Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 73
bleika slaufan ●LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 7 „Ég verð veik í stúdentspróf- unum í MR. Fer að tapa heyrn á hægra eyranu og missi jafnvægið. Ég fer tvisvar í MRI eða segulómunartæki en ekkert finnst. Ári seinna er ég orðin mjög veik og er lögð inn. Þá finnst æxli í heilanum eftir að skuggaefni er notað við segulómunina,“ segir Guðný Kristrún Guðjónsdóttir 32 ára nemandi í hjúkrun við HÍ. Þegar æxlið kemur í ljós er Guðný send með hraði í heila- uppskurð í Uppsala í Svíþjóð. Að- gerðin tók fjórtán tíma en æxlið náðist ekki allt. Meinið teygði sig aftur í litla heila og í heilading- ulinn. Við rannsókn kom einnig í ljós að æxlið var illkynja. „Þetta leit alls ekki vel út og læknarnir hristu hausinn. Hér heima tók Sigurður Björnsson krabbameinslæknir við mér og sagði við mömmu: „Ég ætla að lækna þessa stelpu,“ rifjar Guðný upp. Eftir það tók við svokölluð samlokumeðferð. „Það var nú ekki girnileg samloka, lyfjameð- ferð, geislar og svo aftur lyfja- meðferð. Þetta tók talsverðan tíma en ég fékk heilahimnubólgu og gat oft ekki fengið lyfin vegna veikinda. En meðferðin skilaði þó sínu. Krabbameinið skammaðist burt og hér er ég í dag.“ Guðný er nú á þriðja ári í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands og horfir björtum augum á fram- tíðina. Hún mun þó glíma við af- leiðingar meinsins og meðferð- arinnar hér eftir en hefur lært að lifa með þeim. Sjóninni hefur hrakað og Guðný er stöðugt með hátt suð í báðum eyrum. „Ég fæ auðveldlega hellur fyrir eyrun og er ein af þeim sem getur sagt hvort lægð er yfir landinu,“ segir hún hlæjandi. „En auðvitað er þetta stór hluti af mínu daglega lífi og ég er ekki mikill bógur eftir þetta. Það er erfitt að lifa með suðinu í eyr- unum og oft langar mig hrein- lega til að snúa höfuðið af. Ég fékk mjög háa geislaskammta á höfuðið og átti ekki að eiga aft- urkvæmt á skólabekk til dæmis og er líklega ófrjó eftir geislana. Ég fæ ekki líftryggingu eftir að hafa greinst með krabbamein og get þar af leiðandi ekki ættleidd börn. Sú staðreynd kemur alltaf til með að minna á krabbamein- ið.“ Þrátt fyrir þetta segist Guðný aldrei hafa fundið fyrir reiði yfir því að hafa veikst. Hún hafi jafn- vel fundið fyrir feiginleika að veikindin hittu hana fyrir en ekki systkini hennar. Hún segir jafn- framt stuðning fjölskyldu sinnar ómetanlegan. „Ég var svo heppin að ég var ástfangin og í sambúð. Við bjugg- um á Sveinsstöðum fyrir neðan Úlfarsfell með hesta og ketti. Ég upplifði mikinn kærleika frá mínu fólki og staðfestingu á að ég skipti máli. Mér fannst ég geta horft til baka ánægð með hvern- ig ég hafði nýtt tímann fram að þessu og sá ekki eftir neinu. Ég var nánast tilbúin að fara. Það er mikilvægt að fólk lifi lífi sínu þannig að það horfi ekki til baka með eftirsjá.“ - rat Var í rauninni tilbúin til að fara FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V IL H EL M Guðný Kristrún Guðjónsdóttir, nemi í hjúkrun, vann bug á krabbameini í heila eftir erfiða geisla- og lyfjameðferð. Hún segir mikilvægt að lifa lífinu svo að ekki þurfi að sjá eftir neinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.