Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 2
2 9. október 2010 LAUGARDAGUR MENNING Það að fæðingardagur Ómars Ragnarssonar hafi verið valinn sem Dagur íslenskrar nátt- úru er gott dæmi um að það er að mörgu leyti pólitískt fremur en náttúrulegt fyrirbrigði þegar ein- staklingar eru gerðir að þjóðardýrl- ingum, segir Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Þjóðardýrlinga kallar hann þá einstaklinga sem ríkisvaldið tekur upp á sína arma og gerir að táknum fyrir einhver gildi sem það vill upp- hefja, sér í lagi þjóðerniskennd. Jón Karl segir of snemmt að segja hvort álíka upphefð bíði Ómars og raunin hefur orðið um Jónas Hall- grímsson og Jón Sigurðsson, en það sé alls ekki útilokað. „Ómar er að nokkru leyti arftaki þjóðskáldanna á 19. öld. Það sem hann gerir í sjónvarpi er líkt því sem skáldin gerðu í náttúrukveð- skap sínum,“ segir hann. Þetta kom fram á fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Jón Karl ræddi þar um evrópska þjóðardýrlinga, sem hann hefur rannsakað upp á síðkastið. Hann segir að þegar einstaklingar eru teknir í dýrlingatölu á þennan hátt, minni það mjög á hvernig dýrlingar kristninnar hafa verið útvaldir af hálfu kirkjunnar. Fyrir utan dýrl- ingadaga má nefna að gerðar eru styttur af dýrlingnum eða götur nefndar eftir honum. „Nú finnst okkur náttúrulegt að Jón Sigurðsson standi á Austurvelli, en það eru margar litlar ákvarð- anir og tilviljanir og pólitísk sjónarmið þar að baki,“ segir hann. Táknin eða dýrling- arnir sem þjóðir velja sér séu í sífelldri mótun. Til að mynda var Bertel Thorvaldsen, hálfur Dani, á Austur- velli, þegar Ísland var í konungssambandi við Danmörku. Þegar leið að lýðveldisstofnun var eðlilegt að Bertel væri skákað til og Jón forseti tæki hans sess, að mati Jóns Karls. Á dögunum hefði hann hitt fólk sem klökknaði þegar það frétti að Ómari Ragnars- syni hefði hlotnast þessi heið- ur. „Það er af því að fólkið þekk- ir Ómar og talar tungumálið hans. Veikleiki Jóns Sig- urðssonar er að það eru ekki margir sem muna eftir honum og enn færri sem lesa hann,“ segir Jón Karl, en tekur sérstaklega fram að hann sé ekki að spá því að Jón Sig- urðsson verði fjar- lægður af Austur- velli. klemens@frettabladid.is Ómar gæti verið á leið í dýrlingatölu Ómar Ragnarsson gæri orðið að þjóðardýrlingi, líkt Jónasi Hallgrímssyni og Jóni Sigurðssyni, segir bókmenntafræðingur. Eðlilegt er að slík tákn breytist eftir tíðaranda. Leifur heppni gæti farið á íslenska evrumynt, verði hún slegin. Jón Karl var spurður úr sal hverjir yrðu að hans mati valdir á íslenskar evrumyntir, gengi Ísland í Evrópusam- bandið, og svaraði hann því til að sumir þjóðardýrlingar væru vissulega betur nýtilegir í milliríkjaviðskiptum en aðrir. Einhver hefði nefnt Björk Guð- mundsdóttur. En Snorri Sturluson, Leifur heppni og Guðríður Þor- bjarnardóttir væru allt frambæri- legt fólk sem Íslendingar hefðu notað við álíka aðstæður. Björk eða Leifur heppni á evrumyntinni? ÓMAR „HELGI“ RAGNARSSON Jón Karl Helgason rannsakar þessa dagana stöðu Jónasar Hall- grímssonar í alþjóðlegu samhengi. Á fyrirlestri Alþjóðamálastofnunar um evrópska þjóð- ardýrlinga nefndi hann Ómar sem dæmi um hugsanlegan dýrling. HÚSNÆÐISMÁL „Við frestum uppboð- um ef fólk gerir eitthvað í sínum málum,“ segir Ásta H. Braga- dóttir, framkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs. Ekki liggja fyrir haldgóðar upplýsingar um hve margar nauðungar sölur eru áformaðar í október. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi á miðvikudag að líklega væri um 230 til 240 íbúðir að ræða sem að óbreyttu færu í lokasölu í mánuðin- um. Mjög oft væru uppboðsbeiðnir afturkallaðar á síðustu stundu. „Í vinnslu eru leiðir til að forða upp- boðum sem fyrir dyrum standa á lögheimilum einstaklinga sem eru að vinna að lausn sinna mála,“ sagði Jóhanna. Að sögn Ástu frestar Íbúðalána- sjóður uppboðum hjá fólki sem óskað hefur frests hjá sýslumanni. „Þegar kemur að uppboði höfum við samband við fólk og skoðum stöðuna.“ Sé fólk að gera eitthvað í sínum málum sé uppboði frestað. Sú sé hins vegar ekki alltaf raunin. „Sumir svara: Ég ætla ekki að gera neitt,“ segir Ásta. Í slíkum tilvik- um fari íbúðir, eðli málsins sam- kvæmt, á uppboð. - bþs Uppboðum á eigum fólks er frestað ef það gerir eitthvað í sínum málum: Sumir svara: Ég ætla ekki að gera neitt MIÐBÆRINN Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hversu margar nauðungarsölur eru áformaðar í október. