Morgunn - 01.12.1945, Qupperneq 32
110
M 0 R G U N N
una né þetta starf, en þetta rættist nákvæmlega í ágúst
1914, þegar Osty gegndi slíku starfi sem yfirlæknir í
þarfir hernaðarins. Miðillinn sá hann raunverulega að
starfi, sem hann átti eftir að vinna, hann sá svipmynd úr
ókomnu lífi hans. Hitt var honum gersamlega hulið, hvers
vegna læknirinn ætti eftir að taka að sér þetta starf Og
enn er annar leyndardómur í þesu sambandi, sem vér skilj-
um ekkert í: í þessu tilfelli sá miðillinn lækninn í vinnu-
stofu, sem hann átti raunverulega eftir að vinna í, og
starfið, sem hann var að leysa þar af hendi, er var með óllu
óvænt, þegar miðillinn sá þetta, en hann sá lækninn að
þesari vinnu, ekki klæddan eins og hann var raunverulcga
að herþjónustunni, í einkennisbúningi herforingja, heidur
klæddan venjulegum fötum. Þetta er enn óráðin gáta.
Þegar .miðillinn sér herbergið, sem læknirinn á eftir að
vinna í tveim árum síðar, sýndist eðlilegt, að hann sæi
hann þar búinn þeim klæðnaði, sem hann bar raunverulega
á þessum stað, þá væri um fullkomna mynd hins ókomna
að ræða. En myndin, sem miðillinn sér, er ekki fullkomin
mynd hins ókomna, hann sér herbergið og vinnuna, tins
og það raunverulega reyndist síðar að vera, en lækuinn
sjálfan sér hann ekki eins og hann var við þá vinnu á sín-
um tíma, heldur sér hann hann í venjuegum klæðnaði.
Forspáin er staðreynd, sem ekki tjáir í mót að mæla,
en með hverjum hætti gerist hún? Um það hafa komið
fram margar tilgátur, en það er heldur ekkert meira en
tilgfáltur, engin vissa er fengin um það. í bók sinni, sem
ég hefi vitnað til hér áður, kemur dr. Osty fram með eina
tilgátuna, og hann segir:
„Þegar einhver getur sagt fyrir ókomin atvik úr lífi
manns, sem er staddur í návist hans, þá fær hann þessa
yfirvenjulegu vitneskju sína frá manninum sjálfum, sem
hann spáir fyrir.“
Þessi tilgáta gerir ráð fyrir því, að sérhver mannleg
vera viti í rauninni allt sitt ókomna líf, og að miðilhnn,
sálræni maðurinn eða konan, sé móttakandi, sem geti aftur