Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 24
24 9. október 2010 LAUGARDAGUR E f hægt er að finna rauðan þráð í svipting- um efnahagshrunsins er það kannski krafa almennings í landinu um að gerðar verði grundvallarbreytingar á meðferð ríkisvaldsins, hlutverk handhafa þess verði skýrt og réttindi borgar- anna verði skilgreind á mun skýr- ari hátt en nú er. Þetta var krafa búsáhaldabyltingarinnar í ársbyrj- un 2009. Ríkisstjórn hrökklaðist frá og sú sem situr verður áþreifan- lega vör við að þolinmæði fólksins er engu meiri nú en þá. Það má til sanns vegar færa að þjóðinni gefist eitt tækifæri til að leggja nýjar grunnreglur fyrir íslenskt samfélag. Þjóðfundur og kosningar til stjórnlagaþings eru skammt undan. Þingið sjálft verð- ur sett 11. febrúar næstkomandi. Ljósið í myrkrinu „Fólk treystir á þetta eins og ljós í myrkrinu. Í fyrsta sinn hefur Alþingi framselt vald sitt til fólksins og í fyrsta sinn eru allir í framboði án þess að stjórnmála- flokkarnir eigi einhvern rétt til að véla þar um. Þeir geta skipt sér af þessu, en þeir eiga ekki þess- ar kosningar heldur fólkið í land- inu,“ segir Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, um kosningar til stjórnlagaþings sem fara fram 27. nóvember. Guðrún segir afar mikilvægt að þeir sem veljast til verka, 25 til 31 fulltrúi í jöfnum kynjahlutföll- um, vinni sér sæti á stjórnlaga- þinginu án þess að kosta miklu til þess. „Það er harðlega gagnrýnt að frambjóðendur til þingsins geti varið allt að tveimur milljónum króna í kosningabaráttu. Ég hvet fólk til þess að freistast ekki til þess að kaupa auglýsingar í ljós- vakamiðlum eða í blöðum. Stönd- um sem jöfnust að vígi svo sátt ríki um þá sem munu axla þessa miklu ábyrgð.“ Guðrún gefur lítið fyrir úrtölu- raddir sem tína stórt og smátt til. Eitt er að svo margir muni bjóða sig fram að fólk eigi erfitt með að velja og hafna. Hún spyr á móti hvernig sé hægt að túlka það sem neikvæðan hlut ef fleiri en færri vilji leggja sitt af mörkum. Kosn- ingaseðillinn verði sendur inn á hvert heimili og allir geti undir- búið sig í góðu tómi. „Látum ekki úrtölumenn naga af okkur skóinn, heldur snúum dæminu við og segj- um: Auðvitað getum við þetta.“ Tapað traust Tilraunir til heildarendurskoðun- ar stjórnarskrárinnar hafa staðið yfir nær óslitið allt frá lýðveldis- stofnun árið 1944. Þær hafa allar mistekist. Hins vegar hafa ýmsar breytingar verið gerðar; sumar mjög afmarkaðar en aðrar víðtæk- ari í seinni tíð eins og endurskoð- aður mannréttindakafli. Á hverj- um tíma hefur þrýstingurinn á endurskoðun komið frá Alþingi, og þá iðulega stjórnarandstöðunni. Oft má greina rót þeirrar kröfu í ríkjandi efnahagsástandi; erfið- leikar skapa gerjun í sam félaginu. Stjórnlagaþing felur í sér að borg- ararnir hafa tapað trausti á æðstu stofnun lýðræðisins, Alþingi, og þjóðkjörnum fulltrúum sínum til að leysa verkefnið. Og ekki að ástæðulausu, er tilfinning Guð- rúnar. „Það er ekki heppilegt að aðili sem á svo ríkra hagsmuna að gæta fjalli um málið með þeim hætti sem hefur verið gert hing- að til,“ segir Guðrún. „Þetta fjall- ar um störf og starfsaðstöðu, vald og valdmörk þings og stjórnar. Þetta er einfaldlega ekki rétti hópurinn til að gera þetta og nú hafa þau horfst í augu við þá stað- reynd og sagt: Við skulum fá sér- stakt stjórnlagaþing til að annast þetta.“ Raða skal eftir mikilvægi Uppbygging stjórnarskrárinn- ar sýnir að hún er að stofni til frá 19. öld. Valdahlutföll milli helstu stofnana ríkisins endurspeglast því ekki í henni og almennt er viður kennt að uppsetning textans verði að breytast. Þannig er talið eðlilegt að kaflinn um Alþingi fari á undan köflum um aðra handhafa ríkisvalds. Alþingi er veigamesti handhafi ríkisvalds og þunga- miðja þess fulltrúalýðræðis sem einkennir íslenska stjórnskipan. Einnig að kafla um mannréttindi sé gert hærra undir höfði í upp- röðun einstakra kafla til að undir- strika um hvað grundvallarlögin raunverulega snúast, eins og Guð- rún leggur þunga áherslu á. „Sá sem opnar stjórnarskrána til að finna útlistun á lýðræði að hætti Íslendinga verður fljótt fyrir von- brigðum,“ skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, árið 2005. „Orðið lýðræði kemur þar hvergi fyrir. Heldur ekki þingræði. Ekki er þar þrískipting ríkisvaldsins nefnd berum orðum og grundvallarstofnanir íslenska lýðræðiskerfisins, eins og ríkis- stjórn og Hæstiréttur, eru þar hvergi nefndar á nafn – þótt tilvist þeirra megi að vísu ráða af sam- henginu.