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Færri vilja ganga til alþingiskosninga innan hálfs árs nú en í upphafi árs, samkvæmt niðurstöðum könnunar markaðs- rannsóknafyrirtækisins MMR. Rétt rúmur helmingur þátttak- enda í könnuninni vildi ganga til kosninga innan hálfs árs, eða 53 prósent. Í sambærilegri könn- un sem gerð var í janúar vildi 61,1 prósent kosningar innan sex mánaða. Flestir stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins, eða 69,7 prósent, og meirihluti Hreyfingarinnar vilja kosningar innan þriggja mánaða. Þetta er viðsnúningur frá fyrri könnun í röðum sjálf- stæðismanna. - jab Færri vilja blása til kosninga: Viðsnúningur frá í byrjun árs VIÐSKIPTI Bandaríski leikarinn Larry Hagman hafði á dögunum betur í máli gegn bandaríska stórbankanum Citigroup, sem var dæmdur til að greiða leikaranum 1,1 milljón dala, jafnvirði 120 milljóna króna, í skaðabætur. Hagman, sem varð 79 ára fyrir mánuði, sló í gegn sem staðal- skúrkurinn J.R. Ewing í sjón- varpsþættinum Dallas sem Sjónvarpið sýndi um árabil á níunda áratug síðustu aldar. Hagman átti fé hjá dóttur- félagi bankans, sem tapaði háum fjárhæðum í kreppunni. Hann sakaði stjórnendur bank- ans um að hafa fjárfest óvarlega og krafðist skaðabóta. - jab Larry Hagman í málaferli: Hafði betur gegn banka LARRY HAGMAN DÓMSMÁL Eining var meðal dómara og lögmanna á málþingi í gær um að koma beri á þriðja dómstiginu hið fyrsta. Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir málið komið á ákvörðunarstig. „Lögmannasamfélagið og talsmenn dómkerfisins eru á einu máli um nauðsyn þess að reyna að flýta því að koma á þriðja dómstiginu. Ég tók undir þess- ar hugmyndir,“ segir Ögmundur, sem kveðst þó hafa undirstrikað að horfa yrði til þess hvort hagræðing fælist í framkvæmdinni. „Ég tók undir það að komið yrði á þriðja dómstig- inu og að framkvæmd yrði hraðað ef tækist að sýna fram á að þannig nýttust fjármunir betur en ef gripið yrði til skyndilausna frammi fyrir þeim vaxandi og miklu verkefnum sem dómskerfið stæði frammi fyrir af völdum efnahagshrunsins,“ segir ráðherrann. Að sögn Ögmundar sammæltust þinggestir um það eftir yfirlýsingu hans að fara í þá vinnu að leggja fram hugmyndir. „Ég get sagt það fyrir mína parta að ég mun taka vel slíkri tillögusmíð og vil að sem flestir hagsmunaaðilar innan kerfisins komi að því, þannig að við fáum hið fyrsta vissu um hvort við vilj- um fara þessa braut. Ég teldi það mjög æskilegt og fagna þeirri eindrægni sem er með lögmönnum og dómurum um þetta,“ segir dómsmálaráðherra. - gar Lögmenn og dómsmálaráðherra sammála um að skyndilausnir henti ekki: Innleiðingu þriðja dómstigsins flýtt ÖGMUNDUR JÓNASSON Dómsmálaráðherra segir að hag- kvæmara sé að stofna strax þriðja dómstigið en að fjölga dómurum í núverandi kerfi og ráðast eigi í það hið fyrsta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNING Jón Gnarr borgarstjóri opnaði Tjarnarbíó í Tjarnargötu formlega síðdegis í gær. Húsið, sem byggt var árið 1913, hefur gengið í gegnum gagngerar endur bætur. Tjarnarbíó var upphaflega byggt sem íshús en varð síðar að frjálsíþróttahúsi. Í seinni heims- styrjöldinni var það nýtt sem leik- og kvikmyndahús. Samþykkt var í borgarráði fyrir þremur árum að ráðast í endurbætur á húsinu. Mark- miðið er að húsið verði miðstöð fyrir sviðslistir og að þar verði verði hægt að leigja aðstöðu fyrir menningarviðburði. - jab Dyr Tjarnarbíós opnaðar á ný: Verður miðstöð fyrir sviðslistir FRÁ OPNUNINNI Jón Gnarr borgarstjóri ásamt Jóhanni G. Jóhannssyni leikara og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. ALÞINGI Saksóknaranefnd Alþing- is vegna málshöfðunar gegn Geir Haarde verður kosin á þriðjudag, strax eftir að saksókn- ari og varasaksóknari hafa verið kjörnir. Nefndin er kosin á grund- velli laga um landsdóm og er gert ráð fyrir að um fimm manna nefnd sé að ræða sem fylgist með málinu og sé saksóknara Alþingis til aðstoðar. Landsdómsmál skýrast: Nefndin kosin á þriðjudaginn SPURNING DAGSINS - miðbæ Hafnarfjarðar VSK-LAUSIR DAGAR DAGANA 7. - 9. OKTÓBER MARKAÐUR FJARÐAR - hágæða tískuverslun- tískuverslun fyrir konur Gjafabúðin GLUGGINN S K Ó H Ö L L I N - skór á alla fjölskylduna Firði Handverk og hönnun- veitingastaður með einstakt útsýni - hárgreiðslustofa fyrir alla Siggi, eruð þið núna orðnir Baugsstofan? „Nei, við ætlum að halda okkur við Spaugstofunafnið enda lútum við okkar eigin lögmálum og hlýðum engum.“ Spaugstofan hefur göngu sína á Stöð 2 í dag. Sigurður Sigurjónsson er einn af spéfuglunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.