Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. október 2010 13 Ritstjóri Bændablaðsins: Hættir vegna ágreinings við útgefendur BLAÐAÚTGÁFA Þröstur Haraldsson, ritstjóri Bændablaðsins, hefur sagt upp störfum vegna ágrein- ings við Bændasamtökin, sem gefa út blaðið. „Ég sagði upp eftir nokkuð langvarandi samstarfs örðugleika við útgefandann,“ sagði Þröstur. „Þeir hafa aðrar skoðanir á því hvernig eigi að reka blöð en ég.“ Ágreiningurinn snerist um sjálf- stæði rit stjórna og verkaskipt- ingu milli útgefanda og ritstjóra. Þröstur vildi ekki fara nánar út í þá sálma. Þótt hann hafi strax hætt ritstjórn mun hann starfa við blaðið út uppsagnarfrestinn, sem rennur út um áramót. Tjörvi Bjarnason hefur tekið við rit- stjórn og ábyrgð á útgáfu Bænda- blaðsins til bráðabirgða. - pg ÞRÖSTUR HARALDSSON Sagði upp vegna samstarfsörðugleika við útgefand- ann. DÓMSMÁL Karlmaður um fimm- tugt sem valdið hefur margsinn- is óspektum og ónæði á Selfossi hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Dómurinn er skilyrtur og skal manninum gert að dvelja á hæli í allt að eitt ár til að venja hann af neyslu áfengis eða deyfilyfja. Maðurinn var ítrekað með læti í matvöruverslunum á staðnum, áreitti starfsfólk, henti vörum að starfsfólki og viðskiptavinum og sparkaði í lögreglumenn. Þá lá hann á dyrabjöllum í fjölbýlishúsi á Selfossi. Þrettán flöskum af matarlit stal hann úr Samkaupum og hafði drukkið hluta af matar- litnum þegar hann var handtek- inn. - jss Matarlitsmaður dæmdur: Skal dvelja á hæli í eitt ár Rekstrarstjóri íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar vill að bærinn selji hoppkastala sem voru hugsaðir til afnota í Akraneshöllinni en hafa verið afar lítið notaðir. Framkvæmdaráð Akranes frestaði því á síðasta fundi sínum að taka afstöðu til málsins. AKRANES Hoppkastalar til sölu EFNAHAGSMÁL Aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt Upplýsingamið- stöð ferðamanna í Reykjavík í septembermánuði en í nýliðnum mánuði. Í tilkynningu kemur fram að alls heimsóttu 29.170 ferða- menn upplýsingamiðstöðina. Heimsóknum hafði fyrir það fækkað um 8,6 prósent fyrstu átta mánuði ársins. Heildarfjöldi heim- sókna stefnir í að verða meiri en 300 þúsund. Takist það verður árið það annað besta hjá upplýs- ingamiðstöðinni frá því mælingar hófust árið 2002. - bj Upplýsingamiðstöð heimsótt: Aldrei fleiri í september Stórhækkun á orkuverði. www.osram.is Allt að 30 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður Halogen sparperur Sparperur LED-perur Góðir sparnaðarvalkostir í stað glóperunna r: Sparaðu núna! Jóhann Ólafsson & Co - umboðsaðili OSRAM á Íslandi frá árinu 1948 Orkuverð hefur stórhækkað að undanförnu sem leiðir til aukinnar greiðslubyrði fyrir fjölskyldur landsins. Minnkaðu áhrif hækkunarinnar á þitt heimili og taktu strax skref til sparnaðar. OSRAM býður upp á fjölmarga valkosti til orkusparnaðar - kíktu til næsta endursöluaðila og skoðaðu úrvalið. Endursöluaðilar um land allt www.osram.is OSRAM býður upp á fjölmarga valkosti til orkusparnaðar Jóh an n Ó laf sso n & C o EVRÓPUMÁL Utanríkisráðherra ræddi afstöðu Evr- ópusambandsins í Icesave-deilunni og hvernig hún hefði dregið úr áhuga Íslendinga á ESB-aðild á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins á þriðjudag. Þetta var eftir að sendiherra ESB á Íslandi hafði vakið athygli á að Icesave-málið væri óleyst. Sendiherrann, Timo Summa, reifaði að lausn deilunnar myndi hafa jákvæð áhrif á ferli aðildar- viðræðna. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra svar- aði því til að það væri vissulega gott að leysa Icesave, en ekki einungis vegna aðildarferlisins. Mátti skilja á ráðherranum að það væri ekki ein- ungis skortur á lausn Icesave-deilunnar sem hefði spillt fyrir aðildarferlinu. Stuðningur Íslendinga við aðild að ESB, mældur í skoðana- könnunum, hefði aukist nokkuð jafnt og þétt uns ESB tók afstöðu með aðildarríkjum sínum, Bret- landi og Hollandi, í Icesave-deilunni. „Hvort sem mér eða ykkur líkar að heyra það eða ekki var það akkúrat þá sem stuðningur við aðild datt niður,“ sagði utanríkisráðherra. Cristian Dan Preda, rúmenskur Evrópuþing- maður, minntist einnig á Icesave á fundinum, en Evrópuþingið hefur ályktað að lausn deilunnar myndi auka stuðning þingsins við aðild Íslands að ESB. - kóþ Utanríkisráðherra svarar fulltrúum ESB á fundi sameiginlegrar þingnefndar: Afstaða ESB til Icesave dró úr áhuganum Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSI Á fundi sameiginlegrar þing- nefndar Evrópuþingsins og Alþingis voru á fjórða tug manna frá Íslandi og meginlandi Evrópu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.