“ Það er ekkert einfalt mál að skil- greina hvað á heima í stjórnarskrá og hvað ekki. Grunnreglur þarf að setja fram á knöppu en skýru máli. Fjölmörg atriði, sem við fyrstu sýn eiga heima í stjórnarskránni, verð- ur að skilja eftir fyrir almenna löggjafann og fjárveitingarvaldið. Markmið verða því að vera ljós og forðast verður að setja í stjórnar- skrá almennar stjórnmálalegar yfirlýsingar. Inntakið er daglegt líf Daði Ingólfsson er formaður Stjórnarskrárfélagsins, en það er félagsskapur sem vill tryggja að til verði ný stjórnarskrá sem samin verði með aðkomu þjóðar- innar og vill efla vitneskju og umræðu um stjórnarskrána. Hann segir að stjórnarskrá eigi að snú- ast um grunngildi þjóðfélagsins og daglegt líf borgaranna, en ekki upplifun löglærðra og stjórnvalda af fólkinu í landinu og hvernig eigi að deila völdum til að með- höndla það. „Stjórnarskráin verð- ur að vera samin á mannamáli, ekki stofnanamáli, og svo einföld og skýr að börn geti tileinkað sér textann fyrir hafnarlaust og helst skilið flest sem í henni stendur. Ef vel tekst til mun öll þjóðin geta veitt stjórnvöldum aðhald, ekki bara sprenglærðir lögfræðingar eða aðrir valdhafar – grundvallar- lögin verða þá ekki hundsuð eða afskræmd af þeim sem fara með völdin þegar það hentar.“ Daði er gagnrýninn á fyrir- komulag kosninganna til stjórn- lagaþingsins – og mundi vilja sjá meiri tíma fyrir bæði stjórnlaga- þingið og aðra borgara til að vanda vel til verksins. „Menn verða að halda vel á spöðunum ef þetta á að takast. Tveir til fjórir mánuðir eru fljótir að líða og erfitt að semja stjórnarskrá sem allir eru sáttir á þeim tíma. Hins vegar verðum við að reyna, því svona tækifæri gefst ekki aftur í bráð.“ Daði segist líka hafa töluverðar áhyggjur af því að á stjórnlagaþing veljist kokkteill af fjölmiðlafígúr- um, flokksgæðingum og fulltrúum sérhagsmunahópa. Heimild til að eyða tveimur milljónum króna í framboðið gangi einnig gegn anda stjórnlagaþingsins enda gefi það áðurnefndum hópum forskot sem sé ámælisvert – ef ekki hreinlega ósiðlegt. „Nú þarf umræðan um kosning- arnar og stjórnlagaþingið að hefj- ast af fullum krafti,“ segir Daði. „Þetta er nefnilega ekkert flókið – öfugt við það sem margir halda. Við þurfum að svara grundvallar- spurningum sem allir hafa spurt sig að í öðru samhengi. Það átta sig allir á því eftir aðeins stutta umhugsun. Við þurfum að semja grunnreglur sem við viljum byggja þjóðfélagið okkar á. Þetta verður að gerast með sameiginlegu átaki og við verðum að gefa okkur tíma til að ræða þetta svo að sem flestir verði sáttir við niðurstöðuna. Það er nefnilega svo, þótt það kunni að hljóma einkennilega, að sáttin er jafn mikilvæg og niðurstaðan.“ Að hnika til og laga „Það veikir auðvitað frumvarpið ef frá stjórnlagaþinginu koma mörg minnihlutaálit,“ segir Guðrún þegar rætt er um þann möguleika að á þinginu náist ekki eindrægni um textann. „Það er enginn að segja að frumvarpið sem frá þing- inu kemur þurfi að vera með þeim hætti að ekki megi hnika neinu til eða laga það aðeins. Ef Alþingi rekur augun í augljósa ágalla, ef eitthvað hefur farist fyrir, verður því kippt í liðinn. En það má jafn- framt segja að ef svo fer sé stjórn- lagaþingið að framselja ákvörðun- ina til Alþingis.“ Guðrún segir að viss misskiln- ingur sé uppi varðandi aðkomu Alþingis. „Fólk spyr hvað Alþingi sé að skipta sér að. Það er hins vegar svo að við þurfum að fara eftir stjórnarskránni sem í gildi er. Hún kveður á um hvernig stjórnarskrárbreytingar eiga að fara fram.