Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 8
 9. október 2010 LAUGARDAGUR heimur skemmtilegra hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is um helgina Kókos - valhnetu sæla á tilboði 450kr 890kr 3 erikur 990kr 3 callunur Allir haustlaukar frábært verð! FALLEGA HAUSTLYNGIÐ NÝ SENDING! frábært verð! 25% afsláttur bráðholla Bína hrákaka Ís 100kr 250kr Sanngirnisbætur Innköllun Í samræmi við ákvæði laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir mis- gjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 og tóku gildi hinn 28. maí 2010, hefur sýslumanninum á Siglufirði verið falið að gefa út innköllun, fara yfir kröfur og gera þeim sem eiga rétt á bótum skrifleg sáttaboð. Skal sýslumaður eftir því sem kostur er fjalla samtímis um allar kröfur er lúta að sama heimilinu. Á grundvelli þessa er nú kallað eftir kröfum frá þeim sem dvöldu á: Vistheimilinu Breiðavík Hér með er skorað á alla þá sem dvöldu á vistheimilinu Breiðavík ein- hvern tíma á árabilinu 1952-1979 og urðu þar fyrir illri meðferð eða ofbeldi sem olli varanlegum skaða, að lýsa kröfu um skaðabætur fyrir undirritaðri fyrir 27. janúar 2011. Kröfu má lýsa á eyðublaði sem er að finna á vefnum www.sanngirnisbætur.is og hjá tengiliði vegna vist- heimila. Allar kröfur skulu sendar sýslumanninum á Siglufirði, Gránugötu 4-6, 580 Siglufirði. Verði kröfu ekki lýst fyrir 27. janúar 2011, fellur hún niður. Bent er á að unnt er að leita aðstoðar tengiliðar vegna vistheimila við framsetningu og skil á bótakröfu. Aðstoð tengiliðar er að kostnaðar- lausu. Skrifstofa tengiliðar er að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík. Sími tengiliðar er 545 9045. Siglufirði 8. október 2010 Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður DÓMSMÁL Lögmaður fyrrverandi forstjóra MP banka segir Evu Joly hafa mælt fyrir um óhefðbundnar rannsóknaraðgerðir í svokölluðu Exeter-máli og þær hafi í ýmsum tilvikum leitt til ólögmætra aðgerða við rannsóknina. Vísa beri málinu frá vegna þess að sérstakur sak- sóknari hafi ekki haft lögbundið sjálfstæði í störfum sínum. Hann hefur sent ráðherrum bréf vegna málsins. Þetta kemur fram í greinargerð sem Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, hefur lagt fram í málinu og Fréttablaðið hefur undir höndum. Exeter-málið svokallaða er hið eina sem sérstak- ur saksóknari hefur gefið út ákæru í. Það snýst um ríflega eins millj- arðs lánveitingar Byrs til félags- ins Exeter Holdings fyrir kaupum á stofnfjárbréfum í sparisjóðnum, af MP banka og stjórnarmönnum í sjóðnum. Auk Styrmis eru Jón Þor- steinn Jónsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Byrs, og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðs- stjóri, ákærðir í málinu. Allir sak- borningar hafa neitað sök og krafist þess að málinu verði vísað frá. Ragnar er gagnrýninn á störf Joly og segir hana hafa fengið víð- tækara verksvið en almennt sé gert ráð fyrir í lögum um ráðgjafa sérstaks saksóknara. „Hér var gengið svo langt í þeim efnum, að „ráðgjafinn“ virðist hafa fengið ein- hvers konar allsherjarvald yfir embætti sérstaks saksókn- ara og gat gefið honum og ríkisstjórn landsins nán- ast bindandi fyrirmæli um hvað eina sem hún teldi þjóna rannsókn- arhagsmunum í hinum ýmsu málum,“ segir Ragnar. Gögn sýni að „yfirsaksókn- arinn“, eins og Ragnar kallar Joly, hafi mælt fyrir um „óhefðbundnar rannsókn- araðgerðir“ sem hafi leitt til ólög- mætra aðgerða. Hann hefur ritað forsætis-, dómsmála- og fjármálaráðherra bréf um málið þar sem hann krefst meðal annars afrita af öllum samningum sem gerðir hafi verið við Joly um samvinnu við íslensk yfirvöld. Þegar greinargerðin var lögð fram á fimmtudag í síðustu viku höfðu svör borist frá for- sætis- og dómsmála- ráðuneytunum. stigur@frettabladid.is Segir Evu Joly hafa spillt Exeter-málinu Verjandi fyrrverandi forstjóra MP banka segir að vísa skuli svokölluðu Exeter- máli frá dómi þar sem sérstakur saksóknari hafi ekki haft nægt sjálfstæði við rannsóknina. Eva Joly hafi gefið honum ólöglegar fyrirskipanir og spillt málinu. SAKBORNINGUR OG VERJANDI Styrmir Þór neitar alfarið sök í málinu og Ragnar Hall, lögmaður hans, hefur krafist þess að málinu verði vísað frá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EVA JOLY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.