Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 5

Morgunn - 01.12.1945, Side 5
MORGUNN 83 austurs, svo að okkur sýnist sólin mynda sólarhringinn með því að ganga frá austri til vesturs á þessari tíma'- lengd. Og í öðru lagi gengur eða þeytist jörðin á rúmum 365 dögum kringum sólina og myndar með því árið eða ársins hring, sem hefur á öðrum boganum miðjum kol- svart skammdegið, en á hinum, það sem skáldið hefur kallað „nóttlausa voraldar veröld“. En þér getið nú nærri, lesendur mínir, að það var ekki tilgangur minn, að fara að kenna yður svona barnalærdóm. Því að nú er þetta aðeins það, sem hvert barn veit. En það var sú tíð, að þetta vissu ekki alíir. Það eru 400 ár síðan — takið eftir — aðeins 400 ár, síðan uppi var maður, sem hét Kopernikus, og það var hann, sem fann þetta út, en þá trúði enginn því, ekki einu sinni annar frægur stjörnufræðingur, sem fæddist nærri því hálfri öld seinna. T. Brahe, svo það er í rauninni ekki nema svo sem 800 ár síðan þetta, um gang jarðar- innar, um sólar- og árshringinn varð almenn þekking mann- kynsins. Nú er það sem sagt barnalærdómur og ekkert barn svo heimskt eða illa að sér, að það viti þetta ekki í aðalatriðum. Eins er nú með spiritismann eða sálarrannsóknirnar og samband við annan heim. Margir ámóta rnenn og Kopernicus hafa sannað það alveg eins tryggilega og hann sannaði gang jarðar og annara reikistjarna. Ég gjöri ráð fyrir, að það hafi farið svo sem 100 ár í það, að allir tryðu og könnuðust við kenning Kopernikusar, og nú eru nærri 100 ár síðan talið er að sálarrannsóknim- ar byrjuðu. Það ætti því að láta nærri, að kenning Crookes og Russel Wallace og margra samherja þeirra um sann- anir fyrir framhaldslífi sé orðin eins mikill barnalær- dómur eins og kenning Kopernikusar, og álíka baima- skapur og fáfræði að kannast ekki við það, eins og það var eftir árið 1500 að kannast ekki við kenning Kopernic- usar og Galileis. Nú er þekkingin á þeirri kenning og sanngildi hennar orðin órjúfanleg eign mannkynsins; og 6

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.