Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 7. október 2010 23 Enn um nýja stjórnarskrá Stjórnarskráin, sem þjóðin samþykkti á Þingvöllum 17. júní 1944, var sniðin eftir dönsku stjórnarskránni og er enn í meginatriðum samhljóða henni. Stjórnarskráin færði forseta Íslands formlegt vald til að veita löggjafar þinginu aðhald og einnig framkvæmdar- valdinu, sama vald og Margrét Danadrottning hefur í Dan- mörku. Valdi forsetans var ætlað að treysta valdmörk og mótvægi í samræmi við hug- myndina um þrískiptingu valds innan ramma þingræðis- ins. Málskotsréttur forsetans samkvæmt stjórnar skránni er skýr eins og Svanur Kristjáns- son prófessor lýsti vel í Skírni 2002, tveim árum áður en mál- skotsréttinum var fyrst beitt í fjölmiðlamálinu 2004. Sigurð- ur Líndal prófessor lýsti mál- skotsréttinum nánar í Skírni 2004, og það gerði einnig Reyn- ir Axelsson dósent í Morgun- blaðinu 2004. Þessum rétti sínum hefði forsetinn getað beitt fyrr og oftar. Af þeirri staðreynd, að málskotsréttin- um var ekki beitt í 60 ár, drógu sumir þá ályktun, að forseta- embættinu væri í reyndinni ætlað að vera valdalaust þvert á orðanna hljóðan í stjórnar- skránni. En það var alröng ályktun. Framkvæmdar valdið hafði að vísu gengið á lagið og lagt að heita má undir sig lög- gjafarvaldið og einnig að miklu leyti dómsvaldið með pólitískri skipan dómara. Stjórnarskráin er eigi að síður alveg skýr. Ákvæðum hennar um vald for- seta Íslands svipar til að mynda til ákvæða í frönsku stjórnar- skránni, og þar hefur forsetinn talsverð völd til mótvægis við þing og ríkisstjórn. Ólík sjónarmið um vald forseta Konungar og drottning Dan- merkur hafa ekki þurft að skipta sér af löggjöf og stjórnar athöfnum þar í landi, þótt stjórnarskrá landsins veiti skýra heimild til slíkra afskipta. Danir eru agaðri og vandari að virðingu sinni og siðum en Íslendingar. Reynsl- an virðist sýna, að Íslendingar þurfi strangari stjórnarskrá en Danir. Undan þeirri stað- reynd verður ekki vikizt, að tveir menn lögðu Ísland nánast undir sig eftir 1995 og tefldu landinu jafnvel í stríð í Írak án þess að spyrja kóng eða prest. Þeir einkavæddu bankana á rússneska vísu, svo sem lýst er í skýrslu Rannsóknarnefnd- ar Alþingis og víðar, og lögðu grunninn að hruninu 2008 með þeim árangri, að gengi krón- unnar hefur frá þeim tíma verið haldið uppi með neyðar- hjálparfé frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og norrænum skatt- greiðendum. Eftir á að hyggja hefði stjórnarskráin þurft að girða fyrir valdníðslu tvímenn- inganna. Því þarf nú að skerpa ákvæði stjórnarskrárinnar um vald forseta Íslands, úr því að valdheimildir hans samkvæmt stjórnarskránni eins og hún er dugðu ekki til. Hér koma ýmis sjónarmið til álita. Í fyrsta lagi má nefna þá skoðun Ólafs Jóhannes sonar, síðar forsætisráðherra, sem hann lýsti í Helgafelli 1946, að setja þurfi sérstakt ákvæði í stjórnarskrána um rétt forseta til að mynda utanþingsstjórn, takist Alþingi ekki að mynda starfhæfa stjórn, svo sem gerð- ist 1942. Ákvæðið þarf að skapa utanþingsstjórninni viðunandi starfsskilyrði með því að gera henni kleift að koma brýnum málum í gegn, til dæmis fjár- lagafrumvörpum. Skoðun Ólafs gengur þó að minni hyggju of skammt. Við hana þarf að bæta heimild handa forset- anum í stjórnarskrá til að vísa til þjóðaratkvæðis ekki aðeins frumvörpum, sem þing- ið samþykkir, svo sem nú er hægt, heldur einnig frumvörp- um, sem þingið hafnar, og það væri nýjung. Þannig gæti forsetinn vísað lagafrumvörp- um utanþingsstjórnar til þjóðar- atkvæðis fram hjá þinginu. Trausti rúið Alþingi gæti þá ekki staðið í vegi fyrir fram- gangi mála vinsællar utanþings- stjórnar. Þriðja sjónar miðið gengur lengst, það sjónarmið Gylfa Þ. Gíslasonar, síðar menntamálaráðherra, sem hann lýsti í Helgafelli 1946, og síðar Vilmundar Gylfa- sonar alþingis manns um 1980, að veita forsetanum vald til að skipa ríkisstjórn, svo að utanþings stjórn að banda- rískri og franskri fyrirmynd yrði reglan, ekki undantekning- in. Ýmsar útfærslur þessara sjónar miða koma til álita og þarf að ræða vandlega við undir búning nýrrar stjórnar- skrár. Stöndum við varnarlaus? Sterk rök hníga bæði að þing- ræði og að valddreifingu milli þings og forseta sem helzta handhafa framkvæmdarvalds- ins. Báðar aðferðir hafa ljósa kosti og galla. Það ræðst af sögulegum aðstæðum, hvorn háttinn vænlegra er að hafa á stjórnskipaninni. Nú, þegar þingræðisskipulagið hefur brugðizt og skilur eftir sig mikinn skaða heima og erlend- is, er rétt að reyna valddreif- ingu, og þótt fyrr hefði verið. Hvað getum við þá gert til að koma í veg fyrir, að flokkarnir leggi undir sig forsetaemb- ættið? Því er vandsvarað. Það myndi hjálpa að segja sannleik- ann um gömlu flokkana. Við höfum átt þrjá farsæla forseta óskylda flokkunum og óháða þeim. Við getum stofnað nýja flokka. En þegar allt kemur til alls, stöndum við berskjölduð frammi fyrir okkur sjálfum. Hvað sem verður megum við aldrei hvika frá frumreglu lýð- ræðisins eins og George Brown utanríkisráðherra Breta lýsti lýðræði: There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be. Þorvaldur Gylfason Prófessor Í DAG Eftir á að hyggja hefði stjórnar- skráin þurft að girða fyrir vald- níðslu tvímenninganna. Því þarf nú að skerpa ákvæði stjórnar- skrárinnar um vald forseta Íslands. Á næstu árum verður ráðist í breytingar á steypuskála við álverið í Straumsvík í því skyni að auka verðmæti framleiðslunnar. Fjárfestingin nemur um 16 milljörðum króna og skapar um 150 ný störf árið 2011. Á sama tíma verða afköst verksmiðjunnar aukin með umfangsmiklum breytingum á kerskálum, sem kallar á 360 ný störf þegar framkvæmdir standa sem hæst á næsta ári. Þessar fjárfestingar Rio Tinto Alcan nema alls um 57 milljörðum króna og framkvæmd þeirra kallar á um 620 ársverk. Rio Tinto Alcan Straumsvík Pósthólf 244 222 Hafnarfjörður Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is Aukin verðmæti í Straumsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.