Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 26

Morgunn - 01.12.1945, Page 26
104 MORGUNN fessors Richets, og sagði honum allan spádóm Sonrels í heild. I hinum frönsku annálum sálarrannsóknanna (An- nales des Sciences Phsychiques) var spádómurinn alluv birtur áður en síðustu atriði hans rættust. En þau komu fi'am í heimsstyrjöídinni miklu 1914—18. Þá var loks allur þessi merkijegi spádómur, sem vakið hefir mikla furðu- manna, kominn fram, og voru þá liðin nærfellt fimmtíu ár, siðan Sonrel vitraðist innihald hans á göngu sinni í Luxemburg-görðunum í París. og sjálfur var hann þá and- aður fyrir h. u. b. 48 árum. En eins og áður segir lifðu nokkur af fyrstu vitnunum það, að sjá hann rætast til fulls. I bók sinni „Yfirvenjulegir hæfileikar mannsins“ (Supernormal Faculties in Man) segir franski sálarrann- sóknamaðurinn og læknirinn dr. Osty frá merkilegum forspám pólsku konunnar Madame Przybylska, sem hófust á miðju ári 1920. Um þær farast dr. Osty orð á þessa leið: „Þær eru þess eðlis, að lesandinn mundi ekki geta tekid þær trúanlegar ef þær væri ekki vottfestar af f jölda heiðar- Iegra manna, sem taka ábyrgð á sannleiksgildi þeirra. Vér vitum ekki um neina spádóma um hið ókomna, sem þola samanburð við þessa, svo hárnákvæmir hafa þeir reynzt um mannanöfn, dagsetningar og staðanöfn. Ég öfunda þá, sem fengu að fylgjast með þessu stórmerka máli frá upphafi til enda, og fengu þannig fullnægjandi vissu fyrir því, að svo fullkomin vitneskja um hið ókomna er möguleg“. Því miður er hér ekki rúm til þess að rekja alla þessa merkilegu spádóma í heild, en hér er fylgt úrdrætti úr þeim, sem enski rithöfundurinn H. Prevost Battersby birti í bók sinni „Sálrænar staðreyndir" (Psychic Certainties) fyrir nokurum árum. „Madame Przybylska, sem þessir spádómar komu frá, er ekki atvinnumiðill. Hún „heyrði“ innihald þeirra vera eins og talað til sín, las það síðan fyrir þeim, sem skrif- uðu það eftir henni Það, sem kom af spádómunum í hvert sinn, var þegar eftir fundina lesið og staðfest af sáiar-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.