Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 74
 7. október 2010 FIMMTUDAGUR54 golfogveidi@frettabladid.is G O LF & H EI LS A Orka og úthald Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþrótta- meiðslum. 1939 Nokkrum atriðum þarf að huga að svo við höfum næga orku til að sinna daglegu lífi og til að hafa aukaorku til að geta spilað golf, skrifar Magni Bernhardsson. - Svefn - Meðal svefntími hjá fólki er í kringum 6 tímar á dag, en mælt er með 7-8 klukkutím- um svo líkaminn geti náð að byggja sig upp og hlaðið batteríin fyrir næsta dag. Ef við erum undir of miklu álagi hækkar hormónið cortisol, við það missum við orku sem við þurfum á að halda fyrir næsta atriði sem er líkamsrækt. - Líkamsrækt - Við höfum öll notað afsökunina „ég hef ekki tíma“ en við verðum að gefa okkur tíma fyrir einhvers konar líkamsrækt eftir að golfgöngutúr- arnir eru komnir í vetrarfrí. Gerum eitthvað í vetur sem byggir upp úthald og gefur okkur meiri orku. Það er erfiðast að koma sér af stað svo best er að fá vin eða maka með sér í heilsuátakið, þannig eru minni líkur á að við hættum og gefumst upp. Munið að það er nóg að æfa í um það bil 30 mínútur annan hvern dag til að ná góðum árangri. - Næring – Reynum að borða mat sem gefur okkur góða orku og borðum um það bil 5-6 mál- tíðir með jöfnu millibili yfir dag- inn. Sælgæti og vörur með hátt sykurhlutfall eru orkuþjófar, gefa okkur falska orku í stuttan tíma. Munið að drekka nægilegt magn af vatni yfir daginn og forðast of mikla kaffi- og gosdrykkju. Höfundur starfaði með PGA-golfkenn- ara, Justin Stout, í Bandaríkjunum árið 2007 við að hreyfi- og styrktargreina nemendur hans ásamt því að nota kírópraktískar aðferðir til að auka hreyfanleika iðkenda. Kylfingur.is hefur ákveðið að blása til átaks þar sem vallarmet- um á öllum golfvöllum landsins verður safnað saman. Á næstu vikum munu öll vallarmet úr hverjum landsfjórðungi fyrir sig verða birt á síðunni; fyrst af Suður nesjum. Farið verður hring- inn þar til allir golfvellir Íslands hafa skilað inn vallarmetum. Kylfingur.is hvetur alla golf- klúbba landsins til að senda vallar metin úr sínum golfklúbb- um, (af öllum teigum), á veffang- ið jjk@vf.is. - shá Kylfingur.is í átaki: Öllum vallar- metum safnað LEIRAN Vallarmet íslenskra kylfinga verða loksins skráð á einn stað. Öfugt við það sem margur heldur þá eru haldin golfmót reglulega á íslenskum golfvöllum þrátt fyrir að veður og vindar geri slíkt mótahald erfitt á stundum. Á heimasíðu Golfsambands Íslands, golf.is, eru 43 mót fyrir- huguð það sem eftir lifir árs. Flest eru þau skráð í október, til dæmis stendur GR fyrir mótaröð í október; Opnu mótaröðinni þar sem keppt er sex sinnum (ef veður leyfir). Það er staðfest í mótaskrá GSÍ að Austfirðingar eru duglegastir við mótahald. Fram kemur að Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs stendur fyrir golfmóti Schnill- inganna á aðfangadag jóla og hjá Golfklúbbi Hornafjarðar er ráð- gert að halda Áramótastemningu. Já, þann 31. desember. - shá Mót enn í gangi: Golf um jól og um áramótin HÖFÐINGJAR Þessi mynd er tekin 31. janúar 2006 og er til marks um að golfiðkun er ekki bundin við sumarmán- uðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ER ÁRIÐ þegar sem það var skráð til bókar að kylfingur færi holu í höggi á íslenskum golfvelli. Það var Halldór Hansen læknir sem það gerði á á gamla GR- vellinum, þar sem nú er Kringlan í Reykjavík. ER ÁRIÐ sem stofnaður var félagsskapur þeirra sem höfðu farið holu í höggi. Stofnfélagar voru níu karlmenn og ein kona. Félagið nefndu þau Einherja. 