Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Fimmtudagur skoðun 22 7. október 2010 FIMMTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Svíinn Mikael Lind segir fatastíl sinn einfaldan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Fylgi ákveðnum reglum É g spái ekki mikið í tísku en hef minn stíl.“ segir Mikael Lind, háskólanemi, tónlistarmaður og starfsmaður hjá Eymundsson á Skólavörðustíg. Stílnum lýsir hann sem hversdagslegum og einföldum, en smart. „Ég vil engin merki framan á bolum eða peysum.“Þegar Fréttablaðið hitti á Mikael var hann klæddur í uppáhalds peysuna sína og jakka, en bæði keypti hann á útsölu. „Skórnir eru Bobby Burns, keyptir á útsölu í 17, en galla-buxurnar fékk ég í arf eftir vin minn þegar hann flutti til útlanda. Samsö Samsö jakkinn er vatnsheldur, með hettu og er frekar dýr en ég fékk hann á 70 prósenta afslætti í Fató.“Mikael er frá Södertälje í Svíþjóð. Hann stundar nám í málvísindum við HÍ, vinnur í Eymundsson á Skólavörðustíg og er þessa dagana að búa til plötu. „Hún kemur von-andi út í byrjun næsta árs. Ég spila raftón-list, stundum með klassísku ívafi og nýju plötunni vinn ég með fiðluleikara og fleiri klassískum hljóðfærum,“ útskýrir hann. Mikael er því önnum kafinn en gefur sér þó tíma til að velja saman föt á morgn-ana. „Ég á ákveðið „combo“ sem ég fer til dæmis í í vinnuna og sumt má ekki fara saman með öðru. Það eru ákveðnar reglur í kringum þetta, en þó ekkert um of.“ heida@frettabladid.is Klæðskerameistarinn Kolbrún E. Júlíusdóttir heldur regluleg sauma- námskeið þar sem hægt er að læra að sauma flíkur að eigin vali. Sam- kvæmt könnun á síðunni hennar, saumahonnun.123.is, er mestur áhugi fyrir því að sauma kjóla. Á síðunni eru allar nánari upplýsingar. F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is Sérverslun með Ný sending af leðurskóm og stígvélum Nú fást einnig stígvél með extra vídd yfir kálfa! Rúm FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Kynning 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Rúm veðrið í dag 7. október 2010 235. tölublað 10. árgangur NÁTTÚRUVERND „Maður heyrir að fólki finnist að sérstaklega núna í kreppunni höfum við ekki efni á að hlífa náttúrunni,“ segir Björk Guðmundsdóttir tónlistar- maður í aðsendri grein í Frétta- blaðinu í dag. „En ef við seljum aðgang að auðlindunum og afsölum okkur ábyrgð á náttúrunni erum við um leið að horfa framhjá þeirri leið sem langflestir ráðgjafar hafa ráðlagt okkur að fara: að halda auðlindunum okkar sjálf, að vernda náttúruauðlindir okkar og vera ábyrg í nýtingu þeirra.“ Í greininni hvetur Björk fólk til að fjölmenna á málþing í Háskóla Íslands í dag þar sem Magma-málið verður til með- ferðar. - pg / sjá bls. 26 Björk gagnrýnir Magma-málið: Vill ekki einka- væða auðlindir Vintage-föt á hverju strái Verslunum sem selja notaðan gamlan tískufatnað hefur snarfjölgað síðustu árin. allt 6 VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 NÚ LÁTUM VIÐ HJÓLIN SNÚAST! Dæmi um ÓTRÚLEGA GOTT VERÐ á okkar bílum Range Rover SPORT Ek. 56 þús. Nýskr. 07/06. Ssk. Verð áður: 6.490 þús. kr. OUTLETVERÐ 5.390 þús. kr. FJÓRAR NÝJAR HERRAMANNABÆKUR! www.forlagid.is Á hraðri uppleið Fimmta plata Kings of Leon gæti skotið sveitinni í hæstu hæðir vinsældapoppsins. tónlist 40 Geðheilbrigði eflt Tónleikar til styrktar sjóðnum Þú getur! verða haldnir í kvöld. tímamót 28 LÉTTIR TIL norðan- og austan- lands en sunnan- og vestantil má búast við skúrum. Vindur verður fremur hægur og hiti á bilinu 4 til 12 stig. VEÐUR 4 9 6 9 9 10 RÓIÐ Í RJÓMABLÍÐU Halla Hreggviðsdóttir og Össur Imsland, félagar í Kajakklúbbnum, nutu veðurblíðu gærdagsins á sjókajak við Geldinganes. „Kajakklúbburinn er mjög virkur klúbbur, við róum alltaf saman á laugardögum klukkan tíu en þegar veður leyfir eins og í rjómablíðunni í gær er kjörið að bæta við ferð,“ segir Össur. „Ég reyni að fara að lágmarki einu sinni í viku en helst tvisvar til þrisvar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Malcolm Walker, stofn- andi og forstjóri bresku lágvöru- verðskeðjunnar Iceland Foods, gerði tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum upp á einn millj- arð breskra punda, jafnvirði um tvö hundruð milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbank- ans, sem fer með tæplega sjötíu prósenta hlut í Iceland Foods, leit ekki við því, samkvæmt staðfest- um heimildum Fréttablaðsins. Walker og stjórnendur Iceland Foods eiga 21 prósent í fyrirtæk- inu en skilanefnd Glitnis tíu pró- sent. Ekki liggur fyrir hvort um formlegt eða óformlegt tilboð var að ræða. Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi skilanefndar Landsbank- ans, kannast ekki við að tilboð hafi borist frá Walker. „Þetta er sterkt og gott félag og eðlilegt að menn sýni því áhuga,“ segir hann. Skilanefndin stefni á að selja fyrir tækið þegar forsendur eru til þess og viðunandi tilboð berist. Malcolm Walker stofnaði Ice- land Foods árið 1970. Fyrirtækið var fært undir móðurfélagið Big Food Group um síðustu aldamót og var Walker látinn taka pok- ann sinn. Baugur Group og Fons keyptu félagið árið 2005 ásamt öðrum fjárfestum og gömlu bönk- unum. Samstæðunni var skipt upp og Walker ráðinn til Iceland á ný. Viðsnúningur Walkers á rekstri verslunarinnar þykir með ein- dæmum enda hefur hún malað gull í efnahagsþrengingunum í Bretlandi. Rekstrarhagnaður nam 135,4 milljónum punda, jafnvirði 25,6 milljarða króna, í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Þá námu arðgreiðslur til fyrri eigenda 39 milljörðum króna fyrir þremur árum og var það stærsta arð- greiðsla Íslandssögunnar. Arður var ekki greiddur í fyrra. Þess í stað voru áhvílandi skuldir greiddar upp. Walker sagði, í samtali við breska fjölmiðla fyrr á árinu, verslunina líklega verð- mætustu eign Íslendinga. Viðmælendur Fréttablaðsins eru tvíbentir í afstöðu sinni til tilboðsins. Erfitt sé að verðmeta bresk fyrirtæki nú um stundir og því óvíst hvort einn milljarð- ur punda sé viðunandi fyrir gull- námu á borð við Iceland Foods. Þá kunni eignaverð í Bretlandi að hækka í kringum Ólympíuleik- ana sem haldnir verða í Lundún- um eftir tvö ár. Á móti geti verið hagstætt fyrir skilanefndnina að losa sem fyrst um stórar eignir á borð við Iceland Foods, styrkja lausafjárstöðuna og greiða upp í kröfur, svo sem Icesave-skuldina. jonab@frettabladid.is 200 milljarða tilboði hafnað Stofnandi matvörukeðjunnar Iceland lagði fram tvö hundruð milljarða króna tilboð í fyrirtækið fyrir fjórum mánuðum. Landsbankinn tók því ekki. Verðmæti allra eigna gamla Landsbankans er áætlað 1.177 milljarðar. Í lok júní var áætlað verðmæti allra eigna gamla Landsbankans 1.177 milljarðar króna. Þar af var virði dótturfélaga bankans, sem Iceland Foods fellur undir, metið á 83 milljarða króna. Þetta þykir afar varfærið mat, ekki síst með tilliti til tilboðs Malcolms Walker. Skilanefndin kynnir nýtt verðmat í byrjun desember. Eftir því sem næst verður komist gæti eignastaðan batnað verulega, ekki síst þar sem við bætist krafa skilanefndar á hendur þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg. Verðmiði fékkst á kröfuna í kjölfar samkomu- lags við evrópska seðlabankann í Lúxemborg í júlí. Skilanefndin hefur fram til þessa gert ráð fyrir að geta greitt 89 prósent af forgangskröfum. Ekki er þó útilokað að bankinn geti greitt þær svo til að fullu. Eignir gamla Landsbankans lágt metnar ALÞINGI Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, segist ekki taka þátt í samstarfi við ríkis stjórn á meðan hún stefni í ranga átt í efna- hagsmálum. Ríkisstjórnin hefur boðað fulltrúa stjórnar- andstöðuflokka aftur til fundar í dag til að ræða skuldastöðu heimilanna, en sjálfstæðismenn munu ekki mæta þar. Í tilkynningu frá Bjarna segir hann að þau mál séu komin í óefni sökum mistaka ríkisstjórnar- innar, sem nú vilji að stjórnarandstaðan hlaupi undir bagga. Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki taka þátt í þess háttar samstarfi, heldur vinna að hagsmunagæslu fyrir heimilin á vettvangi þingsins. Hann bætir því við að þjóðin þurfi nýja ríkis- stjórn, „sem starfar á grundvelli endurreisnar- stefnu“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Frétta- blaðið að framsóknarmenn myndu senda fulltrúa á fundinn, en sagðist hóflega bjartsýnn á fram- hald samstarfsins. „Við erum enn tilbúnir að styðja öll góð mál frá stjórninni.“ Þór Saari sagði Hreyfinguna myndu senda full- trúa. „En sporin hræða, því að ríkisstjórnin seg- ist vera búin að ræða þessi mál í eitt og hálft ár og það hefur ekkert komið út úr því enn. En við förum á þennan fund og gefum þessu einn séns enn.“ - þj Framsókn og Hreyfingin ætla að sækja samráðsfund með ríkisstjórninni í dag: Sjálfstæðismenn hunsa fundinn Guðjón á Vestfirði Guðjón Þórðarson er nýr þjálfari 1. deildarliðs BÍ/ Bolungarvíkur. sport 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.