Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 24
24 7. október 2010 FIMMTUDAGUR Nú liggur það fyrir að Alþingi reyndist ófært um að leiða uppgjör við þjóðina vegna hruns- ins til lykta. Sú niðurstaða sem varð í atkvæðagreiðslunni á Alþingi að ábyrgð og sök er felld á einn mann misbýður almennri réttlætiskennd. Núverandi for- sætisráðherra sagði um skýrslu og tillögur þingmannanefndar- innar að hún vonaðist til að þær yrðu til að „róa almenning“. En var það tilgangurinn með öllu saman – að róa þjóðina tíma- bundið? Ég fullyrði að almenn- ar væntingar voru meiri og háleitari. Að almennt hafi fólk að minnsta kosti vonast eftir lyktum sem ættu meira skylt við réttlæti og sanngirni – hvar sem það annars skipar sér í stjórnmálaflokk. Margir vonuð- ust jafnvel eftir niðurstöðu sem væri til þess fallin að eyða land- lægri tortryggni og vantrausti – skapa einhvers konar sátt og leggja grundvöll að endurreisn samfélagsins. Þess í stað hefur vonin sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vakti um heiðarlegt uppgjör hrunsins snúist upp í andhverfu sína og inni á Alþingi ganga ásakanir á milli þing- manna um undirmál og pólitískar ofsóknir, brigsl um svik og heit- ingar af ýmsum toga. Afleiðing- in er skert starfshæfni þingsins, nú þegar brýnustu viðfangsefnin þola enga bið – þau sem snúa að daglegu brauði, framtíð og heill fjölmargra fjölskyldna. Ástæða alls þessa er hvernig Alþingi hélt á málinu frá upphafi til enda. Ef ætlunin var raunverulega að gera á heiðarlegan hátt upp við þjóðina hlut Alþingis og stjórnsýslunnar í hruninu þá átti í fyrsta lagi að leita aðstoð- ar utan þings og fela óháðum aðilum að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og gerð tillagna um viðbrögð lög- gjafarsamkomunnar við henni – í stað þess að Alþingi ætlaði sér það ofverk að rannsaka og dæma í eigin sök. Í öðru lagi átti ekki að einskorða viðbrögðin við „úrræði“ laga um ráðherra - ábyrgð og þriggja ára fyrning- arfrest þeirra og loks áttu fyrr- um samstarfsmenn ráðherranna fjögurra – sem þingsályktun- ar tillagan um Landsdóm tók til – ekki að taka þátt í atkvæða- greiðslu um ákærurnar. Þeir áttu að sitja hjá eða víkja sæti. Í desember 2009 þegar lagt var fram frumvarp til breytinga á lögunum um rannsóknarnefnd Alþingis (m.a. um lengingu skilafrests) urðu umtalsverðar umræður um þá tilhögun að sér- stök „þingmannanefnd“ tæki við keflinu þegar rannsóknarnefnd Alþingis lyki vinnu sinni. Nánar tiltekið átti sú nefnd að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og gera tillögu um viðbrögð þingsins, byggt á þeirri forsendu að í skýrslunni yrði að finna faglega greiningu á ástæðum bankahrunsins sem „þyrfti að liggja til grundvallar almennu pólitísku uppgjöri málsins.“ Síðan, eftir atvikum átti það jafnframt að vera hlutverk þing- mannanefndarinnar „að móta afstöðu til ábyrgðar í málinu að því marki sem það er hlutverk þingsins.“ Í umræðum á Alþingi um þetta mál var ítrekað bent á að þingmenn væru ekki færir um að leggja hlutlaust mat á eigin störf, formanna sinna og sam- starfsmanna heldur væri nauð- synlegt að hlutlausir aðilar kæmu að vinnslu málsins. Að vísu voru það aðeins þingmenn Hreyfingarinnar sem höfðu uppi þessar mótbárur og þeir voru kveðnir í kútinn m.a. með brigslyrðum um að þeir væru með orðræðu sinni og tillögum um að hafa annan hátt á að grafa undan tiltrú og trausti á Alþingi! – Þetta voru að mínu mati fyrstu „mistök“ Alþingis í þess- um málum – að ætla sjálfu sér að rannsaka sjálft sig og meta sök. Ástæðan er sú að skýrsla rannsóknarnefndarinnar felur í sér ávirðingar á Alþingi sjálft, m.a. fyrir vanrækslu á aðhalds- og eftirlitsskyldu þess. Þing- mannanefndin segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé „áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórn- sýslu, verklagi og skorti á form- festu“ eins og segir í tillögu til þingsályktunar (um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis 2010). Þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni kom á daginn að hún hafði aflað viðamikilla upplýsinga og