Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 34
34 9. október 2010 LAUGARDAGUR Þ að hefur verið mjög skemmtileg reynsla að breyta svona til. Við vorum í góðum höndum á RÚV en erum nú komnir á nýjan vinnustað með nýju fólki og það breyttist fátt hjá Spaugstofunni nema aðstæðurnar. Það er eng- inn bilbugur á okkur nema síður sé, okkur þykir ögrandi að breyta svona til, en líður mjög vel,“ segir Sigurður Sigurjónsson Spaugstofu- maður í tilefni þess að vinsæll sjón- varpsþáttur þeirra félaga hefur nú göngu sína á Stöð 2 eftir rúmlega tveggja áratuga dvöl hjá RÚV. Aðspurður segir Karl Ágúst Úlfsson, félagi Sigurðar í Spaug- stofunni, að áður hafi verið gerð- ar tilraunir til að fá þáttinn yfir á aðrar sjónvarpsstöðvar, en langt sé síðan slíkt gerðist síðast. „Á fyrstu árunum á RÚV varð þátturinn mjög vinsæll og þá var ekki laust við að aðrir fjölmiðlar gæfu okkur undir fótinn, en það kom aldrei til greina.“ „Auðvitað er það alltaf sama íþróttakeppnin að framleiða svona þátt einu sinni í viku og við nær- umst á því,“ bætir Sigurður við. Gömul Spaugstofa á nýjum stað Spaugstofan mætir til leiks á nýjum vettvangi, í dagskrá Stöðvar 2, í kvöld. Af því tilefni hitti Kjartan Guðmundsson leikarana Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson og leit með þeim á ljósmyndir frá næstum aldarfjórðungs langri sögu stofunnar. Sigurður: „Það fyrsta sem slær mann við þessa mynd er auðvitað hversu ungir og fallegir þessir menn eru. Þarna er Laddi með okkur en Pálmi kom síðar inn í hópinn. Hann hafði verið bekkjarbróðir Arnar í Leiklistarskólan- um, leigði með okkur vinnuaðstöðu og svo atvikaðist það bara þannig að Pálmi varð einn af hópnum. Laddi var svo með okkur í Imbakassanum á Stöð 2 nokkrum árum síðar þegar hlé var gert á Spaugstofunni.“ Karl Ágúst: „Þetta er í raun fyrsta eiginlega Spaugstofan. Þessi hópur gerði saman Áramótaskaupið 1985 og svo fjóra þætti Á RÚV undir nafninu Spaugstofan árið 1987. Skömmu síðar veðjaði Hrafn Gunnlaugsson, sem var dagskrárstjóri RÚV á þeim tíma, á að setja á vikulega þætti og þannig varð ´89 á Stöðinni til.“ 1987 UNGIR OG FALLEGIR Karl Ágúst: „Fyrstu árin var Stöðin öðrum þræði skopstæling á Stöð 2. Á þessum tíma voru einhverjir nýir menn að gerast hluthafar í Stöð 2 og við bjuggum til þá sögu að hluthafarnir væru bændur, og þess vegna yrði landbúnaðurinn í öndvegi hafður hjá stöðinni.“ Sigurður: „Ég man að þessi dýr skitu út um allt og lyktin var í frétta- settinu í talsverðan tíma á eftir.“ 1990 SKOPSTÆLING Á STÖÐ 2 Karl Ágúst: „Hér eru Erlendur Eiríksson og Pálmi í hlutverkum Ólafs F. Magnússonar og Vilhjálms Vilhjálms- sonar í kringum meiri- hlutaskiptin frægu í borginni fyrir nokkrum árum. Viðbrögðin voru nokkuð mikil og við vorum sakaðir um að hafa veist persónulega að Ólafi, sem var alls ekki ætlunin.“ Sigurður: „Spaugstof- an vill vera á línunni, þar eigum við heima, og líklega höfum við einmitt verið á línunni í þessu tilfelli.“ Karl Ágúst: „Þessi mynd er tekin fyrir kreppu, þegar fréttir höfði borist af því að bankarnir ættu í erfiðleikum, og Kór banka- manna er þarna að betla meiri peninga af Davíð Oddssyni.“ Sigurður: „Við höfum ansi oft tekið upp á Arnar- hóli. Þegar fyrstu atriðin með rónunum Boga og Örvari voru tekin upp var þetta stóra hús fyrir aftan ekki risið. Útsýnið yfir Esjuna var mjög fallegt en peningarnir byrgðu sýn.“ Sigurður: „Þarna er Erlendur frétta- maður að taka viðtal hjá Álverinu í Straumsvík, væntanlega í tengslum við einhver stóriðjumál. Erlendur hefur eiginlega sérhæft sig í viðtöl- um við Ragnar Reykás síðustu árin og á tímabili var samband þeirra tveggja orðið ansi flókið og náið.“ Karl Ágúst: „Já, gott ef Erlendur og Ragnar voru ekki orðnir kviðmágar og ég veit ekki hvað og hvað.“ Karl Ágúst: „Spaugstofan fékk Edduverðlaunin fyrir besta skemmtiþátt ársins árið 2004, og við fengum þau svo rækilega að síðan höfum við ekki einu sinni verið tilnefndir. Þau verðlaun sem okkur þykir vænst um eru líklega viðurkenning frá Íslenskri málnefnd á degi íslenskrar tungu árið 2003.“ Sigurður: „Kristján Ólafsson veitti þeirri viðurkenningu viðtöku og sletti á ensku upp um alla veggi, sem var fullkomlega við hæfi.“ 2008 DANSAÐ Á LÍNUNNI 1992 ERLENDUR FRÉTTAMAÐUR 2008 ARNARHÓLL FYRIR OG EFTIR KREPPU 2004 SLETT UPP UM ALLA VEGGI Á DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.