Morgunn


Morgunn - 01.12.1945, Page 59

Morgunn - 01.12.1945, Page 59
M 0 E G U N N 13T sem birt hefir verið í hundruðum bóka. Þessi fyrirbrigðí ei-u óhrekjanlegar staðreyndir og eru í fullu samræmi við þau fyrirbrigði, sem eru kölluð stórmerki andans í fornum, helgum fræðum. Þetta er ein af þeim ástæðum, sem vér teljum oss hafa til þess, að staðhæfa, að heimspeki vor er af ójarðneskum uppruna. Önnur ástæðan er, að þessi nýja túlkun á alheim- inum hefir borizt til vor í gegn um marga milliliði, sem störfuðu óháðir hver öðrum og vissu ekkert hverir um aðra, en þrátt fyrir það, gengur sami þráðurinn í gegr. um allar þessar orðsendingar, úr svo mörgum áttum komnar, þótt ekki séu þær samhljóða í öllum aukaatriðum. Þessar orðsendingar hafa borizt oss frá börnum, frá ómenntuðu fólki, og meira að segja er mér persónulega kunnugt um, að einn farvegurinn var maður, sem var ákveðinn afneit- ari, en var blátt áfram tekinn í þjónustuna gegn vilja sín- um og látinn skrifa sannleikann. Ef þrjú eða fjögur vitni, sem samhljóða eru í venjulegum réttarsal, nægja til þess, að hæ.gt sé að fella fullnaðardómsúrskurð, hvernig stendur- þá á því, að þúsundir samhljóða votta í sálrænum efnum nægja ekki til þess að vek.ja tiltrú í réttarsal veraldarinnar ? Þetta er svo sjálfsagður hlutur, að ekkert annað en andleg deyfð eða fullkomið þekkingarleysi getur haldið áfram að afneita. En höfuðtryggingin fyrir sannleiksgildi hinnar sálrænu fræðslu er í því fólgin, að þessi fræðsla gefur oss skyn- samlegustu, eðlilegustu og huggunarríkustu skýringuna, sem enn hefir komið fram, á staðreyndum mannlegs lífs og mannlegum örlögum. Sú skýring, sem vér fáum þarna á lífi voru, er svo stórkostleg, að hún nær til allra erfið- leika vorra og varpar ljósi yfir þá. Hvaðan er þessi fræðsla komin? Er það skynsamiegt að ætla, að sá litli hópur af algerlega óupplýstu fólki, sem fyrst veitti þessum oi’ðsendingum viðtöku, hafi fundið þær upp, fundið upp skýringar, sem varpa ljósi yfir vanda- mál alheimsins? Getum vér hugsað oss, að maður eins og-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.