Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 44

Morgunn - 01.12.1945, Page 44
122 MORGUNN sagði henni rólega frá þessu, en hún hvíslaði: ,,Það er ekki andlitið á mér, sem þú sér. Eg er viss um, að hað er karlmannsandlit. Eg- sé ekki, hver hann er, en ég finn að hann er þarna“. Hvorug okkar er óþolinmóð í þessum efnum, því að við vitum vel, að rólegt, athugult og vingjarnlegt hugar- þel, er heppilegast undir svona kringumstæðum. Eg horfði á andlit vera að myndast þarna, fyrst augun, þá nefið og ennið og síðan niðurandlitið. Þá komu smátt og smátt í ljós allir aðaldrættir höfuðsins, sem reyndist að vera höfuð fornvinar míns, Sir Walter Gibbons. Hann horfði á mig, skærum, ákveðnum augum. Andlit hans var slétt og hrukkulaust, og hann virtist vera hraustlegri og hressari í bragði en hann var síðustu árin áður en hann hvarf úr jarðlífinu. Mér flugu í hug gamlir dagar, er eg hafði setið í ró og talað við hann eftir miðdegisverð í þessu sama her- bergi, og mér varð dálítið bilt við, þegar mér varð Ijóst, að sagan var að endurtaka sig á þennan einkennilega hátt. Eg minntist þess nú, þegar hann sat rólegur í hæginda- stóli andspænis'mér, við vorum hætt að tala saman en gáfurn okkur á vald hinna friði þrungnu þagnarstunda, sem aðeins vinir geta notið, sem skilja hvor annan. Þá var það, að Sir Walter hafði allt í einu ávarpað mig sömu orðunum. sem frú Stonehouse beindi nú til mín: „Sérðu nokkuð fyrir framan andlitið á rnér? Mér finnst eins og einhverju sé haldið fyrir framan mig, en ég sé ekki, hvað það er“. Eg fór þá að gá betur að og sá gráa þoku rnynd- ast og í gegn um hana sá ég, að því er ég hélt í byrjun, andlitið á Sir Walter, en mér til mikillar undrunar sá ég að það voru andlitsdrættir annars manns, sem voru að mvndast y-fir andliti Sir Walters. Hann fann þetta sjálf- ur, því að hann sagði: „Sérðu ekki, hver það er? Það er einhver með yfirvarar- skegg. Hann vill endilega að þú sjáir hann og lýsir honum fyrir mér“.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.