1967 Hólmsvöllur í Leiru verður opin fram eftir vetri og nú hefur vall- argjaldið á vellinum verið lækk- að fyrir þá kylfinga sem ekki eru meðlimir GS. Frá og með 4. október var vallargjaldið lækk- að niður í 1.990 krónur. Við þetta falla vinavallasamningar úr gildi, eins og greint er frá á kylf- ingur.is. Veðurspá er óvenju hagstæð fyrir komandi mánuð og verður því hægt að leika golf við góðar aðstæður lengur en oft áður. Opið verður inn á sumarflatir á Hólms- velli og er hægt að panta rástíma ef hentar. - shá Vetrargolf: Opið fram eftir vetri í Leiru Það voru þeir Páll Guðmundssson, Bent Russel, Gunnar Kristjánsson, Magn- ús Álfsson og Friðrik Clausen sem fengu þá hugmynd að byggja upp golfvöll í Grundarfirði árið 1995. Í framhaldi af því stofnuðu þeir klúbbinn Vestarr og myndaði hópurinn fyrstu stjórn hans. Fyrsti formaður var Páll Guðmunds- son. Fyrsta verk stjórnar var að semja við Njál Gunnarsson í Suður-Bár um landið þar sem Bárarvöllur var síðar byggður. Hannes Þorsteinsson golfvallarhönn- uður var fenginn til að hanna 18 holu golfvöll, enda menn stórhuga strax í upphafi. Fyrsta árið fór vel af stað og félagar strax fyrsta árið 49 talsins. Félag- ar eru 117 í dag. Þórður Magnússon gjaldkeri segir að félags- starfið sé fyrst og síðast unnið í sjálfboðavinnu. Völlurinn hefur tekið breyt- ingum og verið bættur jafnt og þétt. Hins vegar liggur fyrir að 18 holu völlur verður ekki byggður. Hins vegar stendur til að leggja metnað, og tilfallandi fé til framkvæmda, í að gera 9 holu völlinn sem fyrir er betri. Að sögn Þórðar er völlurinn vannýttur en hann telur hagstætt fyrir golf- klúbbana á Snæfellsnesi, en þeir eru fjórir, að ráðast í kynningarátak fyrir ferðamenn. Það sé nærtækt þar sem ríkt samstarf sé á milli þeirra nú þegar. Golf á landsbyggðinni: Vestarr í Grundarfirði 3. HOLA Sú fallegasta á vellinum. Hún er 426 metra par 5 af gulum teig og 367 af rauðum. MYND/GOLFKLÚBBURINN VESTARR Það dylst engum sem leikur golf á Íslandi að sífellt rýmri tími gefst til golfið- kunar. Golfklúbbarnir opna fyrr á vorin og spilað er á sumarflötum langt fram á haust – eða jafnvel allan veturinn. Hannes Þorsteinsson golfvalla- hönnuður hefur fylgst náið með þróun golfíþróttarinnar á Íslandi undanfarin 35 ár. Hann segir það liggja í augum uppi að breytt veðrátta hér á landi eigi stór- an þátt í því hversu miklu leng- ur hægt er að leika golf en annað kemur til sem skiptir ekki síður máli, en það er aukin fagmennska við allt sem viðkemur umsjón golfvallanna. Hannes er einn þeirra sem stofnuðu Golfklúbbinn Leyni á Akranesi, þá þrettán ára gam- all. Hann hefur því alist upp með íslensku golfi og séð þær miklu breytingar sem hafa orðið á til- tölulega stuttum tíma. „Hér hafa orðið byltingar með fárra ára millibili. Hér var áhugamennska ríkjandi lengi vel og sumarstarfs- menn ráðnir til að sjá um allt sem viðkom umsjón vallana. Skólarnir þurftu að klárast áður en nokkuð var gert, sagði einhver í gríni. Ég held að sannleikskorn felist í því,“ segir Hannes. „Þá þurfti mann á sláttuvél og einhvern til að dreifa ódýrum áburði.