Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 46

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 46
Orange Elephant heita tvær nýjar verslanir hér á landi með föndur- vörur fyrir börn. Í maí á þessu ári var opnuð verslun á Garðatorgi í Garðabæ og nú í október var önnur opnuð í Firðinum í Hafnarfirði. „Okkur langar að búa til keðju af verslunum en búðirnar á Garða- torgi og í Firðinum eru eins. Okkur langar einnig að opna fleiri búðir annars staðar á landinu á næstu árum en það bjóða ekki margar verslanir upp á föndruvörur fyrir krakka úti á landi,“ segir Katerina Gerasimova eigandi verslananna. Vörumerkið Orange Elephant kemur frá Moskvu og dreifast verslanirnar um allan heim. Kater- ina er sjálf frá Sankti Pétursborg og kynntist vörunum í Moskvu. Hún hefur verið búsett hér á landi síðustu sex ár og stund- að nám í tölvufræð- um við Háskólann í Reykjavík. Hún heillaðist þó svo af vörum og hugmynda- fræði Orange Elephant að hún skellti sér út í verslunar- rekstur. „Þetta er vel skipulagt fyrir- tæki sem vinnur stöðugt að nýjungum í þroskandi föndurvörum fyrir börn. Allar vörurnar eru öruggar og meira að segja óhætt að borða þær.“ Katerina nefnir boltaleirinn og mótunarleirinn sem vinsælar vörur. Á laugardögum eru hald- in námskeið fyrir krakka í versl- un Orange Elephant á Garðatorgi. Þar er málað, leikið með leir eða skreytt. Þáttökugjald er eitt þús- und krónur og taka börnin afrakst- urinn með sér heim. Heimasíða verslunarinnar er www.orange-elephant.is. heida@frettabladid.is Þroskandi föndurvörur Katerina Gerasimova rekur tvær verslanir Orange Elephant á Íslandi. Hún heillaðist af hugmyndafræði appelsínugula fílsins í Moskvu og dembdi sér út í verslunarrekstur eftir nám í tölvufræðum við HR. Bolta mótunarleirinn er léttur og meðfærilegur og auðvelt fyrir litla fingur að móta úr honum. Úrval af mótunarleir í öllum litum er að finna í verslununum. Orange Elephant leggur áherslu á að virkja sköpunar- kraftinn í krökkunum. Katerina, eigandi föndurvöruverslunar Orange Elephant í Firðinum, kynntist vörumerkinu í Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í verslunarleiðöngrum er nauð- synlegt að geta sest niður og fengið sér hressingu. Slíkt er ekkert vandamál í Firði. „ Stemningin á kaffitorginu okkar er eins og á lestar- stöð,“ segir Jón Arelí- usson bakari í Kökulist sem er á neðri hæðinni. Þar er freistandi tilboð á kaffi og tertusneið „alvöru hnallþóru“, 680 krónur. „Fleiri og fleiri eru að uppgötva samlokurnar okkar og svo eru ótrúlega margir orðnir háðir sörunum,“ segir Jón. Á efri hæðinni er Café Aroma með barnahorni og útsýni út á fjörðinn. „Allar tertur hjá okkur eru bakaðar í litlum formum og born- ar þannig fyrir hvern og einn,“ upplýsir Andrea Norðfjörð, eigandi staðar ins. „Svo erum við með sleikipinna úr kexi fyrir börnin,“ segir hún og nefnir líka smurbrauð, pönnukökur og mömm- uvínarbrauð. - gun Smá kaffipása Hulda Björk Garðarsdóttir sópran syngur á öðrum hádegistónleik- um Hafnarborgar í haust milli klukkan 12 og 12.30 í dag. Hún mun flytja valdar aríur sem eiga það allar sameiginlegt að fjalla um draumaprinsinn en það er jafnframt yfirskrift hádegistónleikanna að þessu sinni. Þjónustukönnun stendur yfir á vegum Hafnarfjarðarbæjar þar sem verið er að kanna notkun á og viðhorf til rafrænnar þjónustu á vefsvæði og íbúagátt. Sjá nánar á vef bæjar- ins. Heimild: www.hafnarfjordur.is Firði Hafnarfirði Sími 565 0073 Full búð af nýjum vörum Afnemum virðisaukann af öllum gallabuxum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.