Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 36

Morgunn - 01.12.1945, Side 36
114 M 0 R G U N N sótt g-amla manninn til þess að tala við hann og ekki síðui' til þess að sjá hann, og- hefir hann fúslega tekið við þeim heimsóknum. Nú eru fimm mánuðir liðnir, síðan lækningin gerðist, og gamli maðurinn við beztu heilsu. Margar sögur af merkilegum lækningum eru sagðar manna á meðal, og er oss kunnugt um aðia stórfellda lækning, sem gerðist sama daginn og lækningin gerðist í Elliheimilinu, en vér höfum því miður ekki heimild til þess að birta hana enn. Slíkir at'ourðir snerta oft svo mjög viðkvæm atriði í einkalífi manna, að örðugt er að fá þá birta. Vegna lesenda MORGUNS utan Reykjavíkur birtum vér Lér frásögn dagblaðsins Vísis 7. nóvember s.l., og auk þess merkilega frásögn vestan af landi, sem Vísir birti 5. janúar s.l., og segir frá því, hvei’nig maður einn fékk vitrun um þessa furðulegu lækning áður en nokkrar fréttir höfðu borizt þangað vestur af því, hvernig lækn- ingin hefði gerzt. Vísir 7. nóvember 194-5. Fyrir nokkru varð farlama maður, vistmaður á Elli- heimilinu, sem naumast gat hreift sig án hjáipar, skyndi- lega heill heilsu á meðan hann hlustaði á útvarpsmessu. Læknar hafa elcki getað skýrt þetta fyrirbrigði, en sjúklingurinn sjálfur segir að þetta sé ráðstöfun æðri máttarvalda til að bjarga við trúhneigð fólks. Maður hér sem hér um ræðir heitir Gísli Gíslason, og kennir sig við Hjalla í ölfusi, en þar bjó hann um nokkurra ára skeið eftir síðustu aldamót. TíÖindamaður Vísis heimsótti Gísla á Elliheimilið í gær. Gísli var að hnýta net. Það hefir verið hans helzta starf þær stundirnar, sem hann hefir verið rólfær. Hann var eldfjörugur, lék við hvern sinn fingur og hoppaði aftur og aftur upp í loftið — hann sagði að það væri svo gaman að vera orðinn heilbrigður aftur.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.