Morgunn - 01.12.1945, Side 42
120
MORGUNN
son? Hann var Grímsnesingur, fæddur að Hömrum árið
1890. Lauk stúdentsprófi 1913, en kandidatsprófi í lækn-
isfræði árið 1920. Nokkurum árum síðar varð hann
héraðslæknir í Reykjarfjarðarhéraði á Ströndum og and-
aðist í Hólmavík árið 1929.
Endurininningar frá styrjaldarárunum.
Eftir frú Leonard.
Sagan endurtekur sig.
Vorið 1940 flutti mér ýmiskonar óvenjulega reynslu,
bæði í likamlegum og andlegum efnum, og það kom sér
sannarlega vel fyrir mig, að hafa fengið styrk og undir-
búning, áður en sú reynsla kom. Eg hafði stöðugt í huga
áminningarorðin: „Gáðu að þér, vertu róleg, óttastu ekki
og vertu ekki huglaus". Meira að segja, vegna þess, að
ég hafði verið undirbúin, fundust mér atburðirnir, sem nú
gerðust ákaflega merkilegir og upplýsandi, í stað þess,
að annars hefðu mér getað þótt þeir hræðilegir.
Það var mér mikið happ, að ég átti gamla vinkonu,
sem bjó í næsta húsi. Við komum okkur fyllilega saman
u.m alla hluti, sem nokkru rnáli skipti. Maðurinn hennar
var einnig kominn yfirum og hún hafði náð sambandi við
hann í gegnum marga miðla og þar á meðal í gegn um
sjálfa mig. Hann sagði henni, að hann hefði hitt mann-
inn minn, og að þeir ynnu oft saman. Húsið, sem frú
Stonehouse, vinkona mín, bjó í, hafði nokkurum árum
áður verið í eigu Sir Walter Gibbons, sem hafði haft
mikla andlega hæfileika, meðan hann var á jörðunni, og