Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 7

Morgunn - 01.12.1945, Side 7
M 0 R G li N N 85 vor. En þó að vér vitum svona lítið um þessa fjarlægu hnetti, þá hefur þó stjörnufræðingum vorum tekizt að finna ráð til þess, að reikna út, hvað stórir þeir eru, og ef vér ættum eftir hlutföllunum í þeim geysilegu stærðum að reyna að reikna, hve mikla yfirburði í heild og sjálf- sagt á ótal sviðum þeir hefðu yfir jörð vora, þá mvndu víst þeir yfirburðir vera svo miklir, að ég held að ég verði að segja, að fram af oss mundi ganga. Eftir stærð- arhlutföllunum að dæma mætti hugsa sér, önnur hlut- föll eitthvað ámóta. — Eg hugsa mér nú ekki að fá yður með mér til þess að reyna að gjöra þennan samanburð. Eg vil aðeins benda á það, sem þó er sjálfsagt, að ef þann samanburð ætti að reyna, þá yrði jörð vor að vera mæli- kvarðinn, sem lagður væri til grundvallar, því að hana þekkjum vér til nokkurrar hlítar. Guð hefur gefið oss eina stjornu himinsins, þessa dá- samlegu jörð, til að búa á og útbúið hana öllum þeim efn- um og öflum, sem mannsandinn hefur enn getað hugsað sjer nauðsynleg, ekki að eins til óbrotins framdráttar líf- inu, heldur einnig til stórkostiegrai' fullkomnunar, full- komnunar, sem hann að nokkru leiti hefur þegar komið í framkvæmd á þeim tímabilum, sem kyn hans þegar lief- ur dvalið á jörðinni, en hann að nokkru leyti getur ekki enn gjört sér neina fullkomna hugmynd um, hve stór- kostleg getur orðið. Fyrst verður oss ósjálfrátt fyrir að gefa gaum og dást að hinni ósegjanlegu fegurð, víst nær því hvar sem stigið er fæti á vorri dásamlegu jörð. Jafnvel á voru harðbýla landi, sem liggur þó á svo óhentugu breiddarstigi norð- ur undir heimsskauti, er varla til nokkur sú sveit eða hérað, að ekki sé þar aðdáanlega fegurð að finna. Og ekki |er harðbýlið meira en það, að „hart er það að eihs sem móðir við barn“, sem góðskáldið sagði, því að gnótt á það af gæðum og gjöfum guðs og náttúrunnar til að fullnægja þörfum alls og allra, sem á því lifa. Þó vitum vér og játum, að það er allt smáræði og fátæklegt saman

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.