Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Qupperneq 30

Morgunn - 01.12.1945, Qupperneq 30
108 M 0 R G U N N verið sagðir fyrir, er vitanlega ekkert einsdæmi, svo var um morðið á konungshjónunum í Serbíu og er það löngu ' orðið frægt. Frásagnir af því voru birtar í hinu alkunna, brezka tímariti Review of Reviews, júlí—ágúst 1908, og' víða síðan. 16. marz 1908 var haldinn miðilsfundur í Lundúnum. ■ Fundargestir voru fimtán og miðillin var frú Burchell. Á fundinum var miðlinum fengið innsiglað umslag, en án þess nokkrum fundarmanna væri það kunnugt var í um- slaginu bréfmiði með eiginhandarnafni Alexanders Serba- konungs. Þegar er miðlinum hafði verið fengið umslagið, byrjaði hún, með mikilli geðshræring, að lýsa morðinu á konunginum og Draga drottningu hans, sem framið var h. u. b. þrem mánuðum síðar. Þegar menn þekktu atburð- inn,er hann var kominn fram, reyndist lýsing miðilsins að hafa verið mjög nákvæm og rétt. Enn er það eftirtektar vert í sambandi við þenna at- burð, að kvöldið áður en þetta alkunna morð var framið, þar sem konungshjónin og öll þrjú börn þeirra voru myrt, var prófessor Richet á tilraunafundi i París ásamt nokkr- um vinum sínum. Þar fengu þeir ótvíræða bendingu um morðið, þótt hún yrði ekki skilin fyrr en fréttirnar bár- ust til Parísar. Þá er enn merkilegt dæmi þess, hvernig hryllilegir at- burðir geta samtímis og þeir gerast verkað á miðil, sem er í transi og veit sjálfur ekkert um atburðinn. Ugo Bascheri, greifi, brazílíanskur læknir var alkunnur fyrir fágæta yfirvenjulega hæfileika sína. Hann var að halda tilraunafund í húsi frúar einnar í París. Fundurinn hafði staðið yfir í 25 mínútur og greifinn hafði verið að spá yfirvofandi styrjöld (sem reyndist að vera heimsstyrj- öldin 1914—18), þegar hann hi'ópaði skyndilega: „í kvöld eða á morgun verður einhver mikilsháttar maður myrtur.“ Því næst komst hann í mikla geðshræring og sagði: „Það er í kvöld. Mikið blóð! Gætið að, hvað klukkan er.“ Einhver viðstaddur kveikti á eldspítu og reyndist klukkan að vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.