Morgunn - 01.12.1945, Síða 12
90
MORGUNN
ir menn töldust um síðastu aldamót nálægt Vs hluti mann-
kynsins, en hin dásamlega iörð vor er eign alls mannskyns-
ins, allar þjóðir jafnábyrgar fyrir notkun hennar og jafn-
áríðandi að þær öðlist allar þekking og sannanir fyrir því
— jafnvel hvað sem trúarbrögðum líður — að maðurinn
er ekki líkami, sem er gæddur sál, heldur fyrst og fremst
andi, sem hefur þennan jarðneska líkama fyrir verkfæri
til að fullkomnast og búa sig undir fullkomnara líf. Þessar
sannanir hafa sálarrannsóknirnar og spiritisminn verið
að flytja mannkyninu nú í hartnær 100 ár, og frumherjar
þeirra, eða sem kalla mætti postular, telja þær því vera
■eins og nýja opinberun frá Guði, senda mannkyninu til
bjargar og hjálpræðis, þær séu það hjálpræði, sem allt
mannkynið hrópar á. Niðurstöður sálarrannsóknanna, sem
eru kallaðar spiritismi (andahyggja, af því að hann leggur
áherzlu á, að maðurinn er andi), eru ekki í andstöðu eða
óvináttu við kristindóminn, heldur þvert á móti sterkasta
stoð fyrir höfuðatriði hans, að maðurinn lifir þótt hann
devi. Það var fyrsta atriðið, sem postularnir prédikuðu,
að þeir væru vottar að því, að Kristur væri upprisinn og
hefði birzt þeim eftir dauða sinn. Þó hefur kirkjan í heild
og þjónar hennar allmjög lagt fæð á spiritismann, þó að
nú fari þeim mjög fjölgandi og þar á meðal margir hinna
fremstu, sem viðurkenna gildi hans. Það hafa verið settar
nefndir af kirkjumönnum og vitsmunamönnum til að
rannsaka. Má þar merkastar telja hjá kirkjumönnum
nefnd biskupaþingsins í London (Lambeth þing) 1920 og
nefnd erkibiskupsins í Kantaraborg 1937. Báðar héldu
þær málið hafa sannleik að flytja, og ekki mætti hugsa
sér nein takmörk fyrir því, með hverjum ráðum Guð getur
látið manninn í’aunsanna hið andlega líf.
Líkt er því varið með vísindin og vísindamennina. Lað
er í fullu samræmi við allt eðli efnishyggjuvísindanna að
vefengja bæði upprisu Krists og annað líf. Þó er það nú
orðin mikil og fríð fylking frægustu og færustu vísinda-
manna, sem hafa rannsakað og fundið, að málið væri