Morgunn - 01.12.1945, Page 49
M 0 R G U N N
12%
urinn flutti ræðuna var sunginn sálmurinn „Nú árið
er liðið í aldanna skaut“, en meðan hann var sunginn
fannst mér birta einkennilega mikið í kirkjunni. Hefi
ég aldrei séð slíka birtu, var hún mikið bjartari en nokk-
ur rafljós. Þegar sálminum var lokið og- presturinn- fór
að flytja ræðuna, en hann stóð við boi’ðið, sem var
hjúpað íslenzka fánanum, þótti mér tveir menn vera
hjá altarinu og héldu þeir á ljósbaug, sýndist mér þá,
sem öll þessi birta kæmi frá ljósbaugnum. Stóðu þeir
nú þarna báðir um stund, en þá gengur annar maðurinn
til stúlku einnar í kirkjunni, en hinn stendur kyrr hjá
altarinu og ljósbaugurinn með sömu vegsummerkjum.
Maðurinn staðnæmist augnablik hjá stúlkunni, gengur
síðan að karlmanni nokkrum í kirkjunni og nemur
einnig þar staðar, en meðan hann stóð þar, þótti mér
hann benda til mannsins, sem stóð hjá ljósbaugnum
óbreyttum.
Þá var söngflokkurinn að syngja fyrsta erindið af
sálminum „Hvað boðar nýárs blessuð sól?“, en um leið
og hinn maðurinn benti til þess, sem stóð hjá ljós-
baugnum, heyrði ég óma mjög fagran söng með klukkna-
hringingu. Bæði söngurinn og klukknaómurmn var svo
yndislegt, að ég get ekki lýst því með orðum, en sam-
stundis varð birtan út frá ljósbaugnum enn skærari en
áður. Þegar söngurinn þessi og klukknahljómurfnn hófst,
fannst mér allt húsið verða eins og eldhaf, og um leið
sýndist mér fjöldi fólks koma inn, sem ég þekkti flest
en er nú dáið. Sérstaklega bar mikið á einni konu, sem
dó ung fyrir nokkrum árum. Var hún með mikið af
blómum, og vai’ eins og hún vildi láta bera sem mest
á þeim.
Svarðbæli, Miðfirði, 10. júní 1945
Björn G. Bcrgmcmn ('sign)..