laugardag. Þetta er hærri upphæð en safnaðist síðast þegar gengið var til góðs, í hrunvikunni í október 2008, þegar um 18 milljónir söfnuðust. Um 2.500 sjálfboðaliðar gengu í hús á laugardaginn og söfnuðu framlögum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum kemur fram að tekist hafi að heimsækja átta af hverjum tíu heimilum á landinu. Allt söfnunarféð mun renna óskert til verkefna Rauða kross- ins í Afríku. - bj Söfnun RKÍ gekk vel: Söfnuðu ríflega 21 milljón SÖFNUN Söfnunarféð mun nýtast vel í barna- og ungmennastarfi Rauða kross- ins í Malaví og Síerra Leóne. MYND/RKÍ VESTFIRÐIR Bæjarráð Bolungarvík- ur mótmælir harðlega þeirri aðför að heilbrigðisþjónustu á svæðinu sem birtist í fjárlagafrumvarpinu. „Ef sá niðurskurður sem þar er lagður til verður að veruleika gæti það m.a. þýtt að starfsemi hjúkrunardeildar á sjúkraskýlinu í Bolungarvík leggist af, skurð- stofu á Ísafirði verði lokað og fæðingaþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum verði hætt. Niður- skurðurinn vegur að öryggi íbúa á svæðinu,“ segir í fundarbókun ráðsins. -kh Bolvíkingar mótmæla: Aðför að heil- brigðisþjónustu Spyr um kynningarstarf Mörður Árnason, þingmaður Samfylk- ingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra á Alþingi þar sem spurt er um kynningarstarf vegna hvalveiða frá árinu 1998. Meðal annars er spurt um kostnað, að hverjum starfið hefur beinst, og hverjir hafa séð um það. ALÞINGI * Endurgreiðslan er 5,13% m.v. 194,9 kr. lítraverð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu hjá Shell og 4,14% m.v. 193,3 kr. lítraverð á 95 oktana bensíni hjá Orkunni. Sú endurgreiðsla jafngildir 10 kr. á lítra hjá Shell og 8 kr. á lítra hjá Orkunni. Ódýrara eldsneyti fyrir e-korthafa í dag Í dag er 10 króna endurgreiðsla á stöðvum Shell og 8 krónu endurgreiðsla hjá Orkunni fyrir e-korthafa.* Endurgreiðsludagur e-kortsins Þú færð e-kortið í Arion banka. Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins. Endurgreiðslan er greidd út með ávísun í desember. ALÞINGI Svört starfsemi og undanskot frá skatti hafa færst í aukana að undanförnu vegna skattahækkana ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokksins, í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Sigmundur var málshefjandi í umræð- um um skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð sagði að bruggstarf- semi hefði náð nýjum hæðum að undan- förnu því að of langt hafi verið gengið í að skattleggja áfengi. Neyslan hefði ekki minnkað heldur hefðu tekjur ríkisins af áfengissölu minnk- að vegna stærra neðanjarðarhagkerfis. Sigmundur sagði að ef það væri óráð að lækka skatta í þenslu, eins og Stein- grímur J. Sigfússon hefði haldið fram, hlyti að vera óráð að hækka skatta í kreppu. Hann spurði hver stefna ríkis- stjórnarinnar í skattamálum væri. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra var til andsvara. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði haft það að markmiði að fara blandaða leið tekjuöflunar og sparnaðar í glímunni við ríkisfjármálin. Unnið hefði verið markvisst að því við skipulag í skattakerfinu að hlífa þeim tekjulægri. - jhh Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um áhrif skattahækkana á íslenskt hagkerfi: Brugg eykst vegna skattheimtu á áfengi FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Sigmundur Davíð Gunn- laugsson segir að vegna skattlagningar á áfengi hafi bruggstarf- semi náð nýjum hæðum hér á landi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.