Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.10.2010, Blaðsíða 62
42 7. október 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Leikstjóri 300 og Watchmen, Zack Snyder, hefur verið ráðinn leik- stjóri næstu Superman-myndar- innar. Það er Chris Nolan, heilinn á bak við endurreisn Leðurblöku- mannsins, sem mun framleiða myndina, en það hefur lengi stað- ið til að reisa við Ofurmennið, dáð- ustu ofurhetju allra tíma. Bryan Singer gerði heiðarlega tilraun og kvikmynd hans með Brandon Routh og Kevin Spacey var alls ekki vond, hún var bara ekki nógu góð með heldur barnalegum endi. Snyder hefur unnið þrekvirki með ákaflega stíliseraðar kvik- myndir og ljóst að handbragð hans verður vel þegið á kórdreng- inn Clark Kent. Það var vefsíð- an Deadline.com sem greindi frá ráðningu Snyders en það er David Goyer sem mun skrifa handritið að myndinni. Goyer þessi á einmitt einnig heiðurinn af handritum Batman Begins og Dark Knight. Á imdb.com er greint frá sögu- þræði myndarinnar en hann ku víst vera á þá leið að Clark hafi þvælst um allan heim í leit að sjálf- um sér en þegar hann snýr aftur til Metropolis áttar hann sig á því að þar er hans heimili. Ekki er þó ljóst hvort þessi söguþráður sé réttur. Leikstjóri fundinn LEIKSTÝRIR OFURMENNINU Zack Snyder hefur verið ráðinn leikstjóri næstu kvik- myndar um Ofurmennið. The Hangover 2 fer í tökur seinna í þess- um mánuði. Þetta kemur fram í við- tali Empire við leikstjórann Todd Phill- ips. Phillips er reyndar mjög upptekinn maður ef marka má Empire því hann mun á næstunni frumsýna vegagamanmynd- ina Due Date með Robert Downey Jr. í aðalhlutverkinu. En aftur að framhaldinu af The Hangover, sem varð óvænt einhver vinsælasta mynd ársins 2009. Samkvæmt Phillips er ráðgert að myndin gerist í Bangkok og Los Angeles og leikstjórinn lofar mjög óvæntum uppákomum. Hann staðfestir jafnframt að þeir Zach Galifianakis, Bradley Cooper og Ed Helms snúi aftur í hlutverk hinnar heilögu þrenningar sem lenti í hinum ótrúlegustu hremmingum. Þá mun herra Chow í meðförum Ken Jeong einnig mæta á svæðið á nýjan leik. Phillips virðist hafa einstakt lag á að þefa uppi gott grín því hann leikstýrði einnig Old School, einni fyndnustu mynd Frat Pack gengisins ógurlega með Vince Vaughn, Will Ferrell og Wilson-bræðurna í broddi fylkingar og hefur nú uppgötvað heila kynslóð af fyndnum mönnum á borð við Galifian- akis. Phillips var hins vegar spurður að því hjá blaðamanni Empire hvort hann hræð- ist ekki framhaldsmyndina: „Ég sá Meet the Fockers, ég veit alveg hvað við erum að fara út í en við setjum markið hátt.“ - fgg Timburmenn tvö tekur á sig mynd SETUR MARKIÐ HÁTT Phillips ætlar ekki að gera sömu mistök og gerð voru í Meet the Fockers þegar The Hangover 2 verður gerð. George Clooney er án nokk- urs vafa eini sanni gullkálf- urinn í Hollywood. Áhrifa- meiri leikari og leikstjóri er vandfundinn um þessar mundir í draumaborginni en sjálfur nýtur hann lífsins við Como-vatn á Ítalíu. Nýjasta kvikmynd Clooney, The American, verður frumsýnd hér á landi um helgina. Myndin segir frá leigumorðingjanum Jack sem heldur til á Ítalíu og undirbýr sig fyrir síðasta drápið. En Jack gerir grundvallarmistök, hann vingast við prest og fer á fjörurnar við þokkadís, nokkuð sem gæti afhjúp- að hver hann í raun og veru er. Leikstjóri The American er Anton Corbijn en í öðrum hlutverkum er að mestu leyti ítalskir leikarar. Saga Clooney er, þegar á heild- ina er litið, algjört öskubuskuæv- intýri. Sagan segir að Clooney hafi búið í skáp á meðan hann var að koma sér á framfæri í Hollywood en það verður að teljast fremur hæpið. Hins vegar er það satt og rétt að Clooney skrapaði botninn í kvikmynda- og sjónvarpsbrans- anum. Hann fékk hlutverk í kvik- myndum á borð við The Return of the Killer Tomatoes, Predator: The Concert og Red Surf en þar lék hann einmitt á móti eldri systur Michelle Pfeiffer, Dedee Pfeiffer. En hún er hvað þekktust í dag fyrir að vera ansi mikið húðflúruð. Clooney gafst hins vegar ekkert upp, lék meðal annars í ellefu þátt- um af Roseanna þar sem hin þétt- vöxnu Roseanne Conner og John Goodman voru ansi fyrirferðar- mikil. Og þetta reyndist vera hlut- skipti leikarans, aukahlutverk í sjónvarpsþáttum og aðalhlutverk í vondum myndum. Hvað það var sem framleiðend- ur ER sáu í síðustu verkum Cloon- ey veit enginn. Engu að síður var ákveðið að ráða hann í hlut- verk Doug Ross, barnalæknis- ins á bráðavakt sjúkrahúss í Chi- cago. Hlutverkið