Morgunn - 01.12.1945, Qupperneq 31
'
T.l 0 R G U N N
109
.9.40. Greifinn hélt áfram í mikilli geðshræringu: „Eitthvað
er að gerast á leiðinni til Boulevards des Italiens."
Milli kl. 9,85 og 9,40 þeta sama kvöld var hinn frægi
sósíalisti, Jaures, myrtur í París, og morðið reyndist að
hafa verið framið í nánd við Boulevardes des Italiens í
París, eins og greifinn hafði sagt í transástandinu.
Þarna er um að ræða eitt dæmi þess, hvernig fyrir kem-
ur að miðlum berst einhvernveginn vitneskja um það, nem
samtímis er að gerast annarstaðar.
Spádómar um styrjöldina 1914—18 í heild munu hafa
verið sjaldgæfir, en eftirtektar vert er, að enda þótt spá-
dómar um styrjöldina sjálfa kæmi fáir, eru til margir
vottfestir spádómar um hluttöku einstakra manna í henni.
Margar vottfestar frásagnir eru til um það, að einstökum
mönnum voru sagðar fyrir hættur og erfiðleikar, sem
þeir ættu fyrir hendi og rættust í styrjöldinni. Það er
eins og hið sálræna fólk hafi ekki skynjað styrjöldina
sjálfa, en það skynjaði og sagði fyrir hættur og dauða sem
komu fram í styrjöldinni, mannvirðingar, sem sumir unnu
sér þar, og sáu jafnvel fyrir sér myndir af ógnum skot-
grafanna og hernaðarins, án þess að vita í hvaða samband
ætti að setja þesar myndir. Það kom upp úr lcafinu, þegar
farið var nokkru síðar að grennslast fyrir um þá hluti, að
þegar sálræna fólkið hafði verið að rekja ókominn ævi-
feril fólks, fjölskyldulíf þess, atvinnulíf, barnsfæðingar,
o. s. frv., sá það þann, sem það var að spá fyrir, skyndilega
umkringdan ógnum og hættum, án þess að geta gert sér
ljóst, að mikil styrjöld var í aðsigi, sem olli þessum ógnum
og hættum. Þetta er mjög einkennilegt, mjög eftirtektar
vert, en vér vitum ekkert um, hvernig á þessu stendur.
Dr. Osty hefir í sinni stórmerku bók, sem ég áður gat,
„Yfirvenjulegir hæfileikar mannsins“, sagt frá einu dæmi
þessa úr eigin reynslu sinni. I maí 1912 sagði einn sjáand-
inn honum, að hann sæi hann að störfum í skrifstofu ein-
hverri, umkringdan af bréfum, ósköpum af bréfum, sem
honum bærust. Dr. Osty kannaðist þá ekkert við skrifstof-
l