Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 41

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 41
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2010 Board Wallhugger stillanlegt rúm. Vinsælasta stillanlega rúmið. Fæst í nokkrum stærðum. Verð 2x80x200 cm með okkar bestu IQ-Care heilsudýnu, 479.900 kr. IQ-Care heilsudýnur. Gerð úr svæðisskiptu þrýstijöfnunarefni frá Belgíu. Fæst í öllum stærðum og tveim stífleikum. Verð Queen 153x203 cm á íslenskum botni: 179.900 kr. Íslenskur höfuðgafl 84.900 kr. (Sé keypt rúm fæst 20% afsláttur af höfuðgafli.) Saga heilsudýna. Gerð úr svæðisskiptu pokagormakerfi með þrýstijöfnunarefni. Fæst í flestum stærðum. Verð Queen 153x203 cm á íslenskum botni: 129.900 kr. Þór heilsudýna. Gerð úr tvöföldu svæðisskiptu pokagorma kerfi með þrýstijöfnunarefni. Fæst í flestum stærðum. Verð Queen 153x203 cm á íslenskum botni: kr 149.900 kr. Svefn og heilsa í Listhúsinu í Laugardal leggur megin- áherslu á heilsudýnur í hæsta gæðaflokki á verði sem á sér vart hliðstæðu. Upphaf Svefns og heilsu má rekja tæp tuttugu ár aftur í tím- ann. „Ég bjó í Bandaríkjunum í sex ár og ákvað að kaupa mér há- gæða heilsudýnu. Þar sem ég var á leiðinni heim keypti ég nokkr- ar dýnur fyrir vini og kunningja og þær mæltust svo vel fyrir að áður en varði var ég farinn að fytja inn fleiri gáma og opnaði á endanum verslun í kringum starf- semina,“ segir Sigurður Matthías- son, eigandi og stofnandi Svefns og heilsu. Allt frá upphafi hafa heilsudýn- ur verið í öndvegi í versluninni. „Vinsælasta og ein besta heilsu- dýnan sem við bjóðum upp á er IQ- CARE sem hentar mjög vel á stillan- leg rúm. Þær eru svæðisskiptar og með sérstöku þrýstijöfnunar- efni sem þróað er í Belgíu,“ segir Sigurður og bætir við að hann hafi sjálfur tekið þátt í þeirri þróun. „Í seinni tíð höfum við hannað há- gæða heilsudýnur sjálf og látið framleiða þær fyrir okkur úti í heimi,“ segir Sigurður og bætir við að þannig geti hann boðið upp á verð sem erfitt sé að keppa við. „Tvær nýjustu heilsudýnur okkar heita Þór og Saga,“ segir hann og tekur verðdæmi. „Queen-stærð af Sögu kostar aðeins 129.900 krónur með botni og fótum.“ Dýnurnar Saga og Þór eru byggðar upp eftir sömu forskrift og bestu heilsudýnur í heimi. „Þær skiptast í sjö svæði með sjálfstæðu gormakerfi og þrýstijöfnunarefni sem mótast eftir líkamanum,“ út- skýrir Sigurður. En hvað endast svona dýnur lengi? „Fimm til tíu ára ábyrgð er á öllum dýnum en þær endast yfirleitt mun lengur,“ svarar Sig- urður. „Síðan erum við með stillan- leg rúm af ýmsum gerðum með þráðlausri fjarstýringu og nuddi. Einnig hægindasófa og stóla á mjög góðu verði,“ segir hann og bendir að lokum fólki á að gera gæða- og verðsamanburð áður en gerð eru kaup á dýnum. „Ef fólk gerir það er kosturinn augljós.“ Heilsudýnur í fyrirrúmi Rúmbotnar undir dýnur Svefn og heilsu eru allir smíðaðir og bólstr- aðir á Íslandi. „Þegar kreppan skall á ákváðum við að það væri betri kostur að framleiða rúmbotn- anna hérna heima,“ segir Sigurður, sem stofnaði verksmiðju og hefur nokkra fullgilda smiði í vinnu við rúmbotnasmíðina sem fram fer á Kletthálsi þar sem lagerinn er til staðar. Sigurður segir starfsemi verksmiðjunnar ganga mjög vel. Íslenskir rúmbotnar framleiddir á Íslandi Sigurður Matthíasson, eigandi Svefns og heilsu, stofnaði verslunina fyrir nítján árum og hefur alla tíð lagt áherslu á heilsudýnur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í versluninni er einnig að finna úrval fallegra rúmfata. Svefn og heilsa stofnaði fyrir nokkru verksmiðju þar sem fullgildir smiðir smíða rúmbotna í gríð og erg.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.