Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 70
 7. október 2010 FIMMTUDAGUR48 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Líklega einhver óvænt- ustu tíðindi í íslenskri knatt- spyrnusögu áttu sér stað fyrir vestan í gær er Guðjón Þórðar- son skrifaði undir samning við 1. deildarlið BÍ/Bolungarvíkur. Það er ansi löng leið frá Stoke City sem Guðjón stýrði í upphafi aldarinn- ar til Ísafjarðar þar sem þjálfar- inn mun nú starfa. „Þetta kom til eins og allt annað og hófst með samtali,“ segir Guð- jón við Fréttablaðið. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að BÍ/Bolungarvík hafi sett sig í sam- band við hann. „Ég er orðinn svo gamall að það kemur mér ekkert lengur á óvart,“ sagði hann í létt- um dúr. Hann var orðaður við sitt gamla félag, KA, en kom síðan öllum á óvart með því að semja við BÍ/ Bolungarvík. „Ég talaði við KA á sunnudaginn en hef það sem vinnureglu að tala ekki um samn- inga sem ég geri ekki. Ég ræddi við þá og er ekkert meira að segja um það,“ segir Guðjón. Honum líst vel á verkefnið sem er fram undan en BÍ/Bolungar- vík vann sér sæti í 1. deildinni nú í haust. Stærsti hluti liðsins muni þó æfa í Reykjavík í vetur. „Stefnan er að gera eins vel og kostur er. Hversu langt það mun fleyta okkur verður að koma í ljós. Flestir leikmenn eru í skóla fyrir sunnan en einhverjir verða fyrir vestan í vetur. Við þurf- um að finna lausn á því en ég á von á að við höldum vestur með lóunni í vor,“ segir Guðjón, sem er spennt- ur fyrir því að starfa í 1. deildinni á ný. Síðast gerði hann það þegar hann var þjálfari ÍA árið 1991. Þá fór hann beint upp með liðið sem varð Íslandsmeistari næstu fimm ár á eftir. „Ég er ekki hræddur við að fara í 1. deildina. Þetta verður spennandi og gaman að fá að takast á við þetta. Hér er jákvætt fólk og góður andi hjá þeim sem standa að þessu.“ Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar BÍ/Bolungar- víkur er ánægður með ráðninguna. „Við höfum aldrei farið leynt með að það er mikill metnaður í fótbolt- anum hjá okkur og þessi ráðning undirstrikar það,“ segir Samúel. Guðjón á von á að þurfa að styrkja leikmannahóp liðsins fyrir næsta tímabil. „Það liggur ekkert fyrir um hvað við gerum í þeim málum eða hvernig. Það verður skoðað,“ segir Guðjón. Athygli vekur að samningur Guðjóns er óhefðbundinn að því leyti að það eru engin tímamörk á honum eins og tíðkast í knatt- spyrnuheiminum. Þetta er því ein- stakur samningur en forráðamenn BÍ/Bolungarvíkur kalla þetta ótímabundinn samning án þess að útskýra það neitt ítarlega. „Guðjón er ráðinn frá og með 15. október og samningurinn er síðan ótímabundinn. Það er samnings- atriði milli okkar og Guðjóns hvernig þessi útfærsla er og samn- ingurinn er trúnaðarmál,“ sagði Samúel. Sjálfur segist Guðjón ánægður með samninginn. „Ég er ekki með neinn tímaramma á mínum samn- ingi eins og flestir á atvinnumark- aðnum. Ég er mjög ánægður með minn samning.“ Guðjón hefur verið farsæll þjálf- ari og sagður vera dýr á fóðrum. Hvernig fer BÍ/Bolungarvík að því að fjármagna þennan samning? „Ég veit ekki hvað Guðjón hefur haft í laun í gegnum tíðina en við erum sáttir við þennan samning og ekkert meira um það að segja. Við höfum í gegnum tíðina haft mörg fyrirtæki á bak við okkur og þau eru enn til staðar. Það eru engir sérstakir aðilar sem standa á bak við þennan samning,“ segir Samúel. - esá, hbg 2-0 KR OG STJARNAN mætast í 1. umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld. KR er spáð titlinum en Stjörnumenn unnu báða leiki sína í Vesturbænum á síðasta tímabili. Aðrir leikir í kvöld eru Keflavík-ÍR og KFÍ-Tindastóll en leikirnir hefjast allir klukkan 19.15. Þjálfaraferill Guðjóns 1987 ÍA 1988-90 KA 1991-93 ÍA 1994-95 KR 1996 ÍA 1997-99 Íslenska landsliðið 1999-2002 Stoke City 2002 Start 2003-04 Barnsley 2005 Keflavík 2005-06 Notts County 2007-08 ÍA 2008-09 Crewe Alexandra 2010-? BÍ/Bolungarvík Óhræddur við 1. deildina Guðjón Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðsins BÍ/Bolungarvík. Hann segist spenntur fyrir verkefninu en hann þjálfaði síðast í 1. deildinni fyrir 20 árum síðan. Athygli vekur að starfssamningur Guðjóns er ótímabundinn. NÝTT UMHVERFI Það verður örugglega sérstakt fyrir Guðjón að stýra liði á Torfnesvelli næsta sumar eftir að hafa stýrt liði eins og Stoke á Wembley. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI U-21 landslið Íslands mætir Skotlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en um er að ræða fyrri leik liðanna af tveimur í umspili um hvort liðið komist í úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku næsta sumar. