Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 108
60 9. október 2010 LAUGARDAGUR Yrsa Sigurðardóttir hefur samið við bandarískt risa- forlag um útgáfu á einni glæpasögu sinni. Útgefend- ur þar í landi eru að leita að hinum næsta Stieg Larsson. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Yrsu,“ segir Pétur Már Ólafsson hjá útgáfuyrirtækinu Veröld. Bandaríska risaforlagið Macmill- an hefur tryggt sér útgáfuréttinn á glæpasögu Yrsu Sigurðardótt- ur, Ösku. Samningurinn gekk í gegn á bókamessunni í Frank- furt. Útgefandinn er sá sami og er með Arnald Indriðason á sínum snærum í Ameríku. Á meðal annarra höfunda forlags- ins er Nóbelsverðlaunahafinn Mario Vargas Llosa. „Þetta sýnir bara hve staða Yrsu er sterk. Ameríka er gríðar- lega stór markaður og þar hefur hún fengið mjög fína dóma bæði í New York Times og öðrum stór- blöðum. Þarna eru klárlega mikl- ir möguleikar,“ segir Pétur Már. „Stieg Larsson er þarna feiki- lega vinsæll. Útgefendur í Evr- ópu og í Bandaríkjunum eru að líta til Norðurlandanna varðandi næstu stóru bækur. Þeir líta svo á að Norðurlönd séu vettvangur þess sem er merkilegast og mest spennandi að gerast í glæpasög- um og Yrsa er hluti af þessari hreyfingu.“ Aska, sem er þriðja bók Yrsu, hefur selst í um fimmtán til tuttugu þúsund eintökum hér á landi síðan hún kom út fyrir þrem- ur árum. Hún hefur einnig komið út í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og á Spáni. Stutt er síðan blaðið Daily Mirror gaf Ösku fjórar stjörnur og sagði hana hrollvekjandi trylli með frá- bærri fléttu. freyr@frettabladid.is Samdi við risann Macmillan YRSA SIGURÐARDÓTTIR Glæpasagan Aska verður gefin út á vegum bandaríska forlagsins Macmillan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Caleb Followill, forsprakki Kings of Leon, er mjög ánægður með nýjustu plötu hljómsveitarinn- ar, Come Around Sundown. Hann segir að textarnir hafi að miklu leyti verið út í loftið. „Margir textarnir komu beint frá hjart- anu og það virðist kannski ekki vera mikið vit í þeim. Þarna eru líka textar sem ég gæti í framtíð- inni séð eftir því að hafa samið. En þegar þú hlustar á plötuna og sekkur þér í hana áttu vonandi ekki eftir að verða fyrir von- brigðum.“ Come Around Sun down er fimmta plata sveitarinnar. Textarnir frá hjartanu „Atriðin eru öll á einhvern hátt til- einkuð kvennafrídeginum og átak- inu,“ segir leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Ísgerður er verkefnastjóri hádegisviðburðaraðar á Kjar- valsstöðum í aðdraganda Kvenna- frídagsins 25. október, sem var fyrst haldinn fyrir 30 árum og síðast árið 2005. Skotturnar, sem eru opinn samstarfsvettvangur kvenna, sér um viðburðaröðina. Fjölbreytt dagskrá verður á hverjum degi klukkan 12.30 nema á sunnudögum fram að deginum stóra. Viðburðaröðin hefst í dag með trúðaatriði sem er í höndum tveggja leikkvenna sem kalla sig Mr. Klumz og Plong. „Þetta er mjög fjölbreytt dag- skrá og það er tilvalið fyrir fólk að brjóta upp hádegið hjá sér, vera rosalega menningarlegt og fá sér hádegismat á Kjarvalstöðum,“ segir Ísgerður, en á meðal þeirra sem koma fram eru söngkonurn- ar Guðrún Árný og Soffía Karls- dætur, Þórunn Erna Clausen, Lay Low og Margrét Eir. „Allar lista- konurnar gefa vinnu sína og koma fram í sal á Kjarvalsstöðum þar sem sýningin Með viljann að vopni er í gangi,“ segir Ísgerður. „Sýn- ingin fjallar um Kvennadaginn og þennan byltingaráratug í kvenrétt- indamálum 1970 til 80.“ - afb ÁSTFANGIN Halle Berry hefur fundið ástina á ný. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Halle Berry er farin að slá sér upp með mótleikara sínum, hinum franska Olivier Martinez. Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni Dark Tide sem frumsýnd verður á næsta ári. Berry og Martinez eyddu tíma saman í Hollywood í vikunni sem leið og sást meðal annars til þeirra þar sem þau gengu saman hönd í hönd með bros á vör. Í byrjun mánaðarins flaug Berry til Parísar og eyddi heilli viku í borg ástarinnar með Martinez, en hann er búsettur þar. Berry hætti með barnsföður sínum, kanadísku fyrirsætunni Gabriel Aubry, fyrr á árinu en þau eru enn góðir vinir. Martinez var aftur á móti lengi vel með áströlsku söngkonunni Kylie Min- ougue. Halle fann ástina á ný Leikkonan Jessica Alba hefur oft verið nefnd sem ein fallegasta kona heims síðustu ár en þrátt fyrir þetta segist leikkonan vera mjög óörugg með sjálfa sig og finnst hún jafnvel ófríð. „Mér hefur aldrei þótt þægi- legt að sýna líkama minn. Ég hafði aldrei klæðst háum hælum eða kjólum áður en ég fór að leika í kvikmyndum. Foreldrar mínir ólu mig strangt upp og ég mátti til dæmis ekki ganga um í maga- bolum á unglingsárum mínum. En þetta er brans- inn sem ég hef valið að vinna við og ég hef grætt mik- inn pening, þannig að ég get ekki kvartað,“ sagði leik- konan í viðtali við tímaritið GQ. Óörugg með líkama sinn ÓÖR- UGG Jessica Alba hlaut strangt uppeldi. ÁFRAM STELPUR! Ísgerður segir dagskrána á Kjarvalsstöðum gríðarlega fjölbreytta, en allar listakonurnar sem koma fram gefa vinnu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI J ó h a n n Ó la fs s o n & C o . | L jó s m yn d : . G e o rg T h e o d ó rs s o n Friðarsúla Yoko Ono í Viðey verður tendruð á ný í dag. Friðarsúlan er samansett úr níu 7000 W OSRAM XPO perum sem mynda sterka ljóssúlu til himins. Auk þess eru sex 2000 W OSRAM XPO perur sem lýsa lárétt inn göng sem vísa að ljósbrunninum sjálfum og er endurkastað upp á við með speglum innan í brunninum. Þéttleiki ljóssins er háður sífelldum breytingum á ögnum í andrúmsloftinu sem hegða sér í takt við margbreytilega veðráttu sem einkennir Ísland. osram.is Hita upp fyrir kvennafrídaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.