gagna sem góðu heilli vörp- uðu ljósi á aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Að þeim niðurstöðum fengnum lá fyrir skýrari mynd af flókinni og þvældri röð atburða, aðgerða og athafnaleysis. – Að auki, svo sem ráð var fyrir gert í lögunum um nefndina, sendi hún fjölda til- kynninga um mál þar sem grun- ur lék á um refsiverða háttsemi tengda starfsemi fjármálafyrir- tækja til sérstaks saksóknara – þar sem mál eru nú í rannsókn og allt óljóst enn um saksókn, hvað þá hvernig málum muni reiða af fyrir dómi. Jafnframt lýsti nefndin mati sínu á því – svo sem henni hafði verið falið – hverjir kynnu að bera ábyrgð á hugsanlegum mis- tökum í aðdraganda bankahruns- ins og hefðu sýnt af sér „van- rækslu“ í störfum sínum. Niðurstaða rannsóknarnefndar- innar var sú að það væru fyrrv. þrír seðlabankastjórar og fyrrv. forstj. Fjármálaeftirlitsins auk þriggja ráðherra. Samtals 7 manns. – Þessir allir töldust hafa (með nánar tilteknu athafnaleysi hvers um sig) látið „hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008.“ Eftir að þingmannanefndin tók til starfa vakti hún bréflega athygli saksóknara á þessum niður stöðum hvað varðaði bankastjórana og forstjórann. Saksóknari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu snemmendis að „að svo stöddu (væri) ekki tilefni til að efna til sakamálarannsókn- ar“ á hendur þessum fjórum, eins og segir frá í skýrslu þing- mannanefndarinnar. Þar segir þó ekkert um rök eða ástæður hans fyrir þessari niðurstöðu. – Þessir virðast því vera lausir allra mála. Ég mun halda áfram og fjalla í sérstakri grein um önnur og þriðju mistök Alþingis. Réttlætiskennd misboðið Landsdómur Jónína Bjartmarz lögfræðingur og athafnakona AF NETINU Hrun miðstéttarinnar Skilgreiningar á andófsfólki mánu- dagsins fara hjá kjarna málsins. Andófið einkenndist ekki af nazist- um, hvítliðum, anarkistum, jafnvel ekki venjulegu fólki eins og það er kallað. Allir eru venjulegt fólk. Munurinn á þessu andófi og bús- áhaldabyltingunni er, að miðstétt- irnar eru sýnilegri en áður. Fólk, sem var góðu vant, er að missa allt. Þess vegna var mikið af jeppum í miðbænum á mánudagskvöldið. Hrunið grisjar miðstéttirnar. Svo er önnur saga, að blóðlykt sogar að sér hýenur og hrægamma. Nýnaz- istar og Heimdellingar læðast á vettvang, þegar þeir finna blóðlykt. En þeir einkenna ekki andófið. jonas.is Jónas Kristjánsson Miklu meiri erlenda hjálp Það eina sem hefur bjargað landinu á síðustu tveimur árum eru sér- fræðingar AGS, án þeirra væri allt hér í kaldakoli. Það munu ekki allir taka undir með fjármálaráðherra að það verði gleðidagur þegar AGS fer og íslenskir pólitíkusar taka við. Við þurfum ekki minni erlenda hjálp heldur miklu meiri. Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir þessu, því fyrr tekst okkur að komast úr úr þessum erfiðleikum. Svo er athyglisvert að fylgjast með hvernig áróðursmaskínur stjórn- málastéttarinnar og fjölmiðlar hamra á að allt sé hér skuldastöð- unni og nýju bönkunum að kenna þegar landinu hefur verið breytt í eitt mesta láglaunaland í Norður- Evrópu. Skuldavandinn er afleiðing en ekki orsök, lág laun og léleg hagstjórn er hin raunverulega orsök sem ekki má tala um. blog.eyjan.is/angrigeir Andri Geir Arinbjarnarson Taktu þátt í ljósmyndasamkeppni Fr éttablaðsins og þú átt möguleika á þ ví að komast á forsíðu næsta helgar blaðs og vinna glæsileg verðlaun. Þema m yndarinnar er „Fólk um haust“. Sigurvegarinn fær gjafabréf fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum Icelan d Express í Evrópu auk þess sem sigu rmyndin verður á forsíðu Fréttablaðsins lauga rdaginn 9. október. Verðlaun fyrir an nað og þriðja sæti eru gjafakort frá Þjóðleikhúsinu fyrir tvo á almenna sý ningu. Myndir skal senda á ljosmyndakeppn i@frettabladid.is, til hádegis föstud aginn 8. október. Hver ljósmyndari má senda eina myn d inn, fyrsta myndin gildir. Tilkynnt verður um val forsíðumynd arinnar um miðjan dag á föstudag. Prýðir þín mynd forsíðuna um helgina? www.visir.is/ljosmyndasamkeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.