Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 30

Morgunn - 01.12.1945, Page 30
108 M 0 R G U N N verið sagðir fyrir, er vitanlega ekkert einsdæmi, svo var um morðið á konungshjónunum í Serbíu og er það löngu ' orðið frægt. Frásagnir af því voru birtar í hinu alkunna, brezka tímariti Review of Reviews, júlí—ágúst 1908, og' víða síðan. 16. marz 1908 var haldinn miðilsfundur í Lundúnum. ■ Fundargestir voru fimtán og miðillin var frú Burchell. Á fundinum var miðlinum fengið innsiglað umslag, en án þess nokkrum fundarmanna væri það kunnugt var í um- slaginu bréfmiði með eiginhandarnafni Alexanders Serba- konungs. Þegar er miðlinum hafði verið fengið umslagið, byrjaði hún, með mikilli geðshræring, að lýsa morðinu á konunginum og Draga drottningu hans, sem framið var h. u. b. þrem mánuðum síðar. Þegar menn þekktu atburð- inn,er hann var kominn fram, reyndist lýsing miðilsins að hafa verið mjög nákvæm og rétt. Enn er það eftirtektar vert í sambandi við þenna at- burð, að kvöldið áður en þetta alkunna morð var framið, þar sem konungshjónin og öll þrjú börn þeirra voru myrt, var prófessor Richet á tilraunafundi i París ásamt nokkr- um vinum sínum. Þar fengu þeir ótvíræða bendingu um morðið, þótt hún yrði ekki skilin fyrr en fréttirnar bár- ust til Parísar. Þá er enn merkilegt dæmi þess, hvernig hryllilegir at- burðir geta samtímis og þeir gerast verkað á miðil, sem er í transi og veit sjálfur ekkert um atburðinn. Ugo Bascheri, greifi, brazílíanskur læknir var alkunnur fyrir fágæta yfirvenjulega hæfileika sína. Hann var að halda tilraunafund í húsi frúar einnar í París. Fundurinn hafði staðið yfir í 25 mínútur og greifinn hafði verið að spá yfirvofandi styrjöld (sem reyndist að vera heimsstyrj- öldin 1914—18), þegar hann hi'ópaði skyndilega: „í kvöld eða á morgun verður einhver mikilsháttar maður myrtur.“ Því næst komst hann í mikla geðshræring og sagði: „Það er í kvöld. Mikið blóð! Gætið að, hvað klukkan er.“ Einhver viðstaddur kveikti á eldspítu og reyndist klukkan að vera

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.