Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 4

Morgunn - 01.12.1945, Page 4
82 M 0 R G U N N fljótt í ljós, að með undursamlegum hætti og í undur- samlegum mæli hefur hann gjört sér jörðina undirgeína, og flest þau efni, sem hún framleiðir, og óhemjukrapta, sem hún býr yfir, allt frá nær því stjórnlausu afli brims og bylgja sjávarins og upp til þeirra heljarkrapta, sem segulmagn og rafmagn í sameiningu og sitt í hvoru lagi eiga yfir að ráða. Og síðan þetta fyrst var ritað er kom- in til þekkingin á kjarnorkunni og geysiafli hennar. En hvað er þá eiginlega þessi jörð, sem maðurinn hef- ur gjört sér svona undirgefna til alls gagns fyrir sjálf- an sig? Lengi vel framan af, — líklega nokkur hundruð ef ekki þúsund kynslóðir héldu mennirnir að jörðin væri — eins og það oft hefur verið orðað — flöt eins og pönnukaka,1 2) og þektu lítið af því, sem hún átti í skauti sínu, nema að næra hungur sitt af því, sem jurta- og dýraríki sýnilega framleiddi og gaf af sér. Það hrifsuðu þeir til sín ráns- og villimannshendi, og neyttu til þess þeirra yfirburða, sem þeir áttu, andlegra og líkamlegra. En vit og skilningur fóiu vaxandi og mörgum öldum skiptir nú, sem mennirmr vita, að jörðin er hnöttur, ein í hópi þeirra stjarna, sem vér á heiðskíru vetrarkvóldi sjáum úa og grúa á allri himinfestingunni, að vísu ein í tölu þeirra smærri, en þó í vorum augum og á vorn mælikvarða feykilega stór. Oss finnst jörðin standa kyr og sýnist sólin snúast kringum hana á 24 kl.tímum. og það eru ekki nema ör- fáar aldir, 3—4, síðan mennirnir vissu, að það er öðru nær.-) Þessi grafkyrra jörð er hvorki meira né minna en á tvöfaldri fleygiferð, hún veltui- við, eða eins og það er kallað snýst um sjálfa sig á 24 kl.tímum frá vestri til 1) Pythagoras á (i. öld f. Kr, kom fyrst með það að luin væri linöttur. Sjá Shaw Desmond: We do not die, hls. 279. 2) Tyclio Brahe, f KiOl, vissi )iað ekki.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.