Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 66

Fréttablaðið - 07.10.2010, Page 66
46 7. október 2010 FIMMTUDAGUR Gylfi Ægisson verður með tónleika á Faktorý í kvöld. Þar ætlar hann að spila flest af sínum vinsælustu lögum, þar á meðal Minningu um mann og Stolt siglir fleyið mitt. „Ég hef spilað þarna áður í afmæli en það má segja að þetta séu fyrstu stóru tónleikarnir í langan tíma þar sem ég er alveg einn,“ segir Gylfi. „Ég hef verið að spila þetta pró- gramm í afmælum og skemmta hjá íþróttafélögum og það hefur geng- ið mjög vel.“ Gylfi Ægisson fæddist og ólst upp á Siglufirði í umróti síldar áranna. Árið 1974 kom út platan Gylfi Ægis- son sem rokseldist og fleiri sóló- plötur fylgdu í kjölfarið. Tónleik- arnir hefjast stundvíslega kl. 22 en efri hæðin verður opnuð kl. 21. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Spilar sín bestu lög GYLFI ÆGISSON Siglfirðingurinn knái heldur tónleika á Faktorý í kvöld. Stórstjörnurnar ungu Lady Gaga og Justin Bieber stefna bæði að sama takmarki þessa dagana: Að komast upp í milljarðs áhorf á myndbandasíðunni Youtube. Búist er við að Gaga verði á undan snáð- anum Bieber og nái takmarkinu 20. október. Hún var með um 1,8 millj- ón áhorf á dag í september. Bie- ber nálgast hins vegar Gaga á ógn- arhraða, en hann er með um 3,7 millj- ón áhorf á dag. Búist er við að hann verði undir í keppninni og nái milljarðinum í byrjun nóvem- ber. Youtube-stríð VINSÆLL Justin Bieber er gríðarlega vinsæll á Youtube. KJÖTUÐ Búist er við að áhorfstölur Lady Gaga á Youtube nái milljarði í október. Meðlimum hljómsveitarinnar Weezer hafa verið boðnar tíu milljónir dala, ríflega 1,1 millj- arður króna, fyrir að hætta störfum. Það var Seattle- búinn James Burns sem efndi til undirskrifta- lista á netinu þar sem skorað er á hljómsveit- ina að hætta. Vill Burns meina að Weez- er hafi verið á niðurleið síðan platan Pinkerton kom út árið 1996. Burns hefur safnað 182 dölum en segir að ef allir sem festu kaup á Pinkerton leggi til 12 dali náist markmiðið. „Ef þeir geta haft þetta tuttugu milljónir, þá hættum við með stæl,“ sagði Scott Shriner, bassaleikari Weezer, í laufléttri Twitter-færslu um málið. Boðið stórfé fyrir að hætta STAÐNAÐIR Rivers Cuomo og félög- um í Weezer hefur verið boðið stórfé fyrir að hætta störfum. Hlustunarveisla verður haldin á Austur í kvöld þar sem lög af nýj- ustu plötum Hairdoctor, Retro Stefson og Bix verða spilaðar. Þær tvær fyrrnefndu koma út á vegum Braks, undirmerkis Kimi Records, en plata Bix kemur út hjá Muhaha Records um miðjan nóvember. Bix er nýfluttur heim frá New York en hann bjó þar og í Los Ang- eles í fjölmörg ár. „Ég var farinn að sakna Íslands. Ég var búinn að vera úti í þrettán ár og var kominn með nóg af New York í bili,“ segir Bix, sem heitir réttu nafni Birgir Sig- urðsson. Þar í borg starfaði hann við að semja tónlist við myndir og auglýsingar. „Mig langaði að gera meiri tónlist fyrir sjálfan mig. Það er svo mikil gróska á Íslandi í dag og svo mikil jákvæð sköpun í gangi. Það er mikil orka hérna.“ Bix hefur á ferli sínum endur- hljóðblandað lög við góðan orðstír, meðal annars með lög með Beck, Madonnu, Sigur Rós, múm og Gus Gus. Hann gaf fyrir um tíu árum út sex laga EP-plötu en nýja platan hans, Animalog, er í fullri lengd. Hún er elektrónísk þar sem lifandi hljóðfæri fá líka sinn sess. Helm- ingurinn er sunginn, þar sem Dan- íel Ágúst og Phil Mossman, einn af stofnendum hljómsveitarinnar LCD Soundsystem, koma við sögu. Plötusnúðarnir Sexy Lazer og DJ Margeir ætla að gefa út tvö DJ mix í kvöld og fólk getur mætt með mp3-spilara í hlustunarpartíið til að hala þau niður ókeypis. Veislan hefst stundvíslega klukkan 21.30. - fb Kominn með nóg af New York BIX Fyrsta plata Bix í fullri lengd, Anima- log, verður spiluð í kvöld ásamt nýjum plötum frá Hairdoctor og Retro Stefson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.