Fréttablaðið - 07.10.2010, Side 13

Fréttablaðið - 07.10.2010, Side 13
FIMMTUDAGUR 7. október 2010 13 Ritstjóri Bændablaðsins: Hættir vegna ágreinings við útgefendur BLAÐAÚTGÁFA Þröstur Haraldsson, ritstjóri Bændablaðsins, hefur sagt upp störfum vegna ágrein- ings við Bændasamtökin, sem gefa út blaðið. „Ég sagði upp eftir nokkuð langvarandi samstarfs örðugleika við útgefandann,“ sagði Þröstur. „Þeir hafa aðrar skoðanir á því hvernig eigi að reka blöð en ég.“ Ágreiningurinn snerist um sjálf- stæði rit stjórna og verkaskipt- ingu milli útgefanda og ritstjóra. Þröstur vildi ekki fara nánar út í þá sálma. Þótt hann hafi strax hætt ritstjórn mun hann starfa við blaðið út uppsagnarfrestinn, sem rennur út um áramót. Tjörvi Bjarnason hefur tekið við rit- stjórn og ábyrgð á útgáfu Bænda- blaðsins til bráðabirgða. - pg ÞRÖSTUR HARALDSSON Sagði upp vegna samstarfsörðugleika við útgefand- ann. DÓMSMÁL Karlmaður um fimm- tugt sem valdið hefur margsinn- is óspektum og ónæði á Selfossi hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. Dómurinn er skilyrtur og skal manninum gert að dvelja á hæli í allt að eitt ár til að venja hann af neyslu áfengis eða deyfilyfja. Maðurinn var ítrekað með læti í matvöruverslunum á staðnum, áreitti starfsfólk, henti vörum að starfsfólki og viðskiptavinum og sparkaði í lögreglumenn. Þá lá hann á dyrabjöllum í fjölbýlishúsi á Selfossi. Þrettán flöskum af matarlit stal hann úr Samkaupum og hafði drukkið hluta af matar- litnum þegar hann var handtek- inn. - jss Matarlitsmaður dæmdur: Skal dvelja á hæli í eitt ár Rekstrarstjóri íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar vill að bærinn selji hoppkastala sem voru hugsaðir til afnota í Akraneshöllinni en hafa verið afar lítið notaðir. Framkvæmdaráð Akranes frestaði því á síðasta fundi sínum að taka afstöðu til málsins. AKRANES Hoppkastalar til sölu EFNAHAGSMÁL Aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt Upplýsingamið- stöð ferðamanna í Reykjavík í septembermánuði en í nýliðnum mánuði. Í tilkynningu kemur fram að alls heimsóttu 29.170 ferða- menn upplýsingamiðstöðina. Heimsóknum hafði fyrir það fækkað um 8,6 prósent fyrstu átta mánuði ársins. Heildarfjöldi heim- sókna stefnir í að verða meiri en 300 þúsund. Takist það verður árið það annað besta hjá upplýs- ingamiðstöðinni frá því mælingar hófust árið 2002. - bj Upplýsingamiðstöð heimsótt: Aldrei fleiri í september Stórhækkun á orkuverði. www.osram.is Allt að 30 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður Halogen sparperur Sparperur LED-perur Góðir sparnaðarvalkostir í stað glóperunna r: Sparaðu núna! Jóhann Ólafsson & Co - umboðsaðili OSRAM á Íslandi frá árinu 1948 Orkuverð hefur stórhækkað að undanförnu sem leiðir til aukinnar greiðslubyrði fyrir fjölskyldur landsins. Minnkaðu áhrif hækkunarinnar á þitt heimili og taktu strax skref til sparnaðar. OSRAM býður upp á fjölmarga valkosti til orkusparnaðar - kíktu til næsta endursöluaðila og skoðaðu úrvalið. Endursöluaðilar um land allt www.osram.is OSRAM býður upp á fjölmarga valkosti til orkusparnaðar Jóh an n Ó laf sso n & C o EVRÓPUMÁL Utanríkisráðherra ræddi afstöðu Evr- ópusambandsins í Icesave-deilunni og hvernig hún hefði dregið úr áhuga Íslendinga á ESB-aðild á fundi sameiginlegrar þingnefndar Alþingis og Evrópuþingsins á þriðjudag. Þetta var eftir að sendiherra ESB á Íslandi hafði vakið athygli á að Icesave-málið væri óleyst. Sendiherrann, Timo Summa, reifaði að lausn deilunnar myndi hafa jákvæð áhrif á ferli aðildar- viðræðna. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra svar- aði því til að það væri vissulega gott að leysa Icesave, en ekki einungis vegna aðildarferlisins. Mátti skilja á ráðherranum að það væri ekki ein- ungis skortur á lausn Icesave-deilunnar sem hefði spillt fyrir aðildarferlinu. Stuðningur Íslendinga við aðild að ESB, mældur í skoðana- könnunum, hefði aukist nokkuð jafnt og þétt uns ESB tók afstöðu með aðildarríkjum sínum, Bret- landi og Hollandi, í Icesave-deilunni. „Hvort sem mér eða ykkur líkar að heyra það eða ekki var það akkúrat þá sem stuðningur við aðild datt niður,“ sagði utanríkisráðherra. Cristian Dan Preda, rúmenskur Evrópuþing- maður, minntist einnig á Icesave á fundinum, en Evrópuþingið hefur ályktað að lausn deilunnar myndi auka stuðning þingsins við aðild Íslands að ESB. - kóþ Utanríkisráðherra svarar fulltrúum ESB á fundi sameiginlegrar þingnefndar: Afstaða ESB til Icesave dró úr áhuganum Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSI Á fundi sameiginlegrar þing- nefndar Evrópuþingsins og Alþingis voru á fjórða tug manna frá Íslandi og meginlandi Evrópu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.