Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 10

Morgunn - 01.12.1945, Page 10
88 MORGUNN um mannlífið," eins og hann sagði: „Mér finnst hún svo rökræn og skynsamleg. Ef hún breiddist út fengjum við nýjan heim. Við verðum að fá nýjan heim“. Þannig far- ast honum orð. Og vér nútímakynslóðirnar sjálfsagt allra landa og þjóða eftir nær því tvær þúsundir ára erum enn reiðubúnir að taka undir, að „þessu getur ekki haldið áfram“, „vér veröum að fá nýjan heim“. Menn munu snúa sér fyrst til trúarbragðanpa til að vænta þaðan hjálpi’æðis. Og án þess að niðra nokkuð eða óvirða þá, sem hafa kunna önnur trúarbrögð en vér, sem þeir leita bjargráðanna til, hver til sinna eigin trúar- bragða — þá snúum vér kristir menn oss fyrst að kenn- ingu hins „djarfa Galileumanns“. Án alls stærilætis vit- um vér, að sú kenning ber af öllu öðru, sem kennt hef- ur verið á þessari jörð mannkyninu til bjargar og hjálp- ræðis. Og þetta hefur verið gjört í hartnær 20 aldir. Allan þann tíma, allar þær aldir hefur hjálpræðiskenniugin hljómað fyrir hjálparstynjandi mannkyninu. Sem kunn- ugt er hefur boðskapurmn enn ekki náð til allra, en hjá þeim, sem hafa tekið við honum og skreytt sig með nafni hans, hefur þó árangurinn ekki orðið meiri en raun ber vitni um á þessum síðustu tímum. Aðalárangurinn átti að vera kærleikurinn, sem þeir gætu þekkt hver anean af, en niðurstaðan virðist sú, að allur heimurinn logar í hatri. Þjóðirnar hatast og þær, sem ekki gjöra það á yfirborðinu, bera tortryggni hver til annarar og vita ekki — þótt óneitanlega sé mikið kærleiks- og mannúðar- starf unnið í kristnum heimi og sjálfsagt einnig utan hans — vita þó ekki hverju er að treysta, og í stað rá- ungans kærleika fær þá sjálfselskan auðveldlega yfir- höndina. En hvað veldur því þá, að þrátt fyrir miklu meira boðunarstai'f (prédikun og áróður) fyrir þetta mál held- ur en jafnvel nokkurt annað mál, þá er þó málefni kristin- dómsins enn svo langt frá aðalmarki sinu og nægilegum

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.