Fréttablaðið - 07.10.2010, Side 40

Fréttablaðið - 07.10.2010, Side 40
 7. OKTÓBER 2010 FIMMTUDAGUR Ella stillanlegt rúm 160x200 með náttborðum Verð nú frá kr. 371.070,- Liam rúm 160x200 með náttborðum Verð nú frá kr 150.375,- Starlux 160x200. Verð nú frá kr. 115.200,- Medipocket 160x200 Verð nú frá kr. 131.850,- Reykjavík, Mörkin 4, Sími: 533 3500 Veljið íslenskt þar sem verð, gæði og fagmennska fara saman. LYSTADÚN MARCO Enginn er betri íslensk hönnun og framleiðsla MEDILINE HEILSURÚM Hjá Lystadún Marco starfar sjúkraþjálfari einu sinni í viku sem aðstoðar viðskiptavini við val á dýnum. „Mitt hlutverk er að hjálpa fólki að finna þá dýnu sem hentar best, með það í huga að hún lagist vel að líkama þess og veiti góðan stuðning,“ segir Kristín Gísladóttir og bætir við að fólk sé vegna ólíks vaxtarlags og líkams- þyngdar með mismunandi þarfir. „Þannig getur par þurft á mjög ólíkum dýnum að halda, annað kannski mjúka en hitt aðeins stíf- ari dýnu,“ útskýrir hún og bætir við að einnig geti aldur, líkams- ástand, sjúkdómar og stoðkerfis- vandamál spilað inn í. „Þeir sem þjást af gigt eða verkjum í hálsi eða baki geta þurft sértækar lausnir, svo dæmi séu tekin.“ Kristín segist gefa sér góðan tíma til að fara yfir málin með við- skiptavinum og hlýða á sögu þeirra áður en dýnurnar eru skoðaðar. „Ég læt fólk leggjast í rúmin til að sjá hvernig dýnan tekur við líkam- anum en það skiptir öllu máli.“ Mediline dýnulínan gerir að- lögun rúmsins að einstaklingun- um mun auðveldari, þar sem úr- valið er mikið og auðvelt er að púsla dýnum með mismunandi eiginleika saman. Hún getur þess að utan við- talstímans á fimmtudögum milli klukkan 16 og 18 sé starfsfólk verslunarinnar boðið og búið til að aðstoða. „Ég er búin að veita starfsfólk Lystadún-Marco þjálf- un til að hjálpa viðskiptavinn- um við valið með framangreinda þætti í huga. Vilji fólk nákvæm- ari upplýsingar er alltaf hægt að leita til mín á fimmtudögum.“ Aðstoðar við val á dýnum Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari leiðbeinir viðskiptavinum við val á hentugri dýnu og fleiru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nú hefur Lystadún Marco sett á markað nýja samhæfða línu af heilsurúmum sem nefnd er Mediline, en þetta er íslensk hönnun og framleidd hér á landi þar sem trygg gæði, gott verð og fjölbreytni voru höfð að leiðarljósi. „Fólki gefst kostur á að velja um margar gerðir, stærðir og fjór- tán stífleika af dýnum til að upp- fylla ólíkar þarfir og því ættu allir að finna rúm við sitt hæfi,“ segir Valdimar Grímsson, framkvæmda- stjóri Lystadún Marco í Mörkinni 4, en rekstur fyrirtækisins hefur snú- ist um framleiðslu og sölu á heils- urúmum og dýnum síðan árið 1949 og hefur veitt viðskiptavinum sínum góða og fjölbreytta þjónustu allar götur síðan. „Viðskiptavinir geta valið á milli Standard- eða Deluxe-útgáfu af rúm- unum. Í stöðluðu útgáfunni bjóðast fimm ólíkar grunndýnur: svæða- skipt Pocket-springdýna sem trygg- ir hámarks stuðning, stíf eða mjúk svæðaskipt Latex-dýna, sem fylg- ir líkamanum þétt eftir og jafnar þar með líkamsþunga mjög vel, hin mjúka Medicare og svo þrýstijöfn- unardýna úr Celsius hitavirku efni sem lagar sig einstaklega vel að lík- amanum. Ofan á „deluxe- eða lúxus- útgáfuna bætast svo við þrjár gerð- ir af yfirdýnum, sem má skipta um eftir þörfum: Supersoft-, Celsius- og Latex-dýna,“ bendir hann á og segir að ekki sé framleitt eða selt hér á landi jafn fjölbreytt úrval af heilsu- dýnum. Hægt er að velja um tvær mis- munandi grunndýnur í tvíbreitt rúm, og yfirdýnur eftir því sem við á, þótt þær séu í eina og sama dýnu- verinu. Þetta er gert þar sem pör geta verið með mjög ólíkar þarfir, sem ræðst meðal annars af misjöfnu vaxtarlagi og líkamsþyngd. En með því að hafa dýnurnar í einu og sama verinu, er komið í veg fyrir að þær gliðni í sundur á nóttunni auk þess sem minni hreyfingar berast á milli dýnanna sem geta valdið svefntrufl- unum. Rennilásar eru á dýnuver- um sem auðveldar þrif, auk þess sem viðhald og breytingar á dýnum verður aðgengilegra. Þá eru jafnframt tvær gerðir af rúmbotnum í boði að sögn Valdi- mars. „Botnarnir eru okkar eigin framleiðsla og fást annað hvort í svörtu eða hvítu leðurlíki og ljós- um eða dökkbrúnum löppum. Fólki standa líka til boða tvær gerðir raf- magnsbotna frá ítalska framleiðand- anum Nottinblu á sanngjörnu verði og þeim er hægt að púsla saman við Mediline-línuna, en í tvíbreið- um rúmum geta notendur haft hvor sína stillinguna á botninum.“ Valdimar segir fimm ára ábyrgð vera á Mediline-heilsurúmunum. „Það er í samræmi við reglur Evr- ópusambandsins sem kveða á um að hafi vara enst í fimm ár geti hún ein- faldlega ekki verið gölluð. Reglurn- ar leyfa af þeim sökum ekki lengri ábyrgð heldur en fimm ár.“ Við þetta bætir hann að í versl- un Lystadún Marco fáist jafnframt allir fylgihlutir fyrir rúm. „Við erum með breitt og gott úrval af koddum, sængurverum og fleiru og allt saman er á sérafslætti fyrir þá sem festa kaup á rúmum hjá okkur,“ segir hann og tekur fram að allar nánari upplýsingar sé að finna á vef- síðunni www.lystadun.is. Klæðskerasniðnar lausnir Að sögn Valdimars býður Mediline-heilsulínan upp á lausnir sem ekki hafa þekkst áður á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hægt er að velja um nokkrar gerðir af grunndýnum og yfirdýnur að auki í Deluxe-útgáfunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.