Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Side 53

Morgunn - 01.12.1945, Side 53
MORGUNN 131 miki'l áhugi og undrun meðal fólks, vegna þessa fyrir- brigðis. Ungfrú Cross sagði svo frá, að þegar vinir sínir sæju sig í fyrsta sinn eftir það, sem gerzt hefir, bregðazt þeir allir við á sama hátt. Allir voru vanir að sjá hana rúmfasta, en nú þegar þeir sjá hana heila heilsu hrópa þeir nafn hennar í hrifningu og faðma hana að sér. Á föstudaginn var fór ungfrú Cross í fyrsta sinn út í bæinn eftir sextán og hálft ár. Þegar hún var spurð hvort sér fyndist ekki margt breytt, svaraði hún: „Satt að segja var ég svo frá mér numin af því að vera komin út að ég bara tók ekki eftir því. Ég fór ekki út úr bílnum og talaði ekki við neinn. Þér sjáið að ég er enn þá í gömlu fötunum mínum“, bætti hún við og brosti. Þegar systir hennar sá hana ganga í fyrsta sinn, varð henni að orði: „Guð minn góður, ég verð að setjast niður“. Meðal margra annara, sem láta sér annt um ungfrú Cross og hennar góðu heilsu, sem hún hefir nú endur- heimt, er flugliðsmaður einn, sem hefir haft bréfavið- skifti við hana, eftir að hann las um sjúkdóm hennar fyrir nokkrum árum. Hann hringdi nýlega og spurði um liðan hennar. Honum var sagt að hún væri orðin fleyg og fær, en jafnvel þegar hann heyrði frásögn hennar sjálfrar í símanum, var mikill efi í röddinni, og hann sagði: „Ég kem bráðum sjálfur til að sjá með eigin augum. Ungfrú Cross vissi varla hvað hún átti að halda um þennan flugliðsmann, sem hafði að sögn dr. Miners, tvisvar komið til Upper Arlington að heimsækja ung- frúna. Ég sá hann einu sinni í kirkju, einan á bæn“, sagði dr. Miner, „maður heyrir stundum talað um þessar kraftaverkalækningar“, bætti hann við, „en eg hefi aldrei fyrr komizt í kynni við slíkt sjálfur. Þessi stúlka var mér mikil andleg uppörvun og fjölda mörgum öðrum. 9

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.