Fréttablaðið - 09.10.2010, Side 96

Fréttablaðið - 09.10.2010, Side 96
 9. október 2010 LAUGARDAGUR48 Ungur og fallegur köttur, Gutti að nafni, er nú búsett- ur í hjúkrunarheimilinu Mörk við Suðurlandsbraut í Reykjavík, íbúunum til mik- illar gleði. Það var Pétur Magnússon, forstjóri Hrafn- istu, sem færði starfsmönn- um og heimilisfólki Mark- ar köttinn að gjöf í tilefni vígslu nýja hjúkrunarheim- ilisins, en þar búa meðal annars fyrrverandi heimilis- menn á hjúkrunarheimilum Hrafnistu í Víðinesi og á Vífilsstöðum, sem lokað var í sumar. Kötturinn heitir fullu nafni Guðbjartur Víðir til minningar um kynbróður sinn Guðbrand Víði, sem búsettur var í Víðinesi. Á myndinni lúrir Guð bjartur, eða Gutti, eins og hann er kallaður í daglegu tali, á sófanum á deild „þrjú suður“. Sumir vilja meina að Gutti heiti í höfuðið á núverandi heilbrigðis- ráðherra, sem átti ekki heiman gengt frá Alþingi til að vera viðstaddur vígsluna. Hvort svo er skal ósagt látið. Gutti! Gutti! Kominn heim MALANDI GÓÐ TILVERA Gutti er fallegur og virðulegur enda gefið ráðherranafn, þótt hann sé líka nefndur í minningu kynbróður síns í Víðinesi. M YN D /H R A FN IS TA Verslunin Outlet í Faxafeni gaf fimm vörubretti af fatn- aði til Rauða krossins á mið- vikudaginn var. Þetta er í fyrsta sinn sem verslunin aðstoðar á þennan hátt en Kári Sverrisson, verslunar- stjóri Outlet, segir stefnt á að gefa reglulega fatnað og fylgihluti. „Neyðin er mikil og við viljum leggja okkar af mörk- um. Verslanir eru ekki dug- legar að gefa fatnað svo okkur fannst þetta góð við- bót en við gáfum fatnað á börn og fullorðna, karla og konur. Allt merkjavöru frá NTC og 17-búðunum, sumt nýtt sumt eldra.“ Fatnaðurinn er flokkaður og metinn hjá Rauða krossin- um sem sér svo um að dreifa honum um allan heim þar sem hans er þörf. Kári segir von á fleiri gjöfum frá Out- let með haustinu. „Við eigum eftir að endur- taka leikinn þegar húsa- kynni 17 á Laugaveginum verða tæmd. Það er yndis- legt að geta gefið.“ - rat Merkjavörur til Rauða krossins YNDISLEGT AÐ GETA GEFIÐ Kári Sverrisson, verslunarstjóri Outlet, afhenti starfsmanni Rauða krossins fimm vörubretti af fatnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Merkisatburðir 1943 Lifandi leðurblaka finnst í fyrsta skipti á Íslandi. Það er á Hvoli í Mýrdal. 1963 Skáldatími eftir Halldór Laxness kemur út. Þar gerir höf- undurinn upp við sósíalismann. 1965 Dagur Leifs heppna er haldinn hátíðlegur á Íslandi í fyrsta sinn. Ásgarður handverkstæði hefur hlotið jafnréttis- viðurkenningu Mosfellsbæjar 2010 fyrir að vinna ötullega að jafnréttismálum þannig að allir geti tekið þátt í starf- seminni á jafnræðisgrund- velli, óháð kyni, fötlun eða öðru. Ásgarður er handverkstæði fyrir fólk með þroskahöml- un og hefur starfað frá árinu 1983. Starfsmennirnir þar eru um þrjátíu talsins. Þeir framleiða listmuni og leik- föng, einkum úr tré en líka beinum, hornum, málmum, steinum og öðru hráefni. Þetta var í þriðja sinn sem jafnréttisdagur Mos- fellsbæjar var haldinn. Yfir- skrift hans var Ungt fólk og jafnrétti og var dagskrá- in að mestu leyti borin uppi af unglingum úr félagsmið- stöðinni Bóli og nemendum í Framhaldsskóla Mosfells- bæjar. - gun Ásgarður fékk verðlaun AFHENDING Kolbrún Þorsteinsdóttir, formaður fjölskyldunefndar, og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri veita starfsmönnum Ásgarðs jafnréttis- viðurkenningu Mosfellsbæjar 2010. