Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 18

Morgunn - 01.12.1945, Side 18
96 MORGUNN dvalarstaður hennar um skeið. Svið þetta var hjúpað blæ- mildu geislaflóði, sólarylur og ylhýr andvari barst á móti manni, þrunginn blómailm og jurtaangan. Þarna virtust vera verur af öllum þjóðflokum að sjá, er voru að leita sér unaðar og hressingar, en lengra myndi haldið. Vegurinn var mariíaður áfram og hærra og mér heyrðist eins og hún segði við sjálía sig fremur en aðra, er hún sá betta allt: „Já, í húsi föður míns éru rnörg híbýli“. Og þannig virtist mér ég sjá inn á hvert sviðið af öðru, og mér var gert ljóst að um þau mundi hún verða leidd og henni hjálp- að, ekki einungis af þeim, er farnir væru, heldur einnig af þeim, er ennþá væru eftir. Þegar kirkjuathöfninni var að verða lokið, sá ég að hugur hennar beindist mjög til þeirra, sem í kirkjunni voru, Hún gekk nú til þeirra allra, sem voru henni kærastir og laut blíðlega að þeim, og þá voru maðurinn hennar og synir þeina báðir í fylgd með henni, og það var hið síðasta, er ég að þessu sinni sá. Hafsteinn Björnsson. Þegar tjaldið er dregið frá og hið ókomna birtist. Eftir scra Jón AuSuns. Forn-Rómverjar bjuggu sér táknmynd af tímanum. Það var mynd af manni, sem hét Janus og fyrsti mánuður árs- ins dregur nafn sitt af. Það var einkenni Janusar að hann hafði tvö andlit og sneri annað fram en hitt aftur. Þannig túlkuðu þeir þá hugmynd sína, að tíminn hefir í rauninni tvenn viðhorf, annað til hins liðna og hitt til þess, sem enn er ekki komið.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.