Morgunn - 01.12.1945, Page 16
94
M 0 R G U N N
því með orðum. Um það leyti. sem kistan vav borin inn
í kirkjuna virtist mér umhverfið breytast frá því er ég
kom fyrst inn. Ösegjanleg ljóss- og geisladýrð breiddist
yfir allt og á móti manni streymdu ilhlýir geislar frá
þeim, sem þarna voru staddir að handan. Það var eins
og hvert tilverusviðið birtist við hliðina á hinu, umhverfis
og bak við hvert annað, en jafnframt hvert öðru tengd
og samofin.
Það ber stundum við að skyggnir menn og konur vh*ð-
ast sjá framliðna ganga haltrandi á eftir kistu sinni
inn kirkjugólfið, en í þetta sinn var ekki svo. Frú Kvaran
gekk ekki á eftir kistu sinni, hún var komin inn í kirkj-
una áður. Henni hafði verið búin nokkurskonar hvíla eða
hægindi vinstra megin við altarið og þar sá ég hana sitja
eða hallast upp að baki sætisins. Hún var ekki sofandi,
heldur vakandi og vissi vel hvað fram fór. Tár glitruðu
á hvörmum hennar, en sorgartár voru það ekki. Það voru
gleði- og þakkartár. Gleði 'nennar var fólgin í því, að hún
var búin að finna þá og hitta, sem biðu hennar, en þakkar-
tárin voru helguð þeim, sem eftir voru. Þannig kom hún
mér fyrir sjónir við upphaf kveðjuathafnarinnar. En hún
var ekki ein þarna. Hún var umvafin kærleika og hjalp-
fýsi þeirra, er bak við hana stóðu. Ég þarf ekki að lýsa
þeim hér. Ég get nefnt nöfn þeirra, eiginmanns hennar,
Einars H. Kvarans og sona hennar, Sigurðar og Ragnars.
Óteljandi hópur vina hennar og vandamanna var og þarna,
fagnaði henni og bauð hana velkomna, um leið og þið
voruð að kveðja hana, en ég skynjaði eigi að síður að sum-
ir viðstaddra voru ekki að flytja henni hinnstu kveðju, held-
ur sendu þeir henni árnaðaróskir og samfagnaðarkveðjur.
U.m það leyti, sem séra -Jón Auðuns hóf ræðu sína, virt-
ist mér eitthvað sérstakt væri gert til þess að hún gæti
fylgzt með því er hann segði, en samtímis virtist mér séra
Haraldur, sem þarna var staddur, vera að segja eitthvað
við hana. Þannig virtist mér þessu vera hagað meðan
athöfnin stóð yfir í kirkjunni. En samtímis sá ég við hlið-