Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 18
18 9. október 2010 LAUGARDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Hvað getum við gert? Það er ríkisstjórn í landinu. Allt frá því að Íslendingar endurheimtu heimastjórn hefur þótt augljóst að valdi ríkisstjórn- ar eigi að fylgja ábyrgð á aðgerð- um og aðgerðaleysi, að minnsta kosti pólitíska ábyrgð. Í ótrúlegum vandræðagangi sínum hefur ríkisstjórninni og málsvörum hennar þó tekist að nýta stærsta hæfileika sinn, spunafærnina, til að láta umræð- una snúast um að stjórnmálin öll séu ómöguleg. Athyglinni er dreift frá vanda ríkisstjórnar- innar með því að setja alla undir sama hatt og leitast við að láta ábyrgðina hvíla jafnt hjá ríkis- stjórn sem hefur tekið sér allt vald og hinni valdalausu stjórn- arandstöðu. Vinstrisinnaðir spek- ingar sjá að stjórnin virkar ekki en telja sig knúna til að hnýta í alla aðra í leiðinni. Hver étur upp eftir öðrum orðaval sem er til þess eins ætlað að setja alla í einn flokk, stjórnmálastéttin, fjórflokkurinn o.s.frv. Karp stjórnmálastéttarinnar Ráðherrar mæta aldrei í viðtal eða ræðustól þessa dagana án þess að tala um að vandinn liggi hjá þinginu öllu, allir þurfi að taka sig á, ekki bara ríkisstjórn- in. Svo er látið eins og vandinn sé karp og skotgrafarhernaður í pól- itíkinni frekar en stefna stjórn- valda. Þetta stenst ekki skoðun. Að langmestu leyti er umræða í þingsal og í nefndum yfirveguð og hófstillt. Það þykir eðli máls- ins samkvæmt helst fréttnæmt þegar mönnum lendir saman og þar af leiðandi er langmest fjall- að um þau tilvik þar sem tekist er á. Langflest mál ríkisstjórnar- innar fara mótatkvæðalaust í gegnum þingið. Á þessu ári hafa aðeins þrjú frumvörp fengið meira en tvö nei-atkvæði. Mesti fjöldi nei-atkvæða var 12. Hver er þá vandinn? Vandinn er sá að frá ríkisstjórn- inni koma ekki þau mál sem á þarf að halda. Ráðandi stefna virkar ekki og tillögur frá stjórn- arandstöðu eru látnar hverfa. Samt leyfa menn sér að flokka stjórnarandstöðuna með ríkis- stjórninni og kenna henni um stefnu stjórnvalda ekki síður en stjórnvöldum sjálfum. Þegar við reynum að vara við því að stað- an sé verri en ríkisstjórnin held- ur fram og kalli því á aðrar og róttækari aðgerðir en þær sem koma frá ríkisstjórninni, spila spunamenn stjórnarliðsins því út að framsóknarmenn séu of neikvæðir. Þegar endalausar tilraunir til að leiðbeina duga ekki (ekki einu sinni gagnvart minnihluta- stjórn) og við reynum að berjast fyrir því að á okkur sé hlustað og horfið frá skaðlegri stefnu glym- ur í spunaliðinu að við séum of hörð og eigum að sýna meiri auð- mýkt. Samvinna Samvinna um úrlausn stórra vandamála er gríðarlega mikil- væg. Svo mikla trú höfðum við á því að allir hlytu að vinna saman að því að taka á bráðavanda heim- ila og fyrirtækja að við treyst- um öðrum flokkum til að halda um stjórnartaumana í minni- hlutastjórn. En þegar erlendir kröfuhafar eru teknir fram yfir almenning bæði varðandi skuldir heimilana og ólögmætar kröfur á ríkið er ekki hægt að láta það við- gangast í nafni samvinnu. Þegar kemur á daginn að slíkur grundvallarmunur er á stefnu stjórnmálaflokka og það traust sem sýnt var með því að verja minnihlutastjórn er ekki einu sinni endurgoldið með því svo mikið sem að hlusta á tillögur til úrbóta (heldur beinlínis ráðist á þær) er ekki hægt að láta stjórn- völdum það eftir í nafni sam- stöðu. Stjórnarandstaða sem leyf- ir ríkisstjórn að gera stórkostleg mistök bregst hlutverki sínu. Hlutverk stjórnarandstöðu Í lýðræðisfyrirkomulagi okkar er það hlutverk stjórnarandstöðu að veita valdhöfunum aðhald. Það er merkilegt að rétt eftir að samfé- lagið lenti í gríðarlegum ógöng- um vegna þess að það skorti gagnrýni, og enginn mátti vera neikvæður á