Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 12
12 7. október 2010 FIMMTUDAGUR GEGNUM GYLLTAR DYR Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti býr sig undir að ganga gegnum gylltar dyr í glæsilegum húsakynnum bak við Kremlarmúra í Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UNGVERJALAND, AP Óttast er að eitur leðjan sem lak úr súrálsverk- smiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu. Lögreglurannsókn er hafin á því hvort lekann megi rekja til glæp- samlegra brota á starfsskyldum stjórnenda verksmiðjunnar eða embættismanna. Að minnsta kosti fjórir létu lífið en þriggja var enn saknað síð- degis í gær, tveimur dögum eftir að stífluveggur gaf sig með þeim afleiðingum að rauð þunnfljótandi báxítleðja rann í stríðum straum- um frá verksmiðjunni. Um milljón rúmmetrar streymdu yfir nærliggjandi svæði, ruddu bif- reiðum af vegum, skemmdu brýr og flæddu yfir götur nokkurra þorpa. Í gær var ekki enn vitað hvers vegna stífluveggurinn gaf sig. Viktor Orban forsætisráðherra sagði óhappið hafa komið öllum á óvart, því aðeins tvær vikur eru liðnar frá því farið var yfir öryggis atriði í verksmiðjunni og báxítleðjulóninu. Þá var ekki að sjá að neinu væri ábótavant. Báxítmengaða leðjan er úrgang- ur úr súrálsframleiðslu, en súrál er unnið úr báxíti, sem er álrík steintegund. Enginn leki var lengur úr lón- inu í gær, en unnið var að því að styrkja stífluveggina. Verðir eru á vettvangi til að láta vita ef lekur á ný. Joe Hennon, talsmaður Evrópu- sambandsins, sagði hættu á því að eiturmengunin breiddist til fleiri landa. Hann sagði Evrópusam- bandið reiðubúið að veita Ungverj- um aðstoð ef á þyrfti að halda. Mesta hættan er á að ætandi efnin berist út í Dóná, sem renn- ur til suðurs yfir landamærin til Króatíu, Serbíu, Rúmeníu, Búlg- aríu, Úkraínu og Moldóvu áður en hún berst út í Svartahaf. „Þetta er eitt þriggja verstu umhverfisslysa Evrópu síðustu tuttugu eða þrjátíu árin,“ segir Herwit Schuster, tals maður umh verfisverndarsamtakanna Green- peace. „Það er greinilegt að 40 ferkíló- metra svæði sem að mestu hefur verið notað til landbúnaðar er mengað og ónýtt til lengri tíma,“ sagði hann. Í þýska dagblaðinu Die Welt er haft eftir Ungverja, sem ekki er nafngreindur, að þegar svæðið hefur þornað þurfi ekki annað en að mála á það hvítar línur og þá sé þar kominn stærsti tennis völlur veraldar. gudsteinn@frettabladid.is Mengað til langframa Um fjörutíu ferkílómetra landbúnaðarsvæði í Ung- verjalandi er varla nothæft lengur vegna mengunar frá súrálverksmiðunni, sem rauða leðjan barst frá. Verð frá 5.980 kr. per m2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þéofin teppi sem auðvelt er að þrífa Bjóðum heildarlausnir, þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Við mætum og gerum tilboð í efni og vinnu. Aðeins ei símtal og málið er komið í gang. Teppalagt tækifæri fyrir stigaganga. Nýtið ykkur virðisauka- skattinn! Á rmú l a 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · F a x 533 5061 · www . s t epp . i s rð frá 5.980 kr. per 2 ákomið. duð og litsterk, þéofin teppi sem auðvelt er að þrífa. FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. Á næstu fjármálakvöldum verður námskeið um réttindi lífeyrisþega. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 5 2 5 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum 14. október kl. 20 Útibúið á Laugavegi 77 21. október kl. 20 Útibúið á Akranesi, Þjóðbraut 1 Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál. HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga mótmælir harðlega niðurskurði á heilbrigðisstofnunum sem boðaður er í frum- varpi til fjárlaga 2011. Stjórnin varar við þeim alvarlegu afleiðingum sem svo miklar og bráðar breytingar á heilbrigðisþjónustunni munu hafa fyrir alla landsmenn eins og segir í ályktun frá félaginu. Þar segir að forstöðumenn heilbrigðisstofn- ananna hafi ekki verið hafðir með í ráðum við undirbúning þessarar kerfisbreytingar hvað þá heldur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem þó sé lang fjölmennasta fag- og stéttarfélag heil- brigðisstétta. Að mati stjórnarinnar er alls óljóst hvort Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri geti tekið við þeim auknu verkefnum sem þangað er beint. Þá telur stjórnin að sparnaðurinn af því að flytja verkefni frá landsbyggðarsjúkrahúsum til hátæknisjúkrahúsanna sé með öllu óviss. Stjórn Sjúkraliðafélags Íslands tekur í svip- aðan streng. Í ályktun félagsins segir að áfor- maður niðurskurður, án nokkurs samráðs við verkalýðshreyfinguna, komi harðast niður á heilbrigðisstofnunum og þá sérstaklega á lands- byggðinni. Fjárlögin séu afturhvarf um tugi ára í velferð, þjónustu og þróun byggðar í landinu. Stjórn félagsins krefst þess að ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferðarstjórn leiti ann- arra leiða en að skerða þjónustu við íbúa á lands- byggðinni, aldraða, öryrkja og vinnufæra laun- þega. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands gagnrýna niðurskurð: Vara við alvarlegum afleiðingum niðurskurðar LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru ósáttir við niðurskurð í heilbrigðismálum. Eiturleðjan í Ungverjalandi 20km 12 miles Source: NDGDM Picture: Associated Press Devecser: Two-metre deep sludge floods 19 streets Kolontar: Three killed, probably drowned Budapest VESZPREM GYOR-MOSON- SOPRON Versta umhverfis- slys í sögu Ung- verjalands varð á mánudag þegar þunnfljótandi rauð báxítleðja lak úr súrálsverk- smiðju AUSTURRÍKI SLÓVAKÍA UNGVER JALAND SLÓV ENÍA Búdapest ecser: Tveggja metra djúpt leðjuflóð á 19 götum lontar: Þrír létu lífið Ajka: Milljón rúm- metrar af rauðri leðju láku úr geymslurými í Ajkal Timfoldgyar verksmiðjunni Leðjan: Verður til við vinnslu súráls úr báxíti, sögð innihalda hættuleg ætandi efni Heimild: NDGDM © Graphic News Y R-MOSON - PRON VAS VASZPREM LEÐJAN RAUÐA Flaut yfir heilu þorpin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.