“ Afgreiðslustofnunin Alþingi Stoð stjórnskipunar á Íslandi er þrískipting ríkisvaldsins; lög- gjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Innan þessarar skipt- ingar er Alþingi valdamesta stofn- unin og fer með fjárveitingar- og löggjafarvaldið. Framkvæmdar- valdið starfar svo í skjóli meiri- hluta þingsins sem grundvallast af svokallaðri þingræðisreglu; sem þýðir að ríkisstjórnin verður að njóta trausts þingheims. Löggjafar- valdið og framkvæmdarvaldið er þannig samtvinnað í gegnum ríkis stjórnina. Ráðherrar eru í senn hluti af framkvæmdarvald- inu, sem æðstu yfirmenn stjórn- sýslunnar í sínum málaflokki, og löggjafarvaldinu sem þingmenn. Þó deilt sé um valdahlutföll fram- kvæmdarvalds og löggjafarvalds hníga flest rök að því að mjög halli á það síðarnefnda. Styrkur framkvæmdarvalds- ins felst í því að meirihlutinn sem styður ríkisstjórnina á hverjum tíma unir því að framkvæmdar- valdið hafi undirtökin á þingi. Það er því stjórnarandstaðan á hverj- um tíma sem ber hitann og þung- ann af því að verja stöðu löggjaf- ans en hefur farið halloka í þeirri baráttu. Það er framkvæmdar- valdið sem hefur frumkvæði að stórum meirihluta þeirra laga- frumvarpa sem þingið hefur til meðferðar. Aðkomu þingsins að KOSTIR ■ Þingmenn hafa mikil tækifæri til að beita sér í þinginu. Minni mögu- leikar á fjölmennum þingum. ■ Hlutfallskosningar og líklegra að ólíkir hugmyndastraumar fái rödd. ■ Þingræðið er skilvirkt. Lagasetning einföld. ■ Valddreifing meiri en í forsetaræði. GALLAR ■ Misræmi í atkvæða- vægi. Fyrirgreiðslu- pólitík. ■ Stjórnmálaflokkar mjög valdamiklir. ■ Valdheimildir forseta óskýrar. ■ Afskipti framkvæmda- valds af embættisveit- ingum. ■ Oddviti framkvæmda- valdsins ekki kjörinn beinni kosningu. FORSETI LÖGGJAFARVALD 63 þingmenn Ráðherrar sitja á þingi Þingræði (ákveður forystu framkvæmdarvaldsins, eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Undirbýr lagasetningu. Hlutverk Alþingis: Fulltrúa- og umræðuhlut- verk: Að sjónarmið í samfélag- inu hafi rödd. Löggjafarhlutverkið: Þingið er aðalhandhafi löggjafarþingsins. Eftirlitshlutverkið: Vakta framkvæmdarvaldið og veita því aðhald. Fjárveitingarvald. Setur lög. Dæ m ir um em bæ tti sta k- m ör k yf irv ald a STJÓRNKERFI ÍSLANDS Kjósendur Kjósendur DÓMSVALD Hæstiréttur Héraðsdómstólar Handhafar framkvæmdar- valds sjá um að framkvæma þá stefnu sem sett er af löggjaf- arvaldi og dómsvald úrskurðat um. Á Íslandi er forseti æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Hann framselur valdið forsætisráðherra: Umboðskeðjan. Kjósendur framselja vald til þings, þing til forsætisráðherra eða ríkisstjórnar, stjórn til ráðherra, ráðherrar til ráðuneytis, ráðuneyti til stofnana og síðan til almennra starfsmanna í opinbera geiranum. Getur vísað lögum til þjóðaratkvæða- greiðslu. FRAMKVÆMD- ARVALD Forseti Ríkisstjórn Áhrif á stjórn- armyndanir. (Takmarkast af þingræðisreglu). Einstakt tækifæri til breytinga Kosningar til stjórnlagaþings fara fram í næsta mánuði að undangengnum þúsund manna þjóðfundi. Áhugasamir undrast hversu litla athygli þessi sögulegi viðburður hefur fengið í þjóðmálaumræðunni. Ekki er að undra þar sem stjórnlagaþings bíða ærin verkefni, eins og Svavar Hávarðsson komst að. Þjóðinni er falið að velja fulltrúa sína til að skrifa ný grundvallarlög íslenskrar stjórnskipunar. FORMAÐUR STJÓRNLAGANEFNDAR Guðrún Pétursdóttir leiðir starf sjö manna nefndar sem kosin var af Alþingi. Með henni sitja í nefndinni Aðalheiður Ámundadóttir laganemi, Ágúst Þór Árnason, brautastjóri við HA, Björg Thorarensen lagaprófessor, Ellý Katr- ín Guðmundsdóttir framkvæmdastýra, Njörður P. Njarðvík rithöfundur og Skúli Magnússon, kennari í lögum við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAMHALD Á SÍÐU 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.