Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Board Wallhugger stillanlegt rúm. Vinsælasta stillanlega rúmið. Fæst í nokkrum stærðum. Verð 2x80x200 cm með okkar bestu IQ-Care heilsudýnu, 479.900 kr. IQ-Care heilsudýnur. Gerð úr svæðisskiptu þrýstijöfnunarefni frá Belgíu. Fæst í öllum stærðum og tveim stífleikum. Verð Queen 153x203 cm á íslenskum botni: 179.900 kr. Íslenskur höfuðgafl 84.900 kr. (Sé keypt rúm fæst 20% afsláttur af höfuðgafli.) Saga heilsudýna. Gerð úr svæðisskiptu pokagormakerfi með þrýstijöfnunarefni. Fæst í flestum stærðum. Verð Queen 153x203 cm á íslenskum botni: 129.900 kr. Þór heilsudýna. Gerð úr tvöföldu svæðisskiptu pokagorma kerfi með þrýstijöfnunarefni. Fæst í flestum stærðum. Verð Queen 153x203 cm á íslenskum botni: kr 149.900 kr. Svefn og heilsa í Listhúsinu í Laugardal leggur megin- áherslu á heilsudýnur í hæsta gæðaflokki á verði sem á sér vart hliðstæðu. Upphaf Svefns og heilsu má rekja tæp tuttugu ár aftur í tím- ann. „Ég bjó í Bandaríkjunum í sex ár og ákvað að kaupa mér há- gæða heilsudýnu. Þar sem ég var á leiðinni heim keypti ég nokkr- ar dýnur fyrir vini og kunningja og þær mæltust svo vel fyrir að áður en varði var ég farinn að fytja inn fleiri gáma og opnaði á endanum verslun í kringum starf- semina,“ segir Sigurður Matthías- son, eigandi og stofnandi Svefns og heilsu. Allt frá upphafi hafa heilsudýn- ur verið í öndvegi í versluninni. „Vinsælasta og ein besta heilsu- dýnan sem við bjóðum upp á er IQ- CARE sem hentar mjög vel á stillan- leg rúm. Þær eru svæðisskiptar og með sérstöku þrýstijöfnunar- efni sem þróað er í Belgíu,“ segir Sigurður og bætir við að hann hafi sjálfur tekið þátt í þeirri þróun. „Í seinni tíð höfum við hannað há- gæða heilsudýnur sjálf og látið framleiða þær fyrir okkur úti í heimi,“ segir Sigurður og bætir við að þannig geti hann boðið upp á verð sem erfitt sé að keppa við. „Tvær nýjustu heilsudýnur okkar heita Þór og Saga,“ segir hann og tekur verðdæmi. „Queen-stærð af Sögu kostar aðeins 129.900 krónur með botni og fótum.“ Dýnurnar Saga og Þór eru byggðar upp eftir sömu forskrift og bestu heilsudýnur í heimi. „Þær skiptast í sjö svæði með sjálfstæðu gormakerfi og þrýstijöfnunarefni sem mótast eftir líkamanum,“ út- skýrir Sigurður. En hvað endast svona dýnur lengi? „Fimm til tíu ára ábyrgð er á öllum dýnum en þær endast yfirleitt mun lengur,“ svarar Sig- urður. „Síðan erum við með stillan- leg rúm af ýmsum gerðum með þráðlausri fjarstýringu og nuddi. Einnig hægindasófa og stóla á mjög góðu verði,“ segir hann og bendir að lokum fólki á að gera gæða- og verðsamanburð áður en gerð eru kaup á dýnum. „Ef fólk gerir það er kosturinn augljós.“ Heilsudýnur í fyrirrúmi Rúmbotnar undir dýnur Svefn og heilsu eru allir smíðaðir og bólstr- aðir á Íslandi. „Þegar kreppan skall á ákváðum við að það væri betri kostur að framleiða rúmbotn- anna hérna heima,“ segir Sigurður, sem stofnaði verksmiðju og hefur nokkra fullgilda smiði í vinnu við rúmbotnasmíðina sem fram fer á Kletthálsi þar sem lagerinn er til staðar. Sigurður segir starfsemi verksmiðjunnar ganga mjög vel. Íslenskir rúmbotnar framleiddir á Íslandi Sigurður Matthíasson, eigandi Svefns og heilsu, stofnaði verslunina fyrir nítján árum og hefur alla tíð lagt áherslu á heilsudýnur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í versluninni er einnig að finna úrval fallegra rúmfata. Svefn og heilsa stofnaði fyrir nokkru verksmiðju þar sem fullgildir smiðir smíða rúmbotna í gríð og erg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.