ríkjandi tíðaranda, skuli vera komin upp sterkari krafa en nokkru sinni um með- virkni og öll gagnrýni á stjórn- völd eða átök um stefnu flokkuð sem neikvæð. Ímyndarstjórnmál Þegar svo kemur á daginn að það sem kallað var neikvæðni reynd- ist allt satt og rétt er ekki haft fyrir því að rifja upp á hverju áróðurinn byggðist. Það gleym- ist en stimplinum er viðhaldið og hann endurnýttur. Þannig fara stjórnmál að snúast fyrst og fremst um ímynd en ekki þá umræðu sem við þurfum að eiga um stefnu og lausnir. Hvað er til ráða? Lýðræðið snýst um að gera upp á milli ólíkrar stefnu (flokka) og manna. Þannig refsa menn þeim sem ekki standa sig og verðlauna hina. Í því liggur hvatinn til að gera betur. Þegar allir eru sett- ir undir sama hatt hættir lýð- ræðið að virka. Það sama á við þegar afstaða til manna og flokka er tekin fyrst og fremst út frá ímynd og spuna. Umræðan sem er orðin allsráðandi um íslensk stjórnmál er ekki til þess fallin að bæta virkni lýðræðisins eða leiða fram lausnir. Hún er held- ur ekki sanngjörn: Að undanförnu hafa þau stefnu- mál sem framsóknarmenn hafa barist fyrir, með öllum tiltækum ráðum, sannað gildi sitt. Öll þau atriði sem nú eru hvað háværast- ar kröfur um, og rökin sem menn sjá nú fyrir réttmæti krafnanna, eru nákvæmlega þau sömu og framsóknarmenn hafa haldið fram undanfarin 2 ár. Á næstu dögum mun ég fara yfir þá sögu í tveimur greinum. Það er nóg komið af spuna. Ef við viljum raunverulega bæta samfélagið þurfum við að fara að ræða pólitík. Stjórnmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Framsóknarflokksins Settur saksóknari komst að þeirri niðurstöðu eftir að skýrsla RNA lá fyrir að ekki væri „að svo stöddu tilefni til að efna til sakamálarann- sóknar“ á hendur þremur fyrrv. bankastjórum Seðlabankans né for- stjóra FME. Þessir virðast því vera lausir allra mála. Ráðherrarnir þrír sátu þá eftir til afgreiðslu hjá þingmannanefndinni. Einhverra hluta vegna og án útskýr- inga kaus hún að takmarka verk- efni sitt við það „að móta afstöðu til ábyrgðar í málinu“ við ákvæði laga um ráðherraábyrgð og þar með þriggja ára fyrningarreglur þeirra. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðis flokksins er að vísu að finna tvær fullyrðing- ar er að þessu lúta, sem hvorug fær staðist. Önnur er sú að það falli utan verksviðs þingmannanefndarinn- ar „að fjalla um mögulega ábyrgð annarra en þeirra sem ráðaherra- ábyrgðarlögin taka til“, sem er rangt (þó það sé annarra að fjalla um van- rækslubrot bankastjóranna og for- stjórans). Og svo hin, að þingmanna- nefndinni hafi „skv. 6. mgr. 15. gr. laganna um rannsóknarnefndina sérstaklega verið falið að móta afstöðu til hugsanlegrar ábyrgðar í málinu á grundvelli laga um ráð- herraábyrgð, nr. 4/1963.“ Tilvísuð 6. mgr. 15. gr. geymir ekki ákvæði um neitt annað en fyrningu, þar sem segir að kosning þingmannanefndar- innar hafi sömu réttaráhrif og kosn- ing rannsóknarnefndar skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar til athugunar á störfum ráðherra. Þessa þrengingu nefndarinnar á verksviði sínu tel ég vera önnur megin „mistök“ Alþingis í þessu máli. Ef raunverulegur vilji var til heiðarlegs uppgjörs gagnvart þjóðinni þá var rangt af nefndinni að takmarka þær tillögur sem hún lagði fyrir Alþingi við þá sem hún áleit að bæru ábyrgð og „sök“ sam- kvæmt ráðherraábyrgðar lögunum einum. Þegar af þeirri ástæðu að þær aðstæður sem ollu hruninu áttu sér aðdraganda í fyrri gerðum og ákvörðunum, a.m.k. allt frá því að ráðist var í einkavæðingu bankanna eins og gerð er grein fyrir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Því hefði það verið bæði sanngjarnara og réttlátara og í anda jafnræðis að viðbrögð Alþingis hefðu náð til allra þeirra þátta sem skýrsla