“ Hannes segir að á stuttum tíma hafi orðið til atvinnumennska í íslensku golfi. Til sögunnar komu atvinnumenn í golfkennslu, fram- kvæmdastjórn og við umhirðu vallanna. Sama má segja um golf- skálana sem hafa verið byggð- ir og þar sem menntaðir kokkar hafa tekið að sér veitingasölu. „Það má rekja þetta til áranna á milli 1990 og 2000. Þá fór hópur manna í nám sem sást fljótlega á íslensku völlunum,“ segir Hann- es sem telur að á milli 40 og 50 manns hafi lært golfvallarfræði. Langflestir hafa sótt til Elmwood College í Skotlandi, virtasta skóla Bretlandseyja í þessu fagi. „Það hentar vel. Skoski skólinn, ef svo má segja, leggur áherslu á að viðhalda því náttúrulega. Þeir nota til dæmis lítið sem ekkert af áburði, en síðast var borið á gamla völlinn í St. Andrews árið 1987. Þar er verið móta þéttan svörð; en bændur sjá um að rækta gras,“ segir Hannes hlæjandi. „Þetta var okkar strákum kennt en vestan hafs hafa menn frekar mótað landið eftir sínu höfði.“ Hannes hefur sjálfur hannað á milli 30 og 40 golfvelli á Íslandi. „Þetta hef ég haft að leiðarljósi í minni hönnun; að leggja vellina í landið. Enda er heiður að fá að leggja nýjan golfvöll í íslenskri náttúru.“ svavar@frettabladid.is Fagmennska bylti golfinu URRIÐAVÖLLUR Golfklúbburinn Oddur státar af einum alfegursta golfvelli á Íslandi. Hannes Þorsteinsson hannaði völlinn frá grunni eins og fjölmarga aðra velli hér á landi. Urriðavöllur var vígður árið 1997. MYND/GSÍ ■ Hér á landi hafa um 40 til 50 einstaklingar sótt sér- staka golfvallarmenntun til Elmwood Collage í Cupar í Skotlandi. ■ Gera má ráð fyrir að um 231 golfhola sé fyrir hverja 100 þúsund íbúa á Íslandi, sem er heimsmet. Næst á eftir kemur svæði í Kanada með um 63 holur fyrir hverja 100 þúsund íbúa. ■ Rekstrarkostnaður 18 holu vallar er um 12-25 milljónir á ári. ■ Uppbygging hverrar golfholu er áætlaður um tíu milljónir. ■ Leikhæfur völlur er tilbúinn svo vel megi vera eftir 3-5 ár. ■ Það eru fyrst og fremst vallarsveifgras, túnvingull og rýgresi sem sáð er í teiga hér á landi. ■ Til eru klúbbar hér á landi sem taka sýni eða láta taka jarðvegssýni af mismunandi svæðum golfvallarins og láta greina fyrir sig erlendis. Þannig eru dæmi um það að sýni séu tekin á flötum og greind hjá TurfCare Group Irish Turfcare Ltd – AnaLync og leiðbeiningar fengnar um áburðardeifingu út frá niðurstöðum efnarannsókna. ■ Loftun vallar er mikilvæg til að losa um þéttan jarð- veginn án þess að eyðileggja grassvörðinn. Þetta auð- veldar aðgang róta að vatni og næringarefnum. Loftun er framkvæmd þegar jarðvegurinn er í meðallagi rakur. Heimild: Ásdís Helga Bjarnadóttir, Golfvellir - umhirða og við- hald, niðurstöður könnunar sem gerð var meðal golfvallarstarfs- manna, Rit Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 8. (2006). Eitt og annað um golfvallarfræði ÁTJÁNDA Í GRAFARHOLTI Fátt ef nokkuð er eins mikilvægt og góðar flatir. Hér reynir á fagmennskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is Nú þegar farið er að dimma úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín á næturnar til að auðvelda blaðberum Pósthússins aðgengi að póstlúgu. Með fyrirfram þökk, Pósthúsið dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra dreifinga Blöð og tímarit Bréfasendingar Markpóstur Fjölpóstur Vörudreifing Plöstun blaða og nafnamerking Munum eftir að kveikja útiljósin! Við látum það berast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.