Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 33

Morgunn - 01.12.1945, Page 33
MORGUNN 111 varpað út frá sér því, sem allir mennn viti í rauninni sjálfir, þótt þeim sé það ekki sjálfum ljóst. Eins og ég tók áðan fram, er þetta ekkert annað en til- gáta og, að því er mér virðist, engan veginn sennilegasta tilgátan um þetta stórmikla vandamál. Að gera manninn þannig alvitran um allt, sem honum sjálfum kemur við, jafnt hið ókomna sem hið liðna, er, að gera ráð fyrir hæfi- leikum hjá maninum, er maður hefir ekki snefil af sönnun fyrir að hann eigi. Raunar hafa tilraunir með dáleiðslu leitt í ljós, að það er sennilegt, að miklu fleira búi í vitund mannsins en hann hefir hugmynd um. En það er helaur ekki sannað, að hin furðulcga þekking, sem stundum kemur fram hjá mönnum, sem hafa verið dáleiddir og spurðir, komi úr djúpum þeirra eigin vitundar. Sú þekking kann að vera komin annarsstaðar að. Það er hugsanlegt, að hún sé komin frá verum, sem þroskaðri eru og geta horft á hin margvíslegu fyrirbrigði lífsins af öðrum sjónarhóli en vér getum gert, jarðneskir menn. Ég var síðast í dag að tala við alkunnan borgara þessa bæjar, sem þrásinnis hefir skynjað h\ð ókomna. Talið barst þá meðal annars að því, hvernig menn fengju þessa vitn- eskju. Við minntumst á þá tilgátu sumra manna, að þessi dularfulla vitneskja byggi 'í djúpum vitundar vorrar og* þaðan næfium vér henni upp á yfirborðið með einhverjum hætti. Hann sagði mér, að bæöi af eigin reynslu sinni og athugun sinni á því, sem aðrir segðu um þessa hluti, væri hann sannfærður um, að þessi duiarfulla vitneskja kæmi utan frá, frá einhverjum öðrum verum, inn í vitund vora, en ætti ekki uppruna sinn innra með sjálfum oss. Hann leyfði mér, að segja hér frá atriði, sem mér þykir harla merkilegt. Þessi .maður er einn af listmálurum vorum. Svo bar við, þegar „Dettifoss" var að koma að landi í síðustu ferð sinni, kom málarinn þar að, sem ég var að vinna. Hann spurði mig með nokkurum þunga, hvort ég hefði frétt nokkuð af ,,Dettifossi“. Ég kvað nei við því, og minnti

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.