Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.10.2010, Qupperneq 8
8 7. október 2010 FIMMTUDAGUR Dalshrauni 13 og Grensásvegi 48, sími 578 9700 Tilboð helgarinnar Ungversk gúllassúpa Kálfa T-bone steik Ostakökur H :N m ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA Þitt sjónarmið á erindi Framboðsfrestur rennur út á hádegi 18. október 2010 Stjórnlagaþing - Borgartúni 24 – 105 Reykjavík – sími 422-4400 - www.stjornlagathing.is - www.kosning.is - www.landskjor.is Stjórnlagaþing 2011 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki FÓLK Borgarlögmaður skoðar nú mál fjölskyldunnar sem Orkuveit- an aftengdi kalda vatnið hjá í síð- ustu viku. „Við leituðum til skrifstofu borgar stjóra í þeirri von að Jón Gnarr gæti leyst úr þessu máli. Aðstoðarkona hans sagði að málið væri komið til skoðunar hjá borgar- lögmanni, sem myndi gefa umsögn um það innan tíðar,“ segir Ingi- björg R. Þengilsdóttir, sem býr nú við það ásamt eiginmanni sínum, Jóni Jóhanni Jóhannssyni, og tólf ára syni að hafa ekkert renn- andi vatni í íveruhúsi sínu í Perlu- hvammi á Álfsnesi. Hjónin ætla að byggja einbýlishús á landinu og búa nú til bráðabirgða í vinnuskúr sem þau tengdu við gamla kalda- vatnslögn sem tilheyrir lóðinni. Undanfarin ár hafa nemend- ur Waldorf-skólans komið á land hjónanna til að stunda þar nám í lífsleikni undir leiðsögn kennara sinna. „Það gat nú ekki hafa farið framhjá starfsmönnum Orku- veitunnar að hingað kom á hverj- um degi í síðustu viku langferða- bíll með um fimmtíu manna hóp. Samt aftengdu þeir vatnið,“ segir Ingibjörg, sem kveður skólastjóra Waldorf-skólans hafa hringt í lög- mann Orkuveitunnar. „Skólastjórinn útskýrði að þessi lokun bitnaði á börnunum. Úr varð að Orkuveitan sendi hópnum um sextíu hálfs lítra brúsa af drykkjar- vatni og um tonn af öðru vatni. Það kom að vísu of seint fyrir hópinn því við vorum búinn að bjarga þessu í millitíðinni. En syni mínum finnst þetta vatn æðislegt,“ segir Ingibjörg. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækinu hafa borist spurnir í síðustu viku af skólahópi sem var á ferð í Perluhvammi. Hópurinn hafi reiknað með að komast í kalt vatn og ekki vitað af vandkvæð- um á því. „Því var bjargað,“ segir Eiríkur Varðandi deiluna sjálfa segir Eiríkur það vera grundvallar- sjónarmið að viðskiptavinir eigi að njóta jafnræðis. „Skyldur og rétt- indi eru býsna glöggt skilgreind í lögum og reglugerð að mati OR, sem telur sig vera að vinna eftir þeim,“ segir hann og vísar í bréf sem OR sendi lögmanni hjón- anna um miðjan september. Þar segir að hús sem tengt hafi verið kaldavatnsheimæð á lóðinni hafi verið fjarlægt og heimæðin síðan aftengd. „Síðar er komið með vinnuskúr inn á lóðina og kaldavatnsæðin endurtengd og vatnstaka hafin. Sú aðgerð, það er að tengja sig inn á kaldavatnslögn og hefja vatns- töku án umsóknar til Orkuveitunn- ar, er óheimil og breytir þar engu hvort heimæð er í eigu lóðarhafa eða Orkuveitunnar,“ segir í bréfi fyrir tækisins. gar@frettabladid.is Aftengd vatnslögn til borgarlögmanns Fjölskyldan sem Orkuveitan aftengdi neysluvatnið hjá leitaði ásjár borgarstjóra, sem vísaði málinu til borgarlögmanns. Orkuveitan kom með drykkjarvatn á brúsum og vatn í kari handa skólabörnum sem heimsóttu staðinn á föstudag. HJÓNIN Í PERLUHVAMMI Neita að senda umsókn til Orkuveitunnar vegna tengingar við kaldavatnslögn og borga tilheyrandi tengingargjald og annan kostnað. Þau bera vatn í fötum úr Leirvogsá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PAKISTAN, AP Bandaríkjamenn báð- ust í gær afsökunar á loftárás 30. september í Pakistan skammt frá landamærum Afganistans. Tveir pakistanskir hermenn létu lífið í árásinni, sem gerð var úr þyrlum sem flogið var yfir landamærin frá Afganistan. Fljótlega eftir árásina lokuðu Pakistanar landamærahliðinu í Torkham, sem hersveitir NATO hafa notað til að flytja mikilvæg- ar birgðir yfir til Afganistans. Það var sendiherra Bandaríkj- anna í Pakistan sem baðst afsök- unar fyrir hönd bandarískra stjórnvalda. David Petraeus, yfir- maður herliðs Bandaríkjanna og NATO í Afganistan, sendi einnig frá sér samúðarkveðju. Bandaríkjaher segist hafa talið pakistönsku hermennina vera uppreisnarmenn, sem Banda- ríkjamenn töldu sig vera að elta uppi. Upphaflega var talið að þrír pakistanskir hermenn hefðu farist í árásinni, en einn þeirra reyndist vera lífshættulega særð- ur og lifði af. Þrír aðrir pakist- anskir hermenn særðust. - gb Sameiginleg rannsókn Bandaríkjamanna og Pakistana á nýlegri loftárás: Bandaríkin biðjast afsökunar LOKUÐ LANDAMÆRI Pakistanar hafa undanfarna daga lokað mikilvægri birgðaflutningaleið við landamæri Afganistans og Pakistans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.