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari Íslands, er bjartsýnn fyrir kvöld- ið. „Við höfum sýnt það í keppn- inni að við erum með gott lið og þá sérstaklega öfluga sóknar- menn. Skotar eru með heilsteypt og mikið baráttulið sem er dæmi- gert fyrir þá. Hlaupagetan er mikil og þeir berjast allan tímann. Þeir hafa fengið lítið af mörkum á sig en við ætlum ekki að fá á okkur mark á heimavelli og reyna að þvinga eitt eða tvö mörk á þá. Ef það tekst verðum við í góðum málum,“ segir Eyjólfur. „Ég á von á að dagsformið muni ráða miklu og ef við verð- um klárir og rétt stemmdir fyrir leikinn hef ég ekki áhyggjur af okkur.“ - esá U-21 landsliðið spilar í kvöld: Dagsformið ræður miklu GANTAST Á ÆFINGU Það var létt yfir mönnum á æfingu U-21 landsliðsins fyrr í vikunni. Hér fær Guðlaugur Victor Pálsson refsingu frá félögum sínum. FÓTBOLTI Ein skærasta stjarna íslenskrar knattspyrnu um þess- ar mundir er Gylfi Þór Sigurðs- son sem gekk í raðir þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffen- heim í haust. Hann verður í eldlínunni með U-21 landsliði Íslands í kvöld. „Þetta hefur gengið mjög vel en það tekur tíma að aðlagast nýju liði,“ segir Gylfi, sem hefur þegar skorað tvö mörk fyrir liðið, bæði beint úr aukaspyrnum. „Mér hefur gengið vel þegar ég hef fengið að spila og vonandi fæ ég fleiri tækifæri í byrjunarlið- inu á komandi vikum.“ Hann var seldur frá enska lið- inu Reading og segir að það hafi verið erfitt að fara frá liðinu. „Það er ekki alltaf á allt kosið en ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Ég þurfti á áskorun- inni að halda og gat ekki sagt nei við þessu tækifæri.“ - esá Gylfi Þór Sigurðsson: Ánægður í Þýskalandi FÓTBOLTI Stjórn Liverpool hefur tekið kauptilboði bandarísks eignarhaldsfélags í félagið. Núverandi eigendur vilja hins vegar ekki selja en þeir eru í minnihluta í stjórninni. New England Sports Ventures er eigandi hafnaboltaliðsins Boston Red Sox og staðfesti í gær að stjórn Liverpool hefði sam- þykkt tilboðið. Núverandi eigendur, þeir Tom Hicks og George Gillett, telja hins vegar tilboðið óásættanlegt og munu fara með málið fyrir dómstóla til að reyna að koma í veg fyrir söluna. Mikil átök voru í stjórn félagsins í fyrradag þar sem þeir Hicks og Gillett reyndu að reka tvo úr stjórninni. Það tókst þeim ekki. NESV sagði í yfirlýsingu í gær að það vildi búa Liverpool traust- an fjárhagslegan grundvöll til framtíðar, til að mynda með því að greiða upp skuldir sem Hicks og Gillett skrifuðu á félagið við yfirtöku þeirra á sínum tíma. „Markmið okkar er að koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima á bæði í Englandi og Evr- ópu, þar sem það mun keppa um og vinna titla,“ segir í yfirlýsing- unni. Staða Hicks og Gilletts er ekki sterk þar sem tæplega 300 millj- óna punda skuld mun falla á Liverpool verði hún ekki greidd fyrir 15. október. - esá Tekist á um Liverpool: Eigendurnir vilja ekki selja JOHN HENRY Eigandi Boston Red Sox sem vill nú kaupa Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Þorgerður Anna Atla- dóttir er aftur gengin til liðs við Stjörnuna. Hún hélt til Danmerk- ur í sumar en sneri aftur heim þar sem lið hennar þar, FIF, lenti í fjárhagserfiðleikum. Þorgerður sagði að valið hefði staðið á milli að fara annað hvort í Val eða Stjörnuna, sem hún lék með áður. „Þetta var mjög erfið ákvörðun en ætli hjartað hafi ekki ráðið þarna för,“ sagði hún við Fréttablaðið. Hún hefur skrifað undir eins árs samning og stefnir á að komast aftur að í atvinnumennskunni. - esá Þorgerður Anna Atladóttir: Valdi Stjörnuna fram yfir Val KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar KR töpuðu í gær sínum fyrsta leik á tímabilinu í Iceland Express-deild kvenna í gær þegar fyrsta umferð- in fór fram. Haukar lögðu KR á heimavelli sínum með minnsta mun, 65-64. KR stillir upp mikið breyttu liði frá síðustu leiktíð en var spáð 2. sæti deildarinnar, á eftir Keflavík. Haukum var spáð þriðja sætinu en þeir höfðu betur í gær. KR náði drjúgri forystu í upphafi leiks en Haukum tókst að minnka muninn fyrir leikhlé. Þeir tóku svo forystu í upphafi fjórða leikhluta og héldu henni allt til loka. Meistaraefnin í Keflavík unnu Njarðvík á útivelli, 82-77, og Grindavík vann Fjölni, 70-67. Þá vann Hamar sigur á Snæfelli, 92- 71. - esá Tímabilið í Iceland Express-deild kvenna hófst í gær: Meistararnir töpuðu STIGAHÆST Íris Sverrisdóttir skoraði 20 stig fyrir Hauka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.