Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 56
36 7. október 2010 FIMMTUDAGUR Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna, furðar sig á ummælum sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lét falla um listamenn á Alþingi í vikunni. Í umræðu um fjárlagafrum- varp gagnrýndi Ásbjörn 35 millj- óna króna hækkun listamanna- launa sem gert er ráð fyrir á næsta ári. Lét hann eftirfarandi orð falla: „Af hverju geta þessir listamenn ekki farið að vinna og komið sér bara í eðlilega vinnu eins og allt venjulegt fólk?“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að framlag ríkisins hækki úr 373,8 milljónum upp í 408,8 millj- ónir, eða um 9,4 prósent. Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að listamenn hafi aldrei áður þurft að verjast þess- um sjónarmiðum frá Alþingi. Hún ætlar Ásbirni ekki að hafa horn í síðu listamanna, en hann þekki greinilega ekki eðli starfs- ins. „Hann áttar sig ekki á því að ef það væri enginn að skapa list í landinu þá værum við ekki sú menningarþjóð sem við státum af. Við, þjóðin og Alþingi Íslendinga, höfum komið okkur saman um að búa til launasjóði fyrir listamenn til að tryggja að það verði áfram til menning. Sú list sem búin er til í dag verður menningararfur framtíðarinnar.“ Kolbrún bætir því við að menn- ing og listir skili sínu til þjóðar- búsins, því samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðu opinberrar rannsóknar er heildarvelta menn- ingar og lista í hagkerfinu 81 milljarður á ársgrundvelli. „Við erum að byggja undir þessar skapandi greinar því að í þeim er framtíðarsamfélagið fólgið,“ segir hún að lokum. - þj 36 menning@frettabladid.is Íslenski dansflokkurinn frum- sýnir í kvöld sýninguna Trans- aquania – Into Thin Air. Verkið varð til í samvinnu Ernu Ómars- dóttur, Damiens Jalets og Gabrí- elu Friðriksdóttur. Erna Ómars- dóttir segir verkið eins konar þróunarsögu. „Transaquania – Into Thin Air er framhald af verkinu Transaquania – Into the Blue sem við settum upp í fyrra í Bláa lóninu. Í því verki bjuggum við til goðsagnakennd- an heim og sögðum frá skrímslum og verum í lóninu. Núna eru þær komnar upp á þurrt land. Minningin um vatn er enn til staðar en vatnið er horfið. Því fannst okkur áhugavert að vinna með þyngdarafl og súrefni í fram- haldi af fyrra verkinu, meira með- vitað en maður gerir vanalega. Því lögmálin ofanjarðar eru auð- vitað allt önnur en í vatni,“ segir Erna Ómarsdóttir danshöfundur og dansari. Sagan sem er sögð í verkinu er ævintýraleg og hún kannar „hið viðkvæma jafnvægi og hinn þunna þráð milli hins efnislæga, hins líkamlega og hins ljóðræna,“ eins og segir í fréttatilkynningu dansflokkksins. „Þetta er í raun ævintýri sem fjallar um ættbálk sem er stans- laust að aðlaga sig umhverfinu og stökkbreytist í sífellu. Þannig er aðlögunarhæfni eitt umfjöllun- arefnanna. Verurnar berjast við náttúruöflin og upplifa fimm til sex hamfarir á dag,“ segir Erna og bætir við að legið hafi ljóst fyrir frá því í fyrra að framhald yrði á sögunni um verurnar í lóninu. Erna er höfundur verksins ásamt Damien Jalet dansara og danshöfundi og Gabríelu Frið- riksdóttur myndlistarmanni. Hún segir þau þrjú hafa unnið hug- myndina og söguna saman, þau Damien sjái svo um að færa hana yfir í dansinn en Gabríela í bún- inga og leikmuni. Ásamt Gabríelu sér Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir um leikmuni og búninga. „Við erum samferða í öllu ferða- laginu. Svo má ekki gleyma þætti tónlistarmannanna Bens Frosts og Valdimars Jóhannessonar og þá ekki síðu dansaranna sem taka virkan þátt í sköpuninni.“ Sýningarár Íslenska dansflokks- ins hefst á sýningunni Trans- aquania – Into Thin Air og verður verkið sýnt á stóra sviði Borgar- leikhússins. sigridur@frettabladid.is Skrímslin eru komin á land Á ÞURRU LANDI Transaquania – Into Thin Air er annað verkið sem Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir semja um goðsagnakenndan heim kynjavera Bláa lónsins. MYND/GOLLI Annað verk eftir Ernu Ómarsdóttur verður á fjölunum í Reykjavík á næstu dögum. Það er verkið Teach Us to Outgrow Madness sem sýnt verður tvisvar í Norðurpólnum á sunnudag, klukkan 15 og 18. Þar er það hluti af sviðslista- hátíðinni Keðju sem hefst annað kvöld. Verkið fjallar um fimm norrænar konur og leitast við að rannsaka og skoða sambandið sem er á milli kvenna sem búa í nánu sambýli, hvort sem það eru systur, nunnur, nornir, bestu vinir, meðlimir í sértrúarsöfnuði eða konur fjölkvænismanna. Verkið sam- einar tónlist, frásögn og dans á hrylliega frelsandi máta segir á heimasíðu hátíðarinnar www.kedja.id.is. Önnur sýning á Transaquania – Into Thin Air er einmitt opnunarsýning þeirrar hátíðar föstudagskvöldið 8. október. TEACH US TO OUTGROW MADNESS Myndlist og andóf er umfjöllunar- efni málþings sem haldið verður í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 20. Málþingið er liður í dagskrá undir yfirskriftinni Imagine Peace, sem endurspeglar friðar- og kærleiks- boðskap John Lennon og Yoko Ono. Á málþinginu verður fjallað um samfélagslega gagnrýni í mynd- list og pólitíska virkni myndlistar- manna, bæði í sögulegu samhengi og í samtímanum. Löng hefð er fyrir því að myndlistarmenn taki á samfélagslegum málefnum og beiti sér gegnum list sína í pólit- ískum málum. Jón Proppé list- heimspekingur stýrir málþing- inu en auk hans hafa framsögu þær Hildur Hákonardóttir, Stein- unn Gunnlaugsdóttir og Ósk Vil- hjálmsdóttir. Andóf í myndlist HVAÐ BÝR Í PÍPUHATTINUM? Lifandi leikvöllur fyrir börn og fullorðna verður sýndur í Útgerðinni, Grandagarði 16, 9. og 10. október. Verkið er unnið af fjórum listamönnum, sem allir sækja innblástur í sögurnar um Múmínálfana. Enn deilt um listamannalaun ÁSBJÖRN ÓTTARSSON KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Blóðnætur - kilja Åsa Larsson Íslenzkir þjóðhættir Jónas Jónasson Kvöldverðurinn - kilja Herman Koch Arsenikturninn - kilja Anne B. Ragde Ertu Guð, afi? Þorgrímur Þráinsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 29.09.10 - 05.10.10 Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbøl/Agnete Frills Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg Leyndarmál annarra - ljóðabók. Þórdís Gísladóttir Ranghugmyndin um guð Richard Dawkins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.