Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 15

Morgunn - 01.12.1945, Side 15
MORGUNN 93 hugsun, sem aðallega ko.m mér til að rita þessa bók“. Svo segir Lindsay Johnson og þó að ólíku sé saman að jafna, höfuðriti slíks djúphyggjumanns og mínum fátæklegu orð- um, þá vil ég segja hið sama, að þessi hugsun kom mér til að taka þau saman, hugsunin um allt mannkynið, sem hrópar á hjálp, kom mér til að bera hana einnig fram fyrir yður og biðja þá afsökunar á fátæklegri framsetning. Það er sú hugsun, að þótt ekki verði öllu mannkyni bjargað með því að laða það allt til viðurkenningar á einu og sama trúarbragðakerfi, þá er það allt hæft til að öðlast þá þekking, að lífið byrjar fremur en andar í dauð- anum og þá gagnar ekki að hafa eignazt allan heiminn en bíða tjón á sálu sinni. Sýn. Ég hafði ákveðið-að vera viðstaddui’, er útför frú G. Kvarans færi fram, en sökum anna gat ég ekki látið eftir vilja mínum, en þrátt fyrir þetta tók ég mér samt tíma til að hlusta á kveðjuathöfnina gegnum útvarpið og reyndi að sjá svo um, að sem rólegast væri meðan athöfnin færi fram, en einkum langaði mig til að vita, hvort ég yrði ekki einhvers var í sambandi við kveðjuathöfnina, þó voru skilyrði til þess ekki eins góð og ég hefði æskt. Ég veit ekki hvort ég sofnaði eða komst undir sambands- áhrif, er, hvernig aem það gcrðist var ég kominn niður í Fríkirkju um það leyti, sem athöfnin hófst. Ég sá að kirkjan var nokkurn veginn þéttskipuð fólki, en athugaði það ekki gaumgæfilega. En þegar ég kom þar varð ég snortinn og gagntekinn af hinum mikla friði og hinni helgiblöndnu kyrrð, er hvíldi yfir umhverfinu, sem var laugað í svo fögrum og heillandi litum, að ég treysti mér ekki til að lýsa

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.