Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 23

Morgunn - 01.12.1945, Page 23
M O R G U N N 101 Þá langar mig til að greina dæmi forspár um alvarlega og þýðingarmikla atburði. M. A. Tardieu, læknir í Mont Dore, segir frá þeim spádómi. Þótt spádómurinn væri fluttur í júlimánuði 1869, voru nokkurir vottar að honum enn á lífi árið 1915, þegar hann kom loks að fullu og öllu’ fram. Frásögn hans er þessi: ,.Léon Sonrel, sem fyrr hafði stundað nám við Kennara- háskólann en nú var starfsmaður við stjörnurannsókna- stofnunina í París, var mikill vinur minn og umgengumst við mikið. Hann var vísindamaður í húð og hár. Með hon- um og með hjálp hans hafði ég verið meðstofnandi að stjörnurannsóknastofnuninni í Montsouris.“ Nú minnist Tardieu í frásögn sinni nokkurra spádóma Soni’els, sem höfðu í’ætzt, og segir þvi næst: ,,En ,svo var það, þegar við voi'um á gangi saman í Luxemburggöi’ðunum í París, beint á móti lyffi'æðinga- skólanum, að hann sagði fram spádóm í samfelldar þrjár klukkustundir, sem liafði mikil áhrif á mig. Allan þenna tíma hélt hann áfram göngu sinni, en nam staðar öðru hvoru og leit þá upp. ,,Ó, hvað er þetta?“ sagði hann. „Það er styi’jöld. Þú.ei’t að gegna skyldu þinni sem foringi á Boulevöi’dunum1). En hvað þetta er óvænt. Ég sé þig vera að telja peninga við Noi’ðui’-járnbrautai'stöðina. Nú ert þú kominn inn í lestina ásamt mörgum öðrurn. Þið nemið staðar við Aulnoy! Nú komið þið til Hirson. Nú er’tu í Meziei’es, en hvert ætlarðu að fara? Sedan ... Ó, hvílík orusta! Þú ert staddur í mik- illi hættu .... Ó, veslings landið mitt! Hvílík eyðing! Hví- lik óhamingja! ó, Guð minn!“ Nú nam hann staðar augnabliksstund og grét. Hann hélt áfram göngu sinni og ég fylgdi honum. Hann lypti höfði, eins og hann horfði upp í geiminn, gei'ði ákveð- nar handahreyfingar og hélt svo áfram að tala: „Ó, hvílíkur ósigur! Hvílík eyðilegging! Aumingja land 1) Alkunnar götur í Parísarborg.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.