rannsókn- arnefndarinnar fjallar um. Nefnd- in gat að sjálfsögðu rannsakað og ályktað um þátt fleiri aðila í hrun- inu og gefið þeim kost á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Hún gat síðan eftir avikum lagt til við þingheim að þeir sem hún teldi ábyrga/seka sættu ámæli eða vítum – eins og bent hefur verið á að tíðk- ast m.a. í Damörku – í stað eða sam- hliða tillögum um ákærur á grund- velli ráðherraábyrgðarlaganna. Þriðju „mistök“ Alþingis leiða af hinum tveimur, það er atkvæða- greiðslan sjálf um ákærurnar á hendur fyrrv. fjórum ráðherrum. Á Alþingi sitja enn fyrrum sam- starfsmenn þeirra ráðherra, sem þingmannanefndin lagði til að yrðu ákærðir og fyrirfram mátti vera ljóst að þeir gætu varla annað en samsamað sig þeim. Auk þessa komu meira að segja nokkrir hinna fyrrnefndu sjálfir til álita sem van- rækslukandidatar. Sumum þeirra ber – enn til viðbótar – heldur ekki saman um ýmis atvik og atburði í undanfara hrunsins við þá sem þingmannanefndin lagði til að yrðu ákærðir. Ég ætla eins og málum er háttað að tvennt brjóti gegn rétt- lætiskennd almennings. Annars vegar að einn maður skuli standa eftir sem sökunautur fyrir allt sem aflaga fór í stjórnsýslunni um langt árabil og hins vegar að það ráðist af atkvæðagreiðslu samverkamanna, jafnvel venslamanns, hverjir sæta saksókn fyrir Landsdómi og hverjir ekki. Ekki síst fyrir það að sáralít- ill munur var á sakargiftum þeirra sem þingsályktunartillagan tók til. Vitaskuld áttu samráðherrar þeirra sem tillagan um ákæru tók til að sitja hjá eða víkja sæti, eðli máls- ins samkvæmt þó ekki væri beinni lagaskyldu til að dreifa. Hvað varðar „sakir“ þess eina fyrrv. ráðherra, sem að óbreyttu mun brátt standa frammi fyrir Landsdómi, þá finnst mér vert að árétta að rannsóknarnefnd Alþing- is kvað ekki upp úr um vanrækslu hans skv. lögum um ráðherraábyrgð. Nefndin tók það sérstaklega fram að mat hennar væri aðeins í skilningi ákvæða laganna um rannsóknar- nefndina sjálfa „og ekki sambæri- legt við mat samkvæmt ákvæðum laga um ráðherraábyrgð“ og ekki dómur, „hún færi ekki með dóms- vald“. Ráðherraábyrgðarlögin krefj- ast þess til sakfellis að sýnt sé fram á ásetning eða stórkostlegt gáleysi og það eru vissulega mikil áhöld um hvort refsiheimildir laganna séu nægilega skýrar. Þó jafna megi Landsdómi til danska ríkisréttarins við mat á því hvort hann fái staðist skv. Mannréttindasáttmála Evrópu er hitt ljóst að málsatvikum og saka- refni Tamila-málsins danska verður ekki jafnað til þeirra sem við stönd- um frammi fyrir – og að mínu mati og margra annarra yfirgnæfandi líkur á sýknu Landsdóms. Ber þá enginn ábyrgð á hrun- inu? Meira um Landsdóm og réttlætiskennd Landsdómur Jónína Bjartmarz Lögfræðingur og athafnakona Sértilboð til Antalya í Tyrklandi 26. október í 9 nætur Frá kr. 139.700 Heimsferðir bjóða frábæra haust- ferð til Antalya í Tyrklandi þann 26.október í 9 nætur. Antalya er einn allra vinsælasti ferðamanna- staður Tyrklands og þar er veðurlag mjög þægilegt í október og nóvember. Glæsileg hótel og fjölbreytt mannlíf og fyrsta flokks aðstæður í hvívetna fyrir ferðamenn. Kr. 139.700 – Porto Bello ***** Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og 2 börn í fjölsky- lduherbergi, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Kr. 169.800 – Porto Bello ***** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Kr. 157.140 – Sherwood Breezes Resort***** Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og 2 börn í fjölskyldu- herbergi, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur. Kr. 187.900 – Sheerwood Breezes Resort***** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli, allt innifalið. Sértilboð 26. október í 9 nætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.