Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 82
10 fjölskyldan afmæli alltaf jafn skemmtileg ... Sunbird-fatalína Sunnu Dagg-ar Ásgeirsdóttur er nýkom-in í verslanir en hún hefur unnið sleitulaust frá áramót- um að því að setja saman fallega, litríka og töff barnalínu. „Barna- fatahönnunin hófst fyrir jólin í fyrra en þá seldi ég föt á pop-up markaði. það gekk vel og ég ákvað að hella mér út í fatahönnunina,“ segir Sunna Dögg sem lærði vöru- hönnun í Listaháskólanum en hefur fengist við fatasaum frá unga aldri. „Mig langaði að gera föt sem væru þægileg og flott og foreldrum þætti líka flott. Ég á sjálf eina dóttur og nokkra yngri bræður og hef oft hlustað á mömmu tala um hve erfitt er að finna skemmtileg föt á stráka, en það virðist iðulega minna úrval af strákafötum en stelpufötum í verslunum.“ Í Sunbird-línunni eru peysur, buxur og kjólar og er hálfgert indjánaþema í fötunum að þessu sinni. „Mig langaði að hafa smá leik í þessu, hvetja til leiks og sköpunar.“ Viðtökurnar hafa verið góðar en fötin eru seld í verslununum Bíbí og blaka, Fiðrildinu, Mýrinni og Rumputusku auk netverslunarinn- ar icelandicmarket.com. - sbt Barnaföt sem foreldrar fíla Litrík og töff Sunna hefur unnið hörðum höndum að nýju fatalínunni. Fyrir bæði kynin Línan inniheldur föt á bæði drengi og stúlkur. Sunna Dögg Ásgeirsdóttir greip til þeirra ráða að hanna barnaföt eftir að hafa átt í erfiðleikum að finna flott föt. LEIKJADAGSKRÁ í afmælum er alltaf í miklum metum hjá boðsgestum. Leikjavefurinn.is er afbragðs hjálpartæki við að skipuleggja góða leikjadagskrá en vefurinn er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og kennaraefna með um 400 leikjum. Í góðu verði er upplagt að nota stór útivistarsvæði, Hljómaskálagarðinn þar sem grillaðstaða er, Guðmundarlund í Kópavogi eða Nauthólsvík undir barnmörg afmæli. Yfir vetrartímann er ákjósan- legra að veislan sé innan- dyra og þá er oft unnt að kaupa alla þjónustu í kringum veisluna á staðn- um. Af slíkum stöðum má nefna Keiluhöllina, Veröld- ina okkar og Ævintýraland Kringlunnar. Þá getur einnig verið sniðugt að fara með hópinn í þrjúbíó en sum bíóhúsin bjóða upp á afmælisveisluþjónustu fyrir barnahópa. Veislan utan heimilisins Þríburarnir Salvar Þór, Jar-þrúður Ragna og Þorkell Mar Jóhannsbörn verða tíu ára á morgun. Tilhlökkunin er mikil líkt og jafnan er hjá börn- um, þó er morgundagurinn sérstak- ur því tíu ára afmælið ber upp á tíunda dag tíunda mánaðar 2010. „Mér finnst það bara gaman,“ svarar Þorkell Mar inntur eftir því hvernig honum finnist dag- setningin og upplýsir að hann hafi vitað af þessari staðreynd lengi. Þessu samsinna systkini hans. En hvernig er að deila afmælinu sínu með öðrum? „Það er skrítið en skemmtilegt,“ svarar Salvar Þór og þau systkinin eru sammála því. En kemur það ekki niður á gjöfun- um? „Nei, nei,“ segir Þorkell Mar, „við Salvar Þór fáum oftast það sama en Jarþrúður fær eitthvað annað af því að hún er stelpa.“ Systkinin eru í Birkimelsskóla en aðeins átta nemendur eru í skól- anum og þríburarnir þeir einu í sínum árgangi. „Öðrum, fjórða og fimmta bekk er kennt saman og svo eru eldri krakkarnir sér,“ segir hún en krakkarnir frá Brjánslæk eru helmingur barna skólans því eldri bróðir þríburanna, Ágúst Vilberg tólf ára, er einnig í skól- anum. Elsti bróðirinn Markús Ingi býr einnig á Brjánslæk en hann er nýútskrifaður bifvélavirki. Og eruð þið góðir vinir? „Jú, jú, við erum góðir vinir,“ svarar Sal- var Þór. „Samt rífumst við stund- um,“ bætir Þorkell við glettinn. Foreldrar þríburanna, þau Jóhann Ágústsson og Halldóra Ragnarsdóttir, eru bændur. Líkt og á öðrum bæjum er af nægum verk- efnum að taka og systkinin segjast hjálpa til. Öll eru þau sammála um að skemmtilegast sé að taka á móti lömbunum í sauðburði. „Núna er aðallega verið að smala og setja í slátur,“ upplýsir Þorkell. En hvernig á að halda upp á afmælið í ár? „Ef ég fengi að ráða myndi ég halda barnaafmæli klukkan tvö og fullorðinsafmæli klukkan sex,“ fullyrðir Þorkell spekingslega. - sg VERÐA 10 ÁRA 10.10 ´10 Á bænum Brjánslæk við Patreksfjörð búa lífsglaðir þríburar sem standa á tímamótum. Tíu ára afmælið stendur fyrir dyrum og dagsetningin er ekki af lakari endanum 10.10 2010. Þau hlakka mikið til en hvítt lamb og hestur eru efst á óskalistanum. Þríburar Jarþrúður Ragna, Salvar Þór og Þorkell Mar eru fínir vinir þó þau viðurkenni að vissulega rífist þau stundum. Hér eru þau saman í fríi í sumar. M YN D /Ú R EI N KA SA FN I tertusneið í bakaríi eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR: AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.