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fríða Freymóðsdóttir Andrésbrunni 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 1. október. Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ásdís K. Molvik Erla Helgadóttir Tómas Guðmarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær vinur, faðir, afi og bróðir, Jóhannes Ingólfur Jónsson lést föstudaginn 1. október á Hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 7 í Reykjavík. Hann verður jarð- sunginn frá Árbæjarkirkju, mánudaginn 11. október kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Ólöf Sigríður Stefánsdóttir Ásta Guðrún Jóhannesdóttir Jón Kristinn Jóhannesson Elísa Rós Natansdóttir Systkini, vinir og vandamenn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhannes Bergþór Long Kristnibraut 6, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 5. október. Útförin verður auglýst síðar. Berglind Long Gunnar Bergmann Traustason Íris Long Guðmundur Guðjónsson Helen Long Jón Ingi Hilmarsson og barnabörn. Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og við útför elskulegs bróður okkar, Gunnólfs Sigurjónssonar húsvarðar Þjóðmenningarhússins. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarþjónustunni Karitas, líknardeild Landakots og starfsfólki Þjóðmenningarhússins. Sigrún Sigurjónsdóttir, Sverrir Sigurjónsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Lilja Ólafsdóttir Dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík þriðjudaginn 5. október. Útförin verður auglýst síðar. Ólafía B. Matthíasdóttir Þórarinn B. Gunnarsson Bjarki Friðgeirsson Matthildur Jóhannsdóttir Oddný Matthíasdóttir Ólafur Stefánsson Steinfríður Alfreðsdóttir Magnea Stefánsdóttir Þorsteinn Sæmundsson Einar Stefánsson Guðlaug Ragna Jónsdóttir Jón Stefánsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Þorsteinsson lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði þann 5. október sl. Útför hans fer fram frá Neskirkju þann 19. október nk. kl. 13.00. Sigurður Haraldsson Jóna Guðjónsdóttir Þorsteinn Haraldsson Lára V. Júlíusdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Sturla Þorsteinsson Ástráður Haraldsson Eyrún Finnbogadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, Gísli Theodór Ægisson Sólhlíð 8, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu sunnudaginn 3. október 2010. Hann verður jarðsunginn frá Landakirkju fimmtudag- inn 14. október kl. 12.00. Guðbjörg Guðmundsdóttir Gunnar Már Kristjánsson Unndís Ósk Gunnarsdóttir Ástþór Ægir Gíslason Guðmundur Gísli Gíslason Regina Ovesen Garðar Smári Gíslason Jóhann Helgi Gíslason Þuríður Gísladóttir systkini og barnabörn. Okkur innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar elskulegu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Helgu Ragnhildar Helgadóttur Birkivöllum 27, Selfossi. Ormur Hreinsson Guðrún Ormsdóttir Þorsteinn Bjarnason Ragnhildur Þorsteinsdóttir Gauti Guðlaugsson Bjarni Þorsteinsson Olga Björg Jónsdóttir Helga Björg Ragnarsdóttir Jón Hafsteinn Ragnarsson Elísabet Dröfn Erlingsdóttir Kjartan Orri Ragnarsson Una Guðrún, Katla Ýr, Gígja Rut, Ragnar Steinn, Þorsteinn Elvar, Guðrún Soffía, Hafsteinn Eyvar, Ragnheiður Olga og Ísabella Eir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.