gerði Clooney að umtalaðasta og eftirsóttasta pipar- sveini heims, alvöru stórstjörnu, enda gerði persónan lítið annað en að daðra við hjúkrunarfræð- inga og kvenkyns lækna ásamt því að bjarga lífi barna með hetju- legri frammistöðu sem stundum var á skjön við hefðbundnar regl- ur lækna. Frammistaða Clooney í lækna- sloppnum vakti um leið áhuga Hollywood á þessum grásprengda leikara. Og honum var meira að segja boðið að leika Leðurblöku- manninn. Clooney hefur sagt að það hafi verið versta ákvörðun- in sem hann hafi tekið á sínum ferli. „Á einni nóttu hafði mér tek- ist að eyðileggja eina ástsælustu ofurhetju allra tíma,“ á Clooney að hafa sagt. Myndinni var slátr- að og fékk eingöngu 3,5 á imdb. com. The Peacemaker gerði ekki mikið fyrir feril Clooney en árið 1998 hófst gullaldartímabil Cloon- ey fyrir alvöru. Þá ákvað Steven Soderbergh að fá hann í Out of Sight á móti Jennifer Lopez. Per- sóna Clooney í myndinni er nokkuð lýsandi fyrir þær týpur sem hann hefur leikið síðan þá, töff náungi sem er yfirleitt fastur í einhvers konar gildru og þarf að leysa úr henni til að fanga hjarta fegurðar- dísar. Clooney hefur náð undraverð- um árangri á þeim tólf árum sem liðin eru frá því að Hollywood-fer- illinn hófst fyrir alvöru. Hann er í dag einhver áhrifamesta persón- an í Hollywood, orð hans eru lög í flestum tilvikum og hann velur verkefnin af kostgæfni. Hann mun allavega ekki leika ofurhetju í þröngum búningi sem berst við Dr. Frosta og eitraða Ivy í bráð. freyrgigja@frettabladid.is Gullkálfurinn í Hollywood HINN EINI SANNI GULLLKÁLFUR George Clooney er hinn eini sanni gullkálfur í Hollywood. Leið hans upp á topp var hins vegar þyrnum stráð og leikarinn þurfti lengi vel að sætta sig við aukahlutverk í vondum sjónvarpsþáttum og enn verri Kvikmyndin The Town hefur fengið ein- róma lof gagnrýnenda en leikstjóri henn- ar og aðalleikari er Ben Affleck. Svo langt hafa gagnrýnendur gengið að orða Affleck við Óskarinn í tveimur flokkum; sem besti leikarinn og besti leikstjórinn. Kvikmyndin verður frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina en í stuttu máli segir hún frá hópi bíræfinna bankaræningja undir stjórn Doug MacRay sem hreinsar út úr bankastofnunum með reglulegu millibili. Hópurinn á allur rætur sínar að rekja til Charlestown-hverfisins í Boston, rétt eins og flestir skúrkarnir úr þeirri borg. Brestir koma í sam- starfið þegar þeir neyðast til að taka bankastarfsmanninn Claire sem gísl þegar bankarán fer úr skorðum. MacRay ákveður að fullvissa sig um að Claire þekki sig ekki aftur en sú ákvörðun mun draga dilk á eftir sér. Auk Affleck fara sjónvarps- stjörnurnar Blake Lively og Jon Hamm með stór hlutverk í mynd- inni en Blake er orðin ofurstjarna eftir Gossip Girl ævintýrið. Jon Hamm ættu svo flestir að þekkja úr Mad Men. Af öðrum myndum sem verða frumsýndar um helgina má nefna Greenberg en þar má sjá Ben Stiller í alvarlegu hlutverki manns sem ákveður að gera ekki neitt og svo Furry Vengeance með Brendan Fraser. - fgg The Town og fleira til Á HVÍTA TJALDIÐ Jon Hamm og Blake Lively hafa getið sér gott orð fyrir leik í sjónvarpi. Nú eru þau komin á hvíta tjaldið í The Town. > AGUILERA Á HVÍTA TJALDIÐ Bandaríska söngkonan Christina Aguilera leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Burlesque sem verður frumsýnd á næstunni í Ameríku. Á meðal mótleik- ara hennar eru Cher og Stan- ley Tucci. Myndin verður frum- sýnd hinn 4. febrúar hér á Ís- landi. Alþjóðleg sviðslistahátíð í Reykjavík 8 – 10.október Hver er framtíð sviðslista? Fyrirlestur Dr. Dragan Klaic, eins þekktasta leikhúsfræðimanns Evrópu. Föstudagur 8. október kl 12.00 í nýuppgerðu Tjarnarbíói. Hvert er hlutverk leikhússins í lýðræðissamfélagi? Hvernig aðlagar leikhúsið sig að kröfum nýrra tíma? Hvað réttlætir að fé almennings renni til leikhússins? Þessum og mörgum öðrum spurningum mun Dragan velta upp og svara í kraftmiklum fyrirlestri sínum. „Kaldhæðinn og fyndinn en um leið ögrandi og hrífandi” -Katrín Hall, forstöðumaður Íslenska dansflokksins „Samtal við Dragan er eins og rússíbanaferð út í óvissuna: allt er undir og engu er hlíft…. Skarpur, analýtískur, fróður og hugmyndaríkur. Það er ekki hægt að missa af fyrirlestri hjá Dragan.” -Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld og rektor Listaháskóla Íslands Allir fyrirlestar Keðju eru opnir almenningi og ókeypis. Dagskráin öll á www